Of lítill meirihluti

Í því ástandi sem nú ríkir er meirihluti VG og Samfylkingar of knappur. Það gæti verið kostur að fá inn Framsókn og/eða Borgarahreyfinguna. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að þriggja flokka stjórnir eru erfiðar. En óhugnanlegt ástand í þjóðarbúskapnum gæti gert þetta auðveldara ef mönnum er í raun umhugað um, að takast á við erfiðleikana sem framundan eru af fullum heilindum og láta flokkshagsmuni víkja. En kanski er það full mikil bjartsýni að halda að eðli stjórnmálaflokka breytist með nýjum andlitum.
mbl.is Siv vill skoða ESB-stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég vill frekar þriggjaflokka stjórn en tveggjaflokka Esb stjórn.

Offari, 26.4.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég myndi gjarnan vilja sjá Borgarahreyfinguna í stjórn, ásamt SF og VG.

Anna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég vil helst sjá Sjálfstæðisflokkinn einan á kvalabekknum

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 17:04

4 Smámynd: Offari

SOS stjórnin getur klárað hrunið í einum hvelli. Samfylkingin vill ekkiert gera nema að ganga í Esb. Borgarahreyfingin vill ganga í Esb og sjálfstæðisflokkurinn er til í að ganga í Esb svo framarlega að ekki þurfi að bjarga heimilum landsins.

Þetta er alveg kjörin stjórn til að glata sjálfstæði landsins.

Offari, 26.4.2009 kl. 17:08

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei, nei Offari við glötum engu sjálfstæði. Spjöllum við liðið og sjáum hvað kemur út úr því. Ekki viljum við asklok fyrir himinn. Ég er ekkert viss sjálfur en ég er forvitinn og það hefur reynst mér notadrjúgt gegnum árin.

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 17:11

6 Smámynd: Brattur

Held þrátt fyrir "nauman" meirihluta að stjórn SF og VG sé besti kosturinn í stöðunni... Mér finnst ekki koma til greina að Framsókn fari í stjórn... þeir geta setið við hlið Sjallanna á hliðarlínunni næstu árin...

Brattur, 26.4.2009 kl. 17:11

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Spurningin er, hvort þessi meirihluti dugar þegar á reynir, Birgir er að hita upp og fær örugglega marga með í kórinn.

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 17:18

8 Smámynd: Offari

Finnur það getur vel verið að sá illi bifur sem ég hef á ESB sé rangur hjá mér. En mig langar bara ekkert að kanna hvort ég hafi rangt fyrir mér.

Offari, 26.4.2009 kl. 17:21

9 Smámynd: Brattur

Fyrst var það fúlt að sjá Birgi Ármanns. inni... svo sá ég nýjan flöt á málinu... það er bráðnauðsynlegt að hafa Birgi áfram á þingi... svoleiðis menn laða ekki fólk að flokknum...

Brattur, 26.4.2009 kl. 17:22

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Gæti verið sterkur leikur að fá borgarahreyfinguna til styrkingar stjórnarinnar.

Framsókn ? aldrei..

hilmar jónsson, 26.4.2009 kl. 17:29

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Offari: Heiðarlegt komment

Brattur: Ég sé þetta í nýju ljósi þegar þú nefnir þetta

Hilmar: Já það væri sterkt að að hafa þrjá flokka og O kæmi örugglega til greina

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband