Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Sáttakrumlan

"Takið í okkar útréttu sáttahönd,“ sagði Þorgerður Katrín. Það getur bara ekki nokkur maður með fullu viti tekið í þessa krumlu, sem Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf að ota fram, án þess að bíða stórtjón af.
mbl.is Brugðust þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hægt að hrófla við valdastéttinni

Ég þekki ekkert til VR eða Kristinns, en bara það eitt, að það sé hægt að hrófla við þaulsetnum valdaklíkum eykur mér bjartsýni almennt.
mbl.is Kristinn kosinn formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seljum bara allt

Já já, seljum bara allt klabbið til ríkra útlendinga, Kjarval, Ásgrím, Briem, Finn. Seljum handritin. Seljum líka Listasafn Íslands. Seljum Þjóðmynjasafnið. Við erum hvort er alveg berrössuð sem þjóð nú þegar. Þá skiptir menningararfurinn ekki  máli í samanburði við seðlana eða hlutabréfin.
mbl.is Listaverk föllnu bankanna verði seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlamb blysfarar

Ekkert finnst mér eins leiðinlegt og  væmið, eins og þessar kertafleytingar og blysfarir.  Nú á aumingja Jóhanna að verða fórnarlamb slíkrar uppákomu. Ég er sannfærður um að hún sé sama sinnis og ég, og kjósi að vera að heiman meðan á þessum ósköpum stendur. Tíu villtir hestar myndu ekki getað dröslað mér í slíka göngu. Hvers vegna fara menn ekki bara með góða og hressa hljómsveit, eins og Hjálma, heim til Jóhönnu? Þeir myndu bræða hjarta hennar.
mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli tíminn heillar

gamalt.jpgSkyldi lopapeysan duga til að koma Ármanni á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn ?

Venjulegt fólk

Engir sukkarar, bara venjulegt almúgafólk. 14 þúsund heimili. Hvað eru margir einstaklingar samtals á þessum heimilum ? Þetta eru hrikalegar tölur og enn hrikalegra að það eru manneskjur af holdi og blóði bak við þær. Síðan er þessu fólki talið trú um að þetta hafi bara gerst si svona vegna þess að nokkrir fjárglæframenn fóru örlítið fram úr sér eins og Geir Haarde orðaði það.
mbl.is 14 þúsund heimili eiga bara skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tími handjárna loksins að renna upp

Það er ánægjulegt að Eva Joly vilji leggja okkur lið í herförinni gegn fjárglæframönnunum. Það er reyndar aðdáunarvert að hún nenni að starfa fyrir þessa heimsku þjóð sem er bókstaflega ekki viðbjargandi. Hún hló þegar hún heyrði, að aðeins 4 einstaklingar væru sérstökum saksóknara til halds og traust. Trúlega er afnotadeild RÚV með fleira fólk á sínum snærum.

Hélt dómsmálaráðherra að það væri eitthvað mál sem tengdist landabruggi sem ætti að leysa? Hvað um það, kanski getur hún kennt yfirvöldum að nota harkalegar aðgerðir sem duga til ná fram árangri. Tími handjárna er runninn upp og tími silkihanska er liðinn.


mbl.is Gagnrýnir fámenna rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tegund af málþólfi

Þingmenn í sama stjórnmálaflokki fara í andsvör hver við annan. Hvað er þetta lið að gera á þingi yfirleitt? Ef menn kunna ekki trixið eiga þeir að sleppa því.
mbl.is Fjórða stigs málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttukona fundar með AGS

Það verður ekki af henni skafið, baráttukonunni Evu Hauksdóttur. Gerði sér lítið fyrir og fundaði með AGS og fékk svör. Fjölmiðlamenn geta bara farið heim og lagt sig. Sjá hér

Leikritið heldur áfram

Leikrit Sjálfstæðisflokksins, Málaþófið, í leikstjórn Birgis Ármannssonar, sem einnig fer með aðalhlutverkið, heldur áfram. Hvergi örlar á lokaþættinum. Nú er þetta leikrit að breytast í sápuóperu, sem þjóðin er fyrir löngu orðin hundleið á. Ef leikararnir vilja ekki drösla sér niður af sviði og láta tjaldið falla gætu þeir a.m.k. sýnt örmagna áhorfendum þá lágmarkskurteisi, að gera leikhlé, sem að skaðlausu mætti standa fram yfir kosningar. Síðan má halda áfram eða endursýna.
mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband