Notum gömlu hvalveiðiskipin

Hvers vegna ekki að breyta gömlu hvalveiðiskipunum í skoðunarskip og gera upp vinnslustöðina í Hvalfirði þar sem túristar geta kynnt sér atvinnugrein löngu liðins tíma. Aldraðir hvalveiðimenn, sem muna þessa tíma, geta séð um reksturinn.
mbl.is Bannar hvalveiðar á tveimur svæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eða bara ekki?

Örn (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já kanski, gleyma þessu fornaldarbulli, gott hjá þér Örn

Finnur Bárðarson, 30.4.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Líklega meiri gjaldeyrir fyrir þjóðina að keyra þetta upp á ferðamennskunni. Ég er samt fylgjandi hvalveiðum svona í prinsippinu en finnst hugmyndin þín góð. Stoppum kvalræði.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.5.2009 kl. 00:41

4 identicon

Banna veiðar í Faxaflóa? Ég held ekki, frekar að draga línu sem hvalveiðiskip og hrefnubátar mega ekki fara innfyrir.

En hvalveiðar áTjörnesi? Kannski ný sprotagrein? Ég hef oft farið um Tjörnes um ævina, en aldrei rekist þar á hval! Hinsvegar einstaka rolla verið að flækjast á veginum og einn og einn fugl.

Það eru allir sammála um það að hafa eitthvert bil á milli hvalaskoðunarbáta og hrefnubáta, enda sjálfsagt mál að þessar tvær greinar séu ekki að hamast á sama svæðinu samtímis. En svona fréttaflutningur er hreint út sagt hlægilegur. Einu ummerkin um hvali sem hugsanlegt væri að finna á Tjörnesi væri í formi steingervinga í bökkunum neðan við Hallbjarnarstaði eða Ísólfsstaði.

Síðan má spyrja, hvort kom á undan eggið eða hænan?

Elías (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð hugmynd hjá þér Finnur, en ég hef trú á að þetta geti gengið saman hvalveiðar og hvalaskoðun.
Hef ekki vit á hvað þessar lokanir gera, held ekki neitt nema gott fyrir skoðunina.
Hvalaskoðun gengur bara vel hér og hefur mér ekki fundist nein rimma á milli sjómanna og þeirra sem eru með hvalaskoðunarbátana.
Sjómenn láta þá vita ef þeir sjá hvali svo það er hið besta mál.

Það verður að drepa hval til að hafa jafnræði í sjónum.

Svo vitið þið að hvalir drepa hvali eða eins og gerðist hér síðastliðið sumar
þeir voru úti með fulla báta af fólki, þá gerðist það að hópur Háhyrninga
réðist á hval og tættu hann í sig. (þetta kom í fréttum)
það lá við að toristarnir þyrftu áfallahjálp er í land kom, þetta eiminga fólk sem er að koma í skoðunarferðir veit ekki einu sinni hvernig lífið í sjónum virkar.

Er hætt áður en það kemur heil ritgerð.
til hamingju með daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2009 kl. 08:28

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðmundur: Ég er ekki með einhverjar tilfinningar varðandi hvali en það er gjaldeyrinn sem ég skoða eins og þú.

Elías. Skemmtilegt innlegg, Var líka hugsi varðandi hvalavöðuna á Tjörnesi

Milla: Ritgerðirnar þínar er svo fínar að þar tala fyrir sig sjálfar

Bestu kveðjur

fyrir komuna og velkomin aftur

Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband