Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Gera gott við sjálfa sig

Gaurarnir sem eiga og stjórna Granda ætla að veita sér örlitla búbót eða 150 milljónir króna. Á sama tíma er starfsfólk á lúsarlaunum að afsala sér launahækkun upp á 13.500 kr á mánuði. Ef þetta er ekki siðleysi af verstu sort þá veit ég ekki hvað.

Konur: Ykkar staður er á bak við eldavélina

Svona svona konur, hvaða æsingur er þetta. Ykkar tími mun koma, eftir svona 20 ár. Sígandi lukka er best.
mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið í boltann?

Er hugsanlegt að ríkið sé að fara að eignast vonlaust knattspyrnufélag ? Auðvitað mun ég borga skuldir Björgólfs, það er að komast upp í vana og fastur liður í heimilisbókhaldinu.
mbl.is Hansa fær greiðslustöðvun til 8. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýlenduvöruverslun Geraldar

Jón Gerald hyggst stofna verslun á Íslandi. Nú er það þannig með mig að ég kaupi þar sem hagkvæmast er að versla og gildir þá einu þótt sjálfur kölski eigi verslunina. Nú ef þetta verður alvöru verslun er ekki ólíklegt að maður kíki við. En ef tilgangurinn hjá Jóni með versluninni, er einhver persónuleg vendetta gegn Jóhannesi í Bónus, erkióvininum, nenni ég ekki að vera með. Þeir verða bara að gera upp sín mál í einhverju húsasundi.
mbl.is Jón Gerald kynnir Smart Kaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei nei tómt bull

Enga vitleysu. Hvalkjöt er ekkert að lækka í verði. Japanir kunna bara ekkert að reikna. Svona áfram með smjörið, veiða meira. Við skulum troða ofan í þá ketinu með góðu eða illu.
mbl.is Hvalkjötsverð lækkar í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur okkur ekki við

Þetta kemur Íslendingum að sjálfsögðu ekkert við. Ísland er ekki hluti af jörðinni. Sækjum endilega um meiri mengunarkvóta.
mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall draugur vaknar

stjornsi-helgim_810246.jpgHelgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins er að vara Þórólf Matthíasson prófessor við því að tjá sig um "óþægileg mál". Þetta sagði Helgi: ....að hann voni að hér eftir hugsi Þórólfur og aðrir sérfræðingar sig vel um áður en þeir tjá sig um viðkvæm mál við fjölmiðla. Helgi þessi skal ekki dirfast að vera að hóta einum eða neinum neitt. Það eru breyttir tímar og svona lummur eins og hann eru draugar úr forneskju, sem enginn óttast eða tekur mark á.
mbl.is „Andrúmsloft þöggunar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð landkynning í bígerð

skandal.jpgí DV er greint frá því að Breska kvikmyndafyrirtækið Dragonfly Productions undirbúi nú tökur á heimildamynd um efnahagshrunið á Íslandi. Þeir munu hefjast handa strax á mánudag. Myndin verður sýnd um allan heim. Samkvæmt upplýsingum frá kvikmyndafyrirtækinu kemur heimildarmyndin meðal annars til með að finna íslenska sökudólga hrunsins. Hróður landsins er hvort sem er enginn, og getur ekki versnað, svo ég hlakka til að sjá þessa mynd. Hins vegar held ég að Björgólfsfeðgum, Hreiðari, Sigurði, Ólafi, Bakkabræðrum og öllum hinum sé ekki skemmt. Sjá nánar

Er ekki hægt að fá lánaðan lygamæli?

Annað hvort er Tryggvi Þór að ljúga eða Geir Haarde. Það fer ekki milli mála. Sé ekki í fljótu bragði hvers vegna Tryggvi ætti að vera að skrökva þessu. Sé ekki ávinninginn. Er ekki einfaldast að fá lánaðan lygamæli frá FBI og fá þetta mál út úr heiminum í eitt skipti fyrir öll
mbl.is Geir mótmælir ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fengu þeir lán eða ekki?

Ég er ekki að skilja þetta: "Stærstu eigendur Straums Fjárfestingarbanka virðast hafa fengið há lán, alveg eins og eigendur annarra banka". Virðast hvað? Er ekki hægt að tala hreint út, fengu þeir lán, ef svo er, hverjir fengu lán og hvað fengu þeir mikið ? Nefndin hlýtur að vita þetta. Ég vil fá að vita þetta.
mbl.is Eigendur virðast hafa fengið há lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband