Örugglega ekki sá eini

Það er full þörf á því, að skoða stjórnsýsluna, embættismenn og stjórnmálamenn með smásjá. Ef einhver minnsti grunur er á misferli þá á hrinda þeim til hliðar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi komist yfir skinkubréf á grunsamlegan hátt eða sé innblandaður í fjármálasukk. Átti ekki að "velta við hverjum steini" eins og Björgvin G. Sigurðsson sagði á sínum tíma ? Enn sem komið hef ég bara séð hreyft við nokkrum sandkornum. Ég vil sjá öfluga jarðýtu, sem skilur eftir sig auða jörð.
mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta leikrit er sett upp með Baldur sem fórnarlamb, sem af gæsku sinni fórnar sér fyrir heildina.  

Ég er þess fullviss, að sá sem var blekktur til að kaupa hlutabréfin lítur Baldur ekki þeim augum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: corvus corax

Af hverju er Birna Einarsdóttir enn við bankastjórn? Af hverju kemst WorldClass upp með að skilja skuldirnar eftir í gamla fyrirtækinu og halda burt með eignirnar á nýrri kennitölu? Get ég fengið nýja kennitölu fyrir bílinn minn en skilið bankaskuldirnar mínar eftir á gömlu kennitölunni?

Hvar í fjandanum er fjármálaráðherrann Steingrímur J. sem lofaði að tekið yrði á spillingunni?

corvus corax, 23.10.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mig grunar það líka Axel. Corvus, það átti að velta við hverri einustu steinvölu. En síðan uppgötvuðu þeir að þeir lágu sjálfur undir völunni. Og það sem þú nefnir til viðbótar veldur uppsölum.

Finnur Bárðarson, 23.10.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

aldrei þessu vant er ég svo gjörsamlega sammála ykkur

Jón Snæbjörnsson, 23.10.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kóm on Jón, þú ert nú oft sammála :)

Finnur Bárðarson, 23.10.2009 kl. 14:51

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eins og þið Finnur minn þá vil ég ná fram réttlætinu - eitt er öruggt að þessi "maður" fær fín eftirlaun - réttast að svifta hann þeim

Jón Snæbjörnsson, 23.10.2009 kl. 14:59

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er einmitt það Jón. Stjórnmálaskoðanir skipta mig engu þegar menn hafa réttlæti og heiðarleika að leiðarljósi.

Finnur Bárðarson, 23.10.2009 kl. 15:26

8 Smámynd: Offari

Líklega fá skinkubréfaþjófarnir þyngri dóm en arðræningjarnir.

Offari, 23.10.2009 kl. 15:52

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

svei mér þá ef skinkubréfshnupl sé ekki talið skuggalegasta afbrotið af öllum.

Finnur Bárðarson, 23.10.2009 kl. 15:58

10 identicon

Sæll Finnur.

Örugglega ekki sá eini.......bara ef að við notum líkindafræðina !

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband