Brandarakarlinn

Einar Guðfinnsson klikkar ekki þegar kemur að húmor á blogginu sínu: "Loksins lét menntamálaráðherra undan þeirri kröfu stúdenta, okkar þingmanna Sjálfstæðisflokksins  að opna á möguleika á háskólastúdentar geti stundað nám á sumarönn nú í sumar". Hvað segir maður ekki þegar maður er missa þingsætið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Nú hefur Einar borðað of mikið af hvalkjöti... gráu sellurnar eru með ofnæmi fyrir hvalkjöti... það vellur bara út úr mönnum vitleysan eftir slíkt át...

Brattur, 14.4.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ertu ekki að grínast, er maðurinn virkilega að segja þessa vitleysu, ég meina að eigna Íhaldinu kröfuna um sumarnámið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.4.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já þarna vann íhaldið sigur, gott að litlu greyin hafi eitthvað að gera yfir sumarið í stað þess að hanga bara iðjulaus. En hvað með framhaldsskólana? Þar er firna stór hópur sem ekki er gott að ráfi um í reiðileysi. Kannski tekst íhaldinu að gera eitthvað fyrir þennan hóp líka.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband