Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Leiðinlegastur maður þingsins
7.12.2009
Höskuldur Þórhallsson hefur velt Birgi Ármannssyni úr sessi sem leiðinlegasti maður þingsins. Á hæla þeim koma Árni Johnsen, Bjarni Bendeikstsson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadótttir, Birgitta, Sigmundur Davíð, og Robert Marshall. En það er af nógu að taka. Spurning er: Eru ekki þingmennirnir allir leiðinlegastir allra. Jón Valur er ekki á þingi svo hann er undanskilinn.
![]() |
Átök innan Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þyrlur og torfbæir
7.12.2009
Dósmálaráðherra er ósáttur við fækkun á þyrlum hjá Gæslunni. Það er vel skiljanlegt enda um líf og öryggi að ræða. "Heilbrigðisráðherrann", Álfheiður Ingadóttir hefur hins vegar ekki lýst sambærilegum áhyggjum vegna stórfellds niðurskurðar á LSH. Síðast þegar hún tjáði sig opinberlega var það vegna verndunar torfbæja. Heilbrigiðiskerfið hefur engan ráðherra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IceSafe og Bjöggarnir
5.12.2009
Hvernig í ósköpunum stendur á því í þessari Icesave-umræðu að ekkert er minnst á stærstu glæpamennina, Björgólfsfeðga og bankastjórana Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Þeir eru hvergi nefndir til sögunnar. Þessa glæpamenn á taka föstum tökum. Frysta allt sem þeir eiga og ganga fram af fádæma ruddamennsku gegn þeim. Af umræðum að dæma mætti halda að Steingrímur J. hafi stofnað til þessa mafíureikings. Þessir kónar eiga að borga allt upp í topp eða að fara í gapastokkinn á Austurvelli, nema hvort tveggja sé.
Skinkubréfsdráttur
4.12.2009
Það er munur á þjófum og þjófum. Þegar stóra skinkubréfsmálið kom upp á Selfossi fyrir nokkru var það kallað þjófnaður og gerandinn þjófur. Þegar Armani bófarnir í bönkunum stunda margfallt stórfelldari iðju er að það kallað fjárdráttur samanber mál starfsmanns Landbankans sem "teymdi" til sín á annað hundrað milljón króna. Er ekki kominn tími á að samræma málfar og tala tæpitungulaust. Að taka eitthvað ófrjálsri hendi er þjófnaður og viðkomandi þjófur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Flati niðurskurðurinn
3.12.2009
Stjórnvöld nenna ekki að fara að vinna í forgangsröðun innan stjórnkerfisins. Flatur niðursksurður er þægilegastur. Um leið senda þau þjóðinni þau skilaboð að t.d. kokteilsendiráð út um allan heim séu jafn mikilvæg ef ekki mikilvægari en rekstur sjúkrahúsa. Hver er annars núverandi heilbrigðisráðherra ? Ég kannast ekki við neinn. Man bara eftir Ögmundi sem gugnaði á verkefninu á fyrsta eða öðrum degi.
![]() |
Legurúmum fækkað á Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta eru nú einu sinni Bandaríkin
2.12.2009
Þar er maður handjárnaður og stungið inn fyrir að hnerra á almanna færi. Að láta sér detta í hug, að maður komist upp með að fara inn í landið ólöglega, og þar að auki að stynga lögguna af, án þess að löggæslan þar í landi geri ekki eitthvað í málinu, ber vott um dæmalaust dómgreindarleysi eða bara heimsku. Nenni bara ekki að fara í vorkunnarkast.
![]() |
Íslensk kona enn í haldi í Plattsburgh |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)