Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Við erum rolur
19.10.2009
Svo það er best að afhenda þá erlendum stjórnvöldum sem kunna að taka á svona málum með viðeigandi fruntaskap og án silkihanska. Gerið þið svo vel.
![]() |
Auknar líkur á breskri rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki eftir neinu að bíða
17.10.2009
Frysting eigna, handjárn og fangelsi. En að sjálfsögðu þurfum við að hlýða á ámátlegt jarm lögfræðingahjarðarinnar undir stjórn Brynjars Níelssonar fyrst, og mér segir svo hugur að það getið orðið langdregið jarm.
![]() |
Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mbl að geispa golunni
14.10.2009
Ekki hef ég hugmynd um hvernig á reka dagblað eða vefmiðil. En mér segir svo hugur, að ritstjóri og útgefandi. þurfi a.m.k. að hafa brennandi áhuga, kraft, dirfsku og víðsýni og ekki síst áhuga á að gefa út blað. Það kann vart góðri lukku að stýra að ráða háaldraðan, geðstirðan og umfram allt reynslulausan ritstjóra í verkið. Ekki bætir úr skák ef útgefandinn á við sama reynsluleysi að glíma. Það mætti ætla að viðkomandi hafi alls engan áhuga á að gefa út dagblað. Nægilegt virðist vera að halda úti einhverju fyrirbrigði, sem kallast Morgunblaðið, nánast sem einhverju tákni um löngu liðna tíma. Svo er hægt að hrópa á fimmta glasi: "Blað allra landsmann". En hljómurinn er holur og ótrúverðugur og fáir nenna nú orðið að taka undir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Það vantar bara formlegt bréf
13.10.2009
Þetta er ekkert mál. Bara að senda smá bréf auðvitað formlegt og á lýtalausri norsku og Þá er þetta allt komið í höfn. Merkilegt að engum skuli hafa dottið þetta í hug fyrr.
![]() |
Fullviss að Norðmenn vilji lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver ber ábyrgð á tærri snilld ?
12.10.2009

![]() |
Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjir eru á móti
12.10.2009
Það eru svo sem ekki undur og stórmerki að 70 % Íslendinga séu hlynntir erlendri fjárfestingu. En þessi 30% sem vilja það ekki ? Er það liðið með útlendingafælnina ? Samtök Bjarts í Sumarhúsum ?
![]() |
70% vilja erlenda fjárfestingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja strákar
11.10.2009
Sigmundur og Höskuldur. Farið nú í felur og hleypið einhverjum í flokknum, sem er réttu ráði að t.d. hana Siv.
![]() |
Birtir bréf Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allsherjar úthreinsun
11.10.2009
Það er kominn tími til að fara að skoða og hreinsa til í þessum svo kölluðu skilanefndum. Einstaklingur með stöðu grunaðs starfar í einni slíkri. Eru þessar nefndir orðnar ríki í ríkinu, ósnertanlegar ?
![]() |
Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Besti ráðgjafinn
10.10.2009
Sigmundur Davíð velur ekki asðstoðarmenn ef verra taginu. Nánir viðskiptafélagar Björgólfs Thors voru til halds og traust í Bjarmalandsför þeirra félaga Davíðs og Höskuldar til Noregs. Nú fer ég að skilja hvers vegna Sigmundi liggur lífið á að komast í stjórn. Nú til að skjóta skjólshúsi yfir mesta fjárglæpamann Íslandssögunnar og sópa yfir slóð Framsóknarmanna í hruninu.
Umvafinn hlýju
10.10.2009
Mér er bara skítsama um þennan hlýhug. En reyndu að fara að ákveða þig maður. Þú ert búinn að hoppa í lífbátinn fyrstur manna áður. Annars máttu bara vera heima hjá þér og láta okkur hin í friði.
![]() |
Þykir vænt um stuðninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |