Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Gjöfinni skilað

Ég er farinn að hágráta. Þetta er svo tilfinningaþrungið.
mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumkunarvert

Geir tekur á sig alla ábyrgð fyrir flokkinn sinn, að sjálfsögðu. En að hann telji sig bera einhverja smá ábyrgð á hruni heillar þjóðar það kemur ekki til greina.
mbl.is Geir segist bera ábyrgðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

70 grömm

Mikið er á sig lagt. Þegar Belginn var loksins búinn að losa sig skítinn reyndist hann vega 70 grömm. Þetta er sem sagt afraksturinn eftir vikulanga fréttaumfjöllun og endalausar bloggfærslur. Mér misboðið. Ef þetta hefðu nú verið 7 kíló þá hefði þetta verið bitastæðara. Að vísu ansi þungt í maga en þó fréttnæmara en skitin 70 grömm.

Lögbrot og afbrot

Þegar einhver einstaklingur tekur ófrjálsri hendi skinkubréf í ónefndri verslun, heitir það afbrot. Þegar hvítflibbagaurar fara rænandi og ruplandi telst það lögbrot, eða hugsanlegt lögbrot, eða grunur um lögbrot.

Mikið er ég orðinn þreyttur á þessu dekri við stórglæpamenn í Armani fötunum. Handtakið þá strax, setjið í járn og sýnið sömu vasklegu framgöngu og þegar skinkustuldur er afhjúpaður.


mbl.is Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru miður sín

"Sjálfstæðismenn segja miður, að umræður og ágreiningur um breytingar á stjórnarskránni taki jafnmikinn tíma frá störfum Alþingis og raun ber vitni". Hvað eru þeir að segja? Eru þeir að biðjast afsökunar á málþófinu? Ég get ekki skilið þetta öðru vísi. 
mbl.is Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingsmynd án hryllings

Hvers vegna í ósköpunum ættu konur að fara að sniffa Lofnarblóm áður en þær fara að horfa á hryllingsmynd? Ég hélt að tilgangurinn með slíkum myndum væri að gera fólk dauðskelkað. Er þá ekki bara einfaldara að horfa á kvikmynd með Bamba og sleppa blóminu ?
mbl.is Lofnarblóm draga úr hræðslu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið að breytast

Í langri grein Óskars Magnússonar í Morgunblaðinu um helgina dylst engum hver ræður þar á bæ:

"Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er í Árvakri eins og öðrum fyrirtækjum alveg ljóst hvar ákvörðunarvaldið liggur ef til þess þarf að koma. Útgefandinn (Óskar Magnússon) hefur síðasta orðið.

Menn kaupa ekki blað í gamni. Óskar og félagar hafa keypt blaðið til að þjóna hagsmunum Sjálfstæðisflokksins og þeim öflum sem honum tengjast. Þetta á eftir að koma betur í ljós og það  á eftir að reynast blaðinu dýrkeypt. 

 

 


Bjarga leikföngunum

Lúxusbílar fjárglæframann streyma nú úr landi samkvæmt frétt í DV. Bílarnir eru skráðir á vini og ættingja þannig hefur t.d. Hannes Smárason skráð sína vagna á kærustuna. Á meðan horfum við dáleidd á þessa athafnamenn koma því sem eftir er af eignum almennings í skjól án þess að geta aðhafst nokkuð og saksóknarinn kominn í kaffi og FME á harðahlaupum á eftir blaðamönnum. Þeir hafa nægan tíma.

Plástur á sárið ?

Ég veit ekki hvort þetta hressir upp á minnimáttarkenndina og þjóðrembuna, þegar erlendir segja si svona: "Ísland er áhugavert land". Hvaða land er ekki áhugavert? Jafnvel Zimbabwe er áhugavert og almenningur örugglega indæll.
mbl.is Ísland indælt áhugavert samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátkór LÍÚ

Fulltrúi grátkórs LÍÚ Guðrún Lárusdóttir, tjáir sig með ekkasogum um rangindin gagnvart sægreifum. Hvers vegna eru þessar skuldir þeirra tilkomnar? Í hverju var peningum sóað? Guðrúnu finnst sjálfsagt að ég opni budduna og greiði skuldir hennar möglunarlaust svo hún geti haldi áfram að lifa í vellystingum praktuglega. Þjóðin finnur ekki til neinnar samúðar með þeim sægreifum, sem tóku fullan þátt í græðgisvæðingunni. Það var enginn sem bað ykkur að éta silfurfatið sem þið fenguð auðlinda afhenta á.
mbl.is Ávísun á fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband