Vantar fleiri píslarvotta

Í gær hafði hann áhyggjur. Í dag er Geir Haarde dapur. Ekki vegna 14.000 atvinnulausra eða ástandsins í landinu. Í gær voru það áhyggjur vegna hugsanlegra starfsloka innvígðra bankaráðsmanna á ofurlaunum, sem voru að buga hann. í Morgunblaðinu í dag kemur það fram, að Geir sé dapur yfir því að Jóhanna skildi ekki lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við þá Val og Magnús bankastjóra, sem sjálfir sögðu upp og meira að segja gegn vilja fjármálaráðherra.

Auðvitað er hann ekkert dapur yfir þessu, hann dapur vegna þess að þeir voru ekki reknir úr starfi. Þá hefði hann getað safnað tveimur til viðbótar í hóp píslarvotta flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nokkuð til í þessu hjá þér

Jón Snæbjörnsson, 11.2.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Hlédís

Þið segið nokkuð! - og Eiríkur, blessaður, búinn að tilkynna brottför ;)

Hlédís, 11.2.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband