Leiðinlegastur maður þingsins

Höskuldur Þórhallsson hefur velt Birgi Ármannssyni úr sessi sem leiðinlegasti maður þingsins. Á hæla þeim koma Árni Johnsen, Bjarni Bendeikstsson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadótttir, Birgitta, Sigmundur Davíð, og Robert Marshall. En það er af nógu að taka. Spurning er: Eru ekki þingmennirnir allir leiðinlegastir allra. Jón Valur er ekki á þingi svo hann er undanskilinn.
mbl.is Átök innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Höskuldur Noregsfari er eiginlega svo stupid að maður telur hann varla með..

hilmar jónsson, 7.12.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er það sem mér finnst líka og spurning hvort hann verðskuldi að vera á listanum af þeim sökum

Finnur Bárðarson, 7.12.2009 kl. 20:53

3 identicon

NEI ! Birgir Ámannson og Illugi Gunnarsson eru HÖRMULEGA leiðinlegir og falskir , tækifærissinnar .Burt með þá , þá verð ég aftur óháður SJÁLFSTÆÐISMAÐUR .Sjálfstæð er ég , en svona tittir ......

Þessir gaurar ,vilja bara að fá heitan stól .Engar hugsjónir ,hafa þeir .

Kristín (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:54

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Kristínu

Finnur Bárðarson, 7.12.2009 kl. 20:55

5 Smámynd: Björn Birgisson

 "Jón Valur er ekki á þingi svo hann er undanskilinn."

Hm ................ , en gleymum ekki einu. Jón Valur er iðnari en öll stjórnarandstaðan til samans og hann fer ákaflega vel með íslenska tungu. Hann er skoðanafastur og fylginn sér. Langt um betra að eiga slíkan mann að andstæðingi, en þessa andskotans bullukolla íhalds og Framsóknar á Alþingi. Var það ekki þetta Höskuldargrey sem sagði við einhverja umræðuna, að þetta mál þyrfti virkilega að taka vettlingatökum?

Björn Birgisson, 7.12.2009 kl. 20:56

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Spurning hvort ekki sé grundvöllur fyrir daglegum mælingum á "leiðindavísitölunni" og gefa hana út, með verðbólgumælingum og öðrum sambærilegum.

Þannig gætu þessir leiðinlegu sem þú nefnir, brugðið til varnar, með því að taka skortstöðu í skemmtilegu fólki.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.12.2009 kl. 20:57

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki er ég alveg sammála með leiðinlegu þingmennina. Mér finnst Álfheiður Ingadóttir áheyrileg og Atli Gíslason sömuleiðis. Það er svo allt annað mál hvort ég er sammála þeim. Tvíeyki Framsóknar sem fór til Noregs eru beinlínis til vandræða, en mér finnst Guðmundur Steingrímsson koma sterkur inn fyrir hönd þess flokks sem heiðarlegur maður, enda stutt síðan hann var í Samfylkingunni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2009 kl. 21:02

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mogginn er víst að reyna að koma óorði á Samfylkinguna með því að lepja upp þvaðrið í Höskuldi. Stundum er hann (HÞ) svo "gáfulegur" í orðavali að jafnvel hann gæti misskilið hvað við er átt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2009 kl. 21:06

9 identicon

Heill og sæll; Finnur - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Finnur ! Nánast; þau öll 63 (utan Ögmundar), hver á þingi sitja, eru skemmdarverka fólk - hvert; gengur erinda frjálshyggju, og nýlenduvelda þjónkunar (ESB), svo þú athugir, kæri spjallvinur - já; og kattavinur, aldrei; mun ég gleyma - þeim höfuðkosti þínum, Finnur minn.

Jón Valur Jensson; á í mér sterka taug, þá hann kom mér - óhörðnuðum unglingi til liðs, þá gárungarnir, í Hraðfrystistöð Gerðabátanna hf (hvar; við störfuðum báðir, sumarið 1972), suður í Garði, höfðu fyrir reglulega skemmtan, að skopast að mér, nýfermdum, hvar; ég stakk örlítið í stúf, við annað samferðafólk mitt, á þeim árum, og sneri Jón Valur umræðunni yfirleitt til þess vegar, að allir komust, með fullri sæmd, frá margri orra hríðinni, í skeytasendingum orðgnóttar, margvíslegrar.

Síðan þá; hefir mér þókt vænt um Jón Val - burt séð frá því; að ekki erum við sammála, í mörgum mála, svo sem, en, vandfundnari er, jafn heilsteyptur maður, í viðkynningu allri.

Þann 8. Júní; síðast liðinn, hittumst við, skömmu áður en til mótmæla stöðu okkar, auk fjölmargra annarra, þann dag, á Austurvelli Reykvízk um, og urðu fagnaðarfundir miklir, enda,..... við ekki hist, í tæp 37 ár, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:49

10 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Er þetta einhver skemmtilegKeppni, lúðarnir úr Samspillingunni sjást ekki einu sinni á Alþingi !

Axel Pétur Axelsson, 7.12.2009 kl. 22:08

11 Smámynd: Kama Sutra

Bakkabræðurnir Höskuldur og Sigmundur Davíð, ásamt Birgi Ármannssyni hafa leiðindavinninginn hjá mér.

Jú Björn, það var Höskuldur sem sagði eitthvað á þá leið hrunhaustið 2008 - að nú yrðu þingmenn að fara að láta hendur standa fram úr ermum og taka hlutina föstum vettlingatökum.

Kama Sutra, 7.12.2009 kl. 22:40

12 Smámynd: Brattur

Ég hélt það væri ekki hægt að toppa Birgi... en það eru margir komnir upp að hlið hans og eru alveg að fara framúr... athyglisvert að það eru 2 brekkusöngvarar í upptalningunni hjá þér Finnur... ætli Birgir kunni að syngja ?

Brattur, 7.12.2009 kl. 23:13

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kama þetta er vinnigstríóið. Baldur: Ekki leyfa honum að syngja !!!!

Finnur Bárðarson, 7.12.2009 kl. 23:16

14 Smámynd: Offari

Þú hefur nú alltaf haft lúmskt gaman af Birgi Ármans.

Offari, 7.12.2009 kl. 23:21

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég spurði Höskuld á framboðsfundi hvort það væri erfitt að reka hann í lest, þá svaraði hann því til að sennilega hefði ég rétt fyrir mér hann færi sínar eigin leiðir, að vissu leiti eru menn eins og Höskuldur þarfir á þinginu. Kveðja úr jökulheimum.

Sigurður Haraldsson, 7.12.2009 kl. 23:50

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Offari rétthjá þér. Stórleikarar eru mitt efirlæti. Sigurður: Villu ráfandi sauðir eru alls staðar :)

Finnur Bárðarson, 8.12.2009 kl. 00:04

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég get nú ekki annað en hlegið að þessari færslu. Ætli það sé ekki svo að sérhver Íslendingur hafi sinn eftirlætis leiðindapúka á Alþingi. Mér fannst Höskuldur myljandi flottur með vettlingatökin og er honum enn þá þakklátur fyrir langan og græskulausan hlátur. Ég held að ég velji Ástu Ragnheiði og Atla Gíslason. Það er nú kannski ekki beinlínis hlutverk þingmanna að vera skemmtilegir, en það er alltaf upplífgandi þegar þeir eru mælskir, en mér finnst enginn á þessu þingi vera virkilega, skemmtilega mælskur. Össur var oft góður í gamla daga en sú tíð er úti.

Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 01:09

18 Smámynd: Eygló

Finnur, ég hélt, þegar ég sá bara útdráttinn úr færslunni þinni að djókurinn væri að þú ætlaðir að birta 63 manna lista. Mér fannst ég allavega fyndin að detta það í hug, hjé, hjé, hjé...

Annars er furðulegur andlegur samhugur athugasemjenda hérna. Og ég er ekki undanskilin. Stundum langar mann að hrista fólki til... a.m.k. sjónvarpið!

VÍSITALAN: 
"Þannig gætu þessir leiðinlegu sem þú nefnir, brugðið til varnar" Fullkomlega sammála - frábær hugmynd. Líka góð uppbót fyrir þá sem aldrei ná neitt upp... að komast ofarlega á blað vegna annars.

JVJ undanskilinn? Sem sagt skemmtilegur af því að hann er ekki þingmaður? Eða bara leiðinlegur, yfir höfuð?

Eygló, 8.12.2009 kl. 04:19

19 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er allt leiðinlegt lið á launum hjá mér / verst að geta ekki losað sig við þetta en to tre en það er ekki svo auðvelt

Jón Snæbjörnsson, 8.12.2009 kl. 08:55

20 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er alltaf kostur að fólk sé skemmtilegt en ef þið ætlið að dæma alþingismenn eftir skemmtanagildi þeirra þá held ég að þið hafið misskilið hlutverk Alþingis. Andstætt því sem margir hafa haldið fram þá er Alþingi ekki og á ekki að vera leikhús.

Annars hafa ýmis fyndin skot flogið á þessum þræði. Ég held, að örðum ólöstuðum, að þá eigi Hólmfríður bezta skotið: "...mér finnst Guðmundur Steingrímsson koma sterkur inn fyrir hönd þess flokks sem heiðarlegur maður, enda stutt síðan hann var í Samfylkingunni." HAH, þessi var góður, Hólfríður, tekur þú nokkuð að þér uppistand?

Emil Örn Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 12:01

21 Smámynd: Eygló

Ágæti Emil, er ekki of seint að stýra Alþingi frá leikhústilburðunum? Sé svo, er þá ekki skárra að hafa það skemmtilegt leikhús en leiðinlegt? : )

Eygló, 8.12.2009 kl. 18:17

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er nú sammála Emil, en svo er á hitt að líta að margir menn hafa þannig talanda og framkomu að maður kemst ósjálfrátt í gott skap þegar maður sér þá og heyrir. Þetta eru ekki endilega fyndnir menn, þeir hafa bara eitthvað við sig sem gleður mann. Svo er auðvitað misjafnt hverjir gleðja. Margir höfðu gaman af Guðna Ágústssyni en ég sá aldrei annað en fæðingarhálfvitann í honum.

Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 18:21

23 Smámynd: hilmar  jónsson

Mikið get ég tekið undir ummæli Baldurs um Guðna kálf..

Mér eru algerlega hulin skemmtilegheitin hans. Hlægilegur, en ekki fyndinn..

hilmar jónsson, 8.12.2009 kl. 19:14

24 Smámynd: Eygló

Ingjaldhólsfíflið:  Örviti, vanskapaður, ljótur og hávaðasamur. Samt missti fólk vessa við að horfa á hann!

Eygló, 8.12.2009 kl. 19:46

25 Smámynd: Björn Birgisson

Þar sem saman koma tvær eldspýtur, þar er skógur. Guðni getur vel verið skemmtilegur. Gaman að lesa margt hér, en aðgát skal höfð í nærveru lítilsigldra sálna.

Björn Birgisson, 8.12.2009 kl. 19:52

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú alveg nýtt í þínu lífi, Grindvíkingur, ef þú ert farinn að sýna aðgát. Varstu að lesa Einar Ben?

Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 23:12

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú ligg ég illa í því. Hver er þetta hroðalega Ingjaldshólsfífl?

Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 23:13

28 Smámynd: Offari

Leiðinlegasti þingmaður allra tíma var Finnur Ingólfsson.

Offari, 8.12.2009 kl. 23:16

29 identicon

    Það er brot á friðhelgi heimilisins að þurfa hlýða á Birgir Ármannson í pontu Alþingis.  

   Höskuldur er bara litill tittur, og grípur hvert tækifæri er gefst til vekja athygli á sér, en sýnu verst er hversu grunnur óvandaður málflutingur hans er.   Það hefur vakið undrun mína hversu óheppinn Framsókarflokkurinn hefur verið í vali sínu á Þingmönnum, og beinlínis dapurlegt að sjá Gunnar Braga og Sigurðu Inga, láta siga sér í ræðupúltið sí og æ án þess að hafa akkurt ekkert til málanna að leggja.   Brynndís talar á alþingi eins og hún sé með doktors´gráðu í alþjóðlegum langarétt, en hún er nú víst einungis með punagpróf í lögum frá Bifröst, svo henni er vorkunn, að vita ekki sín takmörk.  Sigmundur veit allt manna best, reyndastur og hæfastur í öllu að hans dómi.   Illugi 9 talar eins og hann hafi aldrei misst sveindóminn, og Guðlaugur Þór fengið stóra styrki í profkjöri né til flokksins.  

   Minn maður á þingi er Björn Valur er hvatt forseta þingsins til að hefja þingfundina kl. 8 svo dagurinn nýttist betur hjá málþófsliðinu.

Hallur (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 23:30

30 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég var ekki að lesa Einar Ben. Aðgát, virðing fyrir vitleysingjum, virðing fyrir öllu sem lifir, þar fer ég. Hef verið að lesa Þráinn Bertelsson mér til ánægju.

Björn Birgisson, 8.12.2009 kl. 23:33

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég myndi nú alls ekki tilnefna Þráinn sem leiðinlegasta mann þingsins, enda er harður slagur um þann virðulega titil, en hann er með allra leiðinlegustu rithöfundum sem ég hef nokkurn tíma vitað. Skástur var hann í útvarpinu fyrir svo sem 20 árum, sá miðill hentaði honum vel. Ég er samt hissa að enginn skuli nefna viðundrið Jón Bjarnason, það er nú ljóta mélkisan. Hann er eiginlega leiðinlegri en allt sem leiðinlegt er. Flestir hinna verða stórskemmtilegir ef hann er í nánd, þó ekki Þórunn Sveinbjarnardóttir. Það er sterkur hjónasvipur með henni og Jóni.

Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 23:49

32 identicon

Er ekki bara komin tími á að breita þínghúsinu í skemtistað.

samas (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 00:01

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Með þessum skemmtikröftum?

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 00:06

34 Smámynd: hilmar  jónsson

Bók Þráinns: Dauðanns óvissu tími kemur eflaust illa við kauninn hjá Sjöllum, enda afskaplega skilmerkilega gert þar grein fyrir því siðleysi og þeim andlega fúa sem einkennt hefur flokkinn bláa. Æðsti strumpurinn sjálfur DO fær þar athyglisverða úttekt, og ekki síður Björn Bjarnason.

Björn .B , já nota bene talandi um leiðinlegustu þingmenn fyrr og síðar..

Hvað er þetta annars með þessa slefandi tilbeiðslu ykkar sjalla gagnvart DO.

Hvar nær hann þessu skilyrðislausa loyalíteti ykkar ?

Það væri fróðlegt rannsóknarefni, svona út frá mannfræði og geðfræðiteóríum..

hilmar jónsson, 9.12.2009 kl. 00:20

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað siðleysi og andlegan fúa áhrærir þá þarf Þráinn ekki að fara út úr eigin húsi til að finna efnivið. Það hefur nú ekki gleymst hvernig hann varð sér úti um listamannalaunin, og einnig vita menn að hann situr á þingi á tvöföldum launum. Þar ertu með alvöru siðleysi og alvöru andlegan fúa.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 00:48

36 identicon

Tryggvi Herberts !! varla finnst ólaglegri maður.

magga (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 13:36

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ þetta kvenfólk, alltaf skal það dæma okkur karlmenn eftir útlitinu.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 13:50

38 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svo mikið er víst að þeir sem hér hafa skrifað athugasemdir verða seint taldir leiðinlegir. Skemmti mér konunglega við lesturinn með tilheyrandi hlátursrokum. Treysti mér ekki sjálfur í að kommenta :)

Finnur Bárðarson, 9.12.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband