Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Besta land í heimi þrátt fyrir allt?
10.2.2009
Í vefútgáfu Forbes kemur fram að Ísland sé heilsusamlegasta land í heimi. Talin eru upp atriði eins og hrá og tilkomumikil náttúra, töfrandi arkitektúr og innkaup á heimsmælikvarða. Allt er þetta gott og blessað nema ég set stórt spurningamerki við s.k. "töfrandi arkitektúr".
En svo má líka spyrja sig hvort það er sérlega heilsusamlegt fyrir Íslendinga sjálfa, að búa hér um þessar mundir.
![]() |
Ísland heilsusamlegast í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dularfulla bréfið
10.2.2009
![]() |
Ekki stórmál, segir Jóhanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég skulda engum
10.2.2009
Sko, hvaða rugl er hér í gangi? Ég hef ekki tekið nein andskotans lán og ég hef ekki lánað neinum neitt. Þótt Björgúlfsfeðgar, Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Kaupþingsmenn og allir hinir fjárglæframennirnir 90 hafi verið í pókerspilinu, undir leiðsögn stjórnvalda síðasta áratuginn, var ég ekki við borðið.
Samt er verið að klifa á því við mig að ég sé skuldugur upp fyrir haus vegna spilamennsku þeirra. Ég endurtek: Ég skulda engum neitt og bréf upp á það. Niðurstaðan er einföld, ég borga ekkert. Kemur bara ekki til mála. Þannig hugsa ég núna, einfalt og jarðbundið. Þeir sem voru í pókerspilinu gera bara upp sín mál og láta mig í friði.
Æra hvers?
10.2.2009
Einn af seðlabankastjórunum, Eiríkur Guðnason, ætlar að sitja sem fastast þrátt fyrir vinsamleg tilmæli um að víkja til hliðar. Hann kvartar sáran um að "vegið hafi verið að æru sinni og starfsheiðri". Er það ekki einmitt þessi maður sem er að ræna æru íslensku þjóðarinnar og trúverðugleika með þrásetu sinni í bankanum.
Mér stendur fullkomlega á sama um einhverja ímyndaða aðför að æru þessa ofurlaunaða embættismanns. Hún er hégómi einn miðað við æru þjóðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir með miklar áhyggjur
9.2.2009
![]() |
Geir óttast um bankaráðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinn siðmenntaði bankastjóri
9.2.2009

Hvergi í hinum siðmenntaða heimi myndi nokkrum manni detta það í hug, að víkja Davíð Oddssyni úr embætti. Ég hef ekki verri heimildarmann fyrir þessu en seðlabankastjórann sjálfan. Sjálfur hefur hann staðið dyggan vörð um siðgæðið með því að leggja niður stofnanir eins og Þjóðhagsstofnun, sem honum líkaði ekki við, atast í öryrkjum, taka skáld á teppið, skamma biskup út af smásögu sem klerkur nokkur skrifaði sér til skemmtunar og birti í Morgunblaðinu og síðast en ekki síst reka bankastjórann Sverri Hermannsson með þessu kurteislega bréfi :
"ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr ...
Dorrit varaði við hruninu
9.2.2009
![]() |
Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framsókn i enn meiri hreinsun
9.2.2009
Á dauða mínum átti ég von en að ég skyldi fara að hrósa Framsóknarflokknum. Nú er það Valgerður Sverrisdóttir sem hefur tilkynnt að hún ætli ekki bjóða sig fram til alþingis í næstu kosningum. Svo virðist sem, að þessi flokkur sé sá eini, sem ætlar að mæta kröfum þjóðarinnar um algjöra endurnýjun. Flokkurinn á hrós skilið.
Hvað varðar aðra flokka er lítið að gerast í þessum efnum. Sömu andlitin birtast í fjölmiðlum brosandi út að eyrum með tilkynningar um áframhaldandi framboð. Þar má t.d. nefna Árna Johnsen og Árna Mathiesen, Sigurð Kára og Ástu Möller og nánast alla hina í Sjálfstæðisflokknum, sem af einhverjum ástæðum líta á á sig enn sem gilda fulltrúa hins nýja Íslands.
Í þessu máli mega hinir flokkarnir taka sér Framsókn til fyrirmyndar ef þeir ætla sér skapa einhvern trúverðugleika.
Er þessu kjötdrama ekki lokið?
8.2.2009
Davíð fer hvergi
8.2.2009
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að hann hafi aldrei hlaupið frá verki sem hann hafi tekið að sér og það muni hann ekki gera nú, segir í frétt á Mbl.is.
Það er nú einmitt vandamálið. Þjóðin hefur beðið hann einmitt um þetta, að hlaupa frá verki sem hann hefur tekið að sér.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |