Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Notum gömlu hvalveiðiskipin

Hvers vegna ekki að breyta gömlu hvalveiðiskipunum í skoðunarskip og gera upp vinnslustöðina í Hvalfirði þar sem túristar geta kynnt sér atvinnugrein löngu liðins tíma. Aldraðir hvalveiðimenn, sem muna þessa tíma, geta séð um reksturinn.
mbl.is Bannar hvalveiðar á tveimur svæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárglæframaður flýr til Rússlands

russia.jpgÁ visir.is er greint frá því að auðmaðurinn Magnús Þorsteinsson haf fært lögheimili sitt til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Hvert annað ? Það er enn gósenlandið fyrir fjárglæframenn. Það er hins vegar spurning um, hvernig lögum um framsal milli Íslands og Rússlands þegar kemur að uppgjörinu, er háttað.

Loksins

Þorði einhver stjórnmálamaður að ropa þessu út úr sér. Sparnaður upp á 6,7 milljarða í heilbrigðiskerfinu á þessu ári þýðir skerta þjónustu. Ekki einhverja skerðingu eins og Ögmundur segir heldur mikla skerðingu. Það er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir þessu. Þess má geta að allur þessi sparnaður er jafnmikill og lystisnekkja Jóns Ásgeirs kostar.
mbl.is Skerðing þjónustu óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensan liðin hjá

en ný komin í staðinn sem heitir 2009 H1N1. Nafnið minnir nokkuð á íslenskt útrásarfyrirtæki.
mbl.is Flensan heitir nú 2009 H1N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 milljónir fyrir að skreppa á fund

Þeir sætta sig ekki við neina smáaura sjallanir. Bjarni Benediktsson formaður flokksins fékk 5 milljónir fyrir að dúlla sér á fundum hjá N1 sem tapaði 1100 milljónum á síðasta ári .

Viðbjóður

Sumir glæpir eru ógeðslegri en aðrir. Þessi telst til þeirra. Sérstaklega sú staðreynd að barnabarn gömlu hjónanna gaf glæpamönnum nauðsynlegar upplýsingar. Hér á nota 16 ára refsirammann og ekkert minna.
mbl.is Ræningjar fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tók sig af listanum

thor.jpgBjörgólfur Thor Guðmundsson er ekki lengur á lista The Sunday Times yfir ríkustu menn Bretlands árið 2009. Hann hefur að sjálfsögðu gert auð sinn ósýnilegan, nokkuð sem hann er sérfræðingur í, og þar með horfið af listanum. Það má vera að gaurinn sé með þessu að mýkja ásjónu sína gagnvart þjóðinni. En þjóðin hefur engu gleymt og hann er sannarlega ekki hluti af þjóðinni lengur.

ESB: Fælni og fíkn

fobia.jpg

Fælni er þekktur andlegur kvilli og er stundum ill læknalegur. Má nefna t.d. nefna flugfælni og víðáttufælni. Til að yfirvinna flugfælni þarf viðkomandi helst að gangast undir samtalsmeðferð og jafnvel lyfjameðferð.

 

Lækningin er þó ekki í höfn fyrr en viðkomandi sest upp í flugvél og flýgur. Sama gildir um ESB fælni, bara bókstafirnir einir og sér geta valdið ofsakvíða. Endanleg lækning er að sjálfsögðu fólgin í aðildarviðræðum. Ef  nefna ætti einn af handahófi, sem er með ESB fælni á háu stigi og nánast ólæknanlega, er það Hjörleifur Guttormsson.

 

Fíkn getur einnig verið erfitt að lækna. Ef á að nefna einhvern sem er með alvarlega ESB fíkn kemur Árni Páll Árnason upp í hugann. Hann er því óhæfur til að fjalla um ESB mál, því hann vantar gagnrýna hugsun þess sem ekki er haldinn þessari fíkn. 

 

Margir vilja hreinlega ekki læknast af þessum kvillum og öðlast meiri víðsýni og kjósa að hafa asklok fyrir himinn og í þeirra hópi er Hjörleifur. Hann er líka eins og Árni Páll óhæfur að fjalla um málið á vitrænan hátt .


Of lítill meirihluti

Í því ástandi sem nú ríkir er meirihluti VG og Samfylkingar of knappur. Það gæti verið kostur að fá inn Framsókn og/eða Borgarahreyfinguna. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að þriggja flokka stjórnir eru erfiðar. En óhugnanlegt ástand í þjóðarbúskapnum gæti gert þetta auðveldara ef mönnum er í raun umhugað um, að takast á við erfiðleikana sem framundan eru af fullum heilindum og láta flokkshagsmuni víkja. En kanski er það full mikil bjartsýni að halda að eðli stjórnmálaflokka breytist með nýjum andlitum.
mbl.is Siv vill skoða ESB-stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mestu vonbrigði kosninganna

Voru að sjálfsögðu að Birgir Ármannsson skyldi komast inn. Hann er örugglega byrjaður að semja handritið að öðrum hluta harmleiksins, Málþófinu, sem verður flutt viðstöðulaust fram að þinglokum.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband