Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Kreppan leiðrétt hjá Arion
30.11.2009
Á DV er greint frá launhækkunum starfsfólks bankans. Ekki fæst upp gefið hversu miklar launahækkanir er um að ræða en Berghildur Erla Bernharðsdóttir, talsmaður bankans staðfestir að launahækkanir hafi átt sér stað hjá bankanum undanfarið. Hún kallar hækkanirnar launaleiðréttingu . Hvað er í gangi hér ? Eru þetta bónusgreiðslur fyrir að leggja bankann í rúst ? Er verið að endurræsa spilavítið á ný ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég er enn tortrygginn
28.11.2009
Þetta eru vissulega skemmtileg tíðindi en tortryggni minni gagnvart þessum flokki verður ekki eytt, fyrr en ég sé skriflega staðfestingu á því, að Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson eru ekki með gíruga puttana í öllu bak við tjöldin.
![]() |
Einar sigraði Óskar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisrekið drápsæði
27.11.2009
Þeir hreykja sér víkingarnir í Skagafirði fyrir að murka lífið úr refum sem fluttu hingað löngu fyriri landnám. Afríka getur þakkað sínu sæla fyrir, að Íslendingar hafa ekki sest þar að svo einhverju nemi. Svei ykkur.
![]() |
Veiddu samtals 390 refi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er þessi Þjóðarhagur ?
27.11.2009
Ef Franklín og félagar vilja endilega kaupa Baug og fara út í verslunarrekstur hvers vegna opna þeir ekki bara nýja verslun og veita Baugsfeðgum verðuga samkeppni? Franklín sagði fyrst og fremst bera hag neytenda fyrir brjósti. Hverjir eru þessir huldumenn að baki Franklín. Snýst þetta bara um Baugsfeðga sem persónur? Þjóðarhagur er huldufélag þar sem ekkert gengnsæi er fyrir hendi. Hér er eitthvað sem ekki stemmir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er verið að biðja um samúð ?
27.11.2009
Ekki ræða það, get ekki kreist fram eitt tár. Þegar þúsundir hafa misst vinnu, meirihluti launamanna eru að lækka í launum. Margir hafa misst allt sitt. Það eru engar hetjur á hafi, engar hetjur í landi. Bara fólk sem vinnur vinnuna sína eða er atvinnulaust.
![]() |
Hvetja sjómenn til að sigla í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú fara málaliðarnir á kreik
26.11.2009
Þess má vænta að Mogunblaðið verði uppfullt af skrifum málaliða, sem vilja verja húsbændur sína meðal útrásarvíkinganna, þegar þeir lesa þessar óþægilegu staðreyndir, sem Gunnars Andersen nefnir, varðandi stórfelld lögbrot í aðdraganda hrunsins. Gætu ekki orð hans stórskaðað rannsókn og málferli sem framundan eru ?? Hver man ekki eftir skrifum Brynjars Níelssonar lögfræðings vegna Evu Joly á sínum tíma.
![]() |
Hagvöxturinn fenginn að láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gerið hann berstrípaðan
26.11.2009
Vona að bankinn láti ekki staðar numið hér. Takið allt af þessum myrkarhöfðingja, þyrlur, flugvélar, hús, sumarhús, kvóta og seljið hæstbjóaðanda. Skiljið hana eftir á nærbrókunum einum saman. Þá getum við loks farið að tala um einhverja sanngirni.
![]() |
Toyota á Íslandi sett í sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þeir geta andað léttar
25.11.2009
Samkvæmt gildandi lögum um ráðherraábyrgð fyrnast öll brot sem ráðherrar ríkisstjórnar kunna að hafa orðið valdir að í síðasta lagi þremur árum eftir að brotin voru framin. Öll vanræksla íslenskra ráðherra fyrir árið 2007 er fyrnd í dag. Þeir geta því andað léttar, hvítþvegnir, og sýnt þjóðinni fingurinn um leið.
Nú er nóg komið !!
23.11.2009
Sjúklingar og starfsfólk í stórhættu vegna ofdekraðra drukkinna dólga og fýkla. Fangelsi, háar sektir og þar að auki full greiðsla fyrir aðhlynningu ættu að vera sjálfsögð viðbrögð.
![]() |
Slagsmál á bráðamóttökunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rekin fyrir hvað ?
22.11.2009
Nú þetta var einmitt það sem bankinn sérhæfði sig í gegnum tíðina.
![]() |
Fjárdráttur hjá Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |