Þjarmað að Guðföðurnum

finnu.jpgÞað fer brátt að grynnka í gullkistu sjálfs Guðföðurs Framsóknarflokksins, Finns Ingólfssonar. Eitthvað húmbúkksfyrirtæki, Langflug, í eigu hans verður innan tíðar tekið af honum og fært til Landsbankans. Það er þó góð byrjun.
mbl.is Bréfin tekin af Nausti og Mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Held að Finnur finni brátt að ekki á sá alltaf fé sem finnur.

Að mínu áliti er Finnur eitthvert gleggsta dæmi um ómerkilegheit og óþverraskap, sem finnast á byggðu bóli. Svo vildu sumir dubba þetta afbrigði af skít upp í formann Framsóknarflokksins. Þar hefði að vísu skel hæft kjafti.

Ekki hugnast mér þó, sem allt stefnir í, að fyrirtæki landsins lendi hvert af öðru í ríkiseign. Það þarf að vinna að því hörðum og hröðum höndum að koma því sem undir ríkið rennur aftur í einkarekstur.

Við höfum vítin svo við vitum hvað ber að varast.

En það er alveg klárt mál að hvernig sem allt veltist þá næst aldrei þjóðarsátt um uppgjörið ef engir verða látnir axla ábyrgð á því sem gerðist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.5.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er örugglega rétt hjá þér Axel að koma þarf fyrirtækjunum sem fyrst í hendur einstaklinga. Gallinn er sá að nú hefur enginn peninga lengur til að reka fyrirtæki, hvað þá kaupa þau. Hafa bankarnir fjármagn til að lána athafnamönnum? Við erum í sjálfheldu.

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki var gleði mín vegna þess að þetta fer til ríkisins, ég var fagna óförum Finns. En rétt hjá ykkur ef kostur er, á að koma þessu í hendur heiðarlegra gamaldags einstaklinga, sem kunna að reka fyrirtæki. Þeir hljóta að vera til. En eins og Baldur segir, sjálfhelda.

Finnur Bárðarson, 18.5.2009 kl. 13:47

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fyrsta setningin Axel er líka fjandi góð :)

Finnur Bárðarson, 18.5.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála. Axel er þungaviktari.

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 13:54

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég skrifaði einu sinni þingmanni Framsóknarflokksins, hvort ekki mætti reka Finn (og Ólaf) úr flokknum til að flokkurinn gæti hreinsað sig af óværunni. Hún sagði að það væri andstætt lögum. Merkilegt svar.

Finnur Bárðarson, 18.5.2009 kl. 14:34

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó ég sé hlynntur einkarekstri almennt þá eru ákveðnir þættir sem ekki hæfa einkarekstri að mínu mati, t.a.m. heilsugeirinn allur.

Til að einkavæðing nái tilgangi sínum og skili þeim árangri sem að er stefnt, þarf skynsemi að ráða för.

Einkavæðing undanfarinna ára var ekki rekin af skynsemi heldur pólitísku offorsi. Því fór sem fór.

Endurtökum það ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.5.2009 kl. 15:11

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gæti ekki verið meira sammála Axel.

Finnur Bárðarson, 18.5.2009 kl. 15:17

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel og Finnur, afsakið að ég skuli ryðjast inn í þetta partí ykkarm en stórt partur af heilsugeiranum er einkavæddur og hefur verið um langt, langt skeið. En maður heyrir oft þessa klisju. Menn hugsa bara ekki út í alla heimilislæknana, sérfræðingana á sínum stofum, meira að segja skurðstofum, nuddkonurnar, sjúkraþjálfarana, líkamsræktarstöðvarnar, you name it. Vill virkilega einhver sópa þessu öllu undir ríkisfaldinn?

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 21:49

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já og tannlæknarnir......

Baldur Hermannsson, 18.5.2009 kl. 21:49

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei þetta er gott fyrirkomulag eins og það er en hins vegar má ekki gleyma því Baldur, að þetta er ríkisrekinn einkarekstur, stofur út í bæ.

Finnur Bárðarson, 19.5.2009 kl. 12:53

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt, þetta er blandað hagkerfi. Ég segi nú bara eins og negrarnir í Suðurríkjunum: if it ain´t broke, don´t fix it.

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 13:37

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega, þetta er gott kerfi sm léttir álaginu af LSH. Hef alltaf verið sáttur við það. Nóg er nú að dunda sér við á LSH.

Finnur Bárðarson, 19.5.2009 kl. 14:16

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Baldur, er ástand tannheilsu barna á Íslandi í dag góð auglýsing um ágæti núverandi fyrirkomulags tannlækninga?

Er eðlilegt að halda uppi "einkareknu ríkiskerfi" sem greiðir athugasemdalaust fyrir aðgerðir, sem aðeins sá sem reikninginn gerir, hefur metið nauðsynlegar. Þekki nýleg dæmi um tilefnislausar aðgerðir, sem eru í "rannsókn."

Smá tannlækningasaga.

Við hjónin áttum í basli með tennur yngri dóttur okkar. Tennurnar skemmdust óeðlilega hratt og illa. Eftir skoðun, rannsókn og próf hjá skólatannlækni var úrskurðurinn sá að sýrubakflæði, frá maga, væri skaðvaldurinn.

Skólatannlæknirinn vísaði okkur á "sérfræðing" í barnatannlækningum í Reykjavík. Til hans var farið, hann mat stöðuna. 13 tennur skemmdar, flestar illa farnar. Ekki mætti dragast að gera við skemmdir. Hann hóf vinnuna. Gerði við 3 tennur í fyrstu umferð.

Þar sem við vorum utanað landi, var liðkað til og tími bókaður aftur daginn eftir. Reikningurinn rann létt í gegnum prentarann. Við hjónin fengum áfall þegar honum var rennt yfir til okkar, þótt honum væri fylgt eftir með samúðarfullu augnaráði klíníkdömunnar.

Reikningurinn hljóðaði upp á rúmar 76.000. krónur! Með kökk í hálsinum var reikningurinn greiddur. Við skoðun á verknúmerum og skýringum á bakhlið samningsins kom í ljós að auk beinna verklýsinga var rukkað fyrir "að beita barnið fortölum", "svæfingu", (ekki var til staðar svæfingalæknir eða okkur tilkynnt að slíks væri "þörf) o.s.f.v. Aðrir póstar voru í þessum stíl.

Við fórum með reikninginn í Tryggingarstofnun sem greiddi hann að fullu samkvæmt því sem þá var gert. En réttlætiskennd okkar hjóna var verulega misboðið og við fórum því með barnið til heimilis tannlæknis okkar, sem er í Reykjavík.

Hann tók barnið strax að sér og gerði á tveim dögum við þær 10 skemmdu tennur sem eftir voru og það án þess að beita þyrfti fortölum, svæfingu eða öðrum töfrabrögðum sérfræðingsins. 

Reikningurinn var prentaður og hann hljóðaði upp á rúmar 12.000. krónur!

Það þarf ekki að taka það fram að ekki var mætt í bókaða tímann hjá sérfræðingnum, ekki var haft fyrir afbókun.

Margt hefur breyst til hins verra í kerfinu frá því þetta var. Mig grunar að  "einkagræðgi" eins og til háttaði hjá þessum "sérfræðingi" hafi haft eitthvað með það að gera.

Baldur, the system is broke, let's fix it.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 15:08

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til að átta sig á veðlaginu þá var þetta 1992

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 15:11

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, öll okkar kerfi eru gróflega misnotuð í dag: örorkan, atvinnuleysisbætur, styrkir til einstæðra mæðra - og greiðslur af því tæi sem þú nefnir. Hvarvetna er svindlað á okkur. Blessaður lagaðu þetta meðan þú ert í stuði.

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 15:31

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er óþarfi að fara í fýlu þótt þú hafir verið skotinn niður Baldur. 

Væri ekki nær að þú hefðir samband við þína menn Baldur, sem öllu komu í óefni og læsir þeim pistilinn, í stað þess að benda á mig.

En ég hef fulla trú á að núverandi ríkisstjórn lagi málið þrátt fyrir að staðan sé þröng. Enda er það þjóðfélagslega hagkvæmt, þótt ekki sé það frjálshyggjuvænt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 16:11

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er ég í fýlu á þessum Drottins degi, liggjandi í sólbaði úti á mínum svölum, svolgrandi mitt ískalda Pepsí max og hlustandi á á Fogerty? Ónei drengur minn, hér er sko einn sem ekki fer í fýlu - nema þegar Arsenal tapar, þá fer hann vissulega í fýlu.

Það sem ég á við er þetta: nú eruð þið kommarnir við völd og þú virðist vera ungur, kraftmikill, aðsópsmikill maður, og nú er komið að þér og þínum vinum að taka til hendi. Það er þannig með öll kerfi að það þarf alltaf að dytta að þeim, ekkert síður en tönnunum í okkur.

Vertu svo ekkert að benda á mig. Við íhaldsfauskarnir fengum rauða spjaldið, við erum ekki inni á vellinum og enginn tekur mark á okkur lengur.

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 16:32

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Baldur, Fogerty er frábær, fór á tónleikana með honum. Ekkert toppar CCR, ekkert.  En fótbolta máttu eiga skuldlausan mín vegna.

Er það ekki týpískt að bendi einhver á veilur í hinni "fullkomnu og  gallalausu hugmyndafræði" frjálshyggjunnar er ekki annað til varna en kalla viðkomandi kommúnista.

Að hafa ekki annað til varna er stefnulegt gjaldþrot.

Baldur, ef það gerir mig að kommúnista að sjá að eitthvað mikið sé athugunarvert við hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þá tek ég glaður við þeirri nafnbót að kallast KOMMÚNISTI.

Það er víst liðin tíð að það sé mesta pólitíska skammaryrðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 16:52

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einfaldlega vegna þess að pólitísk skammaryrði virka ekki lengur. Það er ekki einu sinni skammaryrði nú orðið að heita framsóknarmaður.

Baldur Hermannsson, 19.5.2009 kl. 16:55

21 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér skítsama um þennan Arsenal, en "Fogerthy now we are talking" :)

Finnur Bárðarson, 19.5.2009 kl. 17:34

22 Smámynd: Finnur Bárðarson

Verð nú að vera sammála Axel um Hannes. Er orðið kommúnisti enn að finna í orðabók Blöndals ?

Finnur Bárðarson, 19.5.2009 kl. 17:36

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Baldur, sé pólitískum stefnum, Íslenskum, raðað neðanfrá og upp mun Framsókn sannarlega ekki verma botninn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 18:55

24 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já strákar Fogerty er góður, býr 15 mínútur frá mér!  Hann er í góðum gír og poppar alltaf öðru hvoru upp í útvarpi og á tónleikum. 

Að allt öðru af því verið er að tala um Framsókn, og þó að ekki sé hætt að draga flokka út fyrir sviga í allri þessari umræðu, þá er manni orðið mjöög brátt í brók að fá að heyra og sjá opinberar yfirheyrslur yfir nefndum Finn Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni.

Þjóðin á skilið að fá að heyra milliliðalaust skýringu þessara manna á hruninu og meintum þætti þeirra í því.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.5.2009 kl. 00:05

25 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vá 15 mínútur og alltaf í köflóttum skyrtum. Þetta er maður mér að skapi. :)

Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 16:51

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Með tommustokkinn í brjóstvasanum. Varstu eitthvað að fíla Huey Lewis? Ætlaði að fá smá Roy Orbison fíling áðan en diskurinn er sennilega úti í bíl. Sendi konuna eftir honum þegar hún kemur heim.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband