Er ég tryggður hjá glæpafyrirtæki?

sjova_848427.jpgTil langs tíma var Sjóvá rekið sem hefðbundið tryggingafyrirtæki. Síðan komust myrkrahöfðingjar útrásarinnar með græðgiskrumlurnar í félagið og breyttu því vogunarsjóð. Á sama tíma var ég grandalaus að að borga iðgjöldin samviskusamlega, í eitthvað sýndarfyrirtæki. Traust mitt á þessu s.k. tryggingafélagi er horfið. Ábendingar um tryggingafélög með hreinan skjöld, ef þau eru til, eru vel þegnar.
mbl.is Mál Milestone og Sjóvár til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Finnur ég get gefið þér ábendingu um tryggingafyrirtæki sem þú skalt forðast... Það er TM (Tryggingamiðstöðin) þeirra slagorð er :

"Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt"

Þegar á reynir þá er þetta ekki það sem gerist... ég er að spá í að fara í mál við þá vegna vörusvika því reynsla mín af þessu fyrirtæki er mjög slæm... slagorð TM ætti að vera:

Ef þú ert tryggður þá færðu það EKKI bætt.

Þá vissi maður að hverju maður gengi a.m.k.

Ég er sem sagt í stappi við þá með mál þar sem TM sýnist mikla óbilgirni, ekki einu sinni út af stórum fjárhæðum... mun örugglega blogga um TM fljótlega og vekja athygli á "tryggingasvikum" þeirra.

Forðastu TM !!!

Brattur, 16.5.2009 kl. 17:07

2 identicon

Við þurfum að reka á eftir Færeyska tryggingarfélaginu sem ætlar að koma hingað. Sveltum mafíuna, hættum að versla hjá þeim.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 17:14

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir aðvörunina Brattur, sleppi TM. En ég er eins og Viðar veikur fyrir Færeyingum. Það er hins vegar óþolandi að hafa það á tilfinningunni að landar manns séu sífellt að reyna að pretta mann. En svona er það víst.

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 17:18

4 Smámynd: Offari

Sjálur hef ég lent í tjóni og ekki fengið það bætt. Ég held að tryggingarfélögin hafi keypt sér undanskotsreglurnar.

Offari, 16.5.2009 kl. 17:23

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það virðist fremur regla en undtakning Offari að félögin greiði bara ekki. En þu vilja hrifs til sín svimandi há iðgjöldin til að bæta í sukksjóðina.

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 17:27

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Hef reyndar heyrt marga tala um glataða þjónustu hjá TM líkt Brattur er að aðvara við.

hilmar jónsson, 16.5.2009 kl. 18:37

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þá er bara að bíða eftir Færeyingum Hilmar. Þú segir nokkuð Óskar, hvar er þetta félag?

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 18:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það þurfti nú ekki útrásina til að gera tryggingarfélögin að glæpastofnunum, það hafa þau verið svo lengi sem ég man. Allir klækir eru notaðir til að komast hjá greiðslu.

Tjóna greiðslur eru dregnar sem kostur er, stórslasað fólk er nánast svelt til að samþykkja smánartilboð, sem eru langt fá því sem tryggt var. Fólk neyðist til að samþykkja tilboðin, því það sér ekki fram á að lifa af löng málaferli við tryggingarfélagið. Er hægt að leggjast lægra?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.5.2009 kl. 19:15

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Axel svona kraftmikil athugasemd: Held að ég þurfi ekkert að spá og spkekúlera mikið meira. Þetta er svona eins og þú segir, en ógeðsleg staðreynd.

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 19:32

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kanski maður taki bara þetta þrennt til öryggis Óskar, veit ekki hverning það kemur út en það getur varla orðið verra en það er.

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 19:44

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er einmitt þetta sem mér finnst líka, landinn kemur verst fram við "landann"

Jón Snæbjörnsson, 16.5.2009 kl. 20:12

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er að fá ofnæmi fyrir landanum Jón (en ekki þér)

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 20:57

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þakka þér fyrir það Finnur - minnir mig á að fyrir langa einhverju datt ég í það af landa Finnur (en það varst nú ekki þú)

Jón Snæbjörnsson, 16.5.2009 kl. 21:16

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he, Jón

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 22:12

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hilmar, takk fyrir aðvaranir, ég kann miklu betur við þig svona live en ekki græna blaðið :)

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 22:44

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk Finnur minn. Er annars tvístígandi með að hafa mynd af mér. Baldur gæti þekkt mig og........

Nei jók. lofa að byrja ekki aftur.. kv

hilmar jónsson, 16.5.2009 kl. 23:18

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

TM hefur eftirfarandi skilmála:

Kaskótrygging sér um að bæta skemmdir á eigin bifreið og aukahlutum komi til tjóns. Þú velur sjálfur eigin áhættu, getur verið hvaða upphæð sem er, og greiðir síðan aðeins þá fjárhæð ef til tjóns kemur.

"Skemmist ökutækið ...... greiðir félagið kostnað við að gera ökutækið, að svo miklu leyti sem unnt er, eins og það var fyrir tjónið"

.

Tengdadóttir mín keyrði aftan á bíl sem snögghemlaði.  TM greiðir aðeins fyrir skemmdir sjáanlegar utaná bílnum.  Bíllinn er ógangfær á eftir en við þurfum að SANNA að hann hafi ekki verið ógangfær áður en hún lenti í tjóninu.  Veit einhver um ógangfæran bíl sem klessir á ?  Bíllinn hitaði sig strax í kjölfar árekstursins og viðgerðarmaður sagði að 6 lítra af vatni hefði vantað á bílinn og hann teldi líklegt að vatnið hefði frussast inn á vélina eftir höggið.  Matsmaður veit ekki hvað er að bílnum en þeir halda þetta og telja hitt og neita einfaldlega að greiða.  Að mínu mati;  Tryggingasvik TM.

EF ÞÚ TRYGGIR HJÁ OKKUR - ÞÁ FÆRÐU ÞAÐ EKKI BÆTT.

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN.

Anna Einarsdóttir, 17.5.2009 kl. 10:34

18 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er það sem er að ske i dag - þó þú sért tryggður þá þarftu að sanna þetta og sanna hitt fyrir þeim sem þú tryggir hjá - óþolandi og ekki í samræmi við fyrri sambærilegar tjónabætur séu þær skoðaðar - hér máttu ekki gefast upp - þeir hafa peningana og þeir hafa tímann

Jón Snæbjörnsson, 17.5.2009 kl. 14:15

19 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir allar þessar fínu ábendingar. Það er sem sagt lítið að gera í stöðunni, eða á maður ekki bara að hætta að borga iðgjöldin

Finnur Bárðarson, 17.5.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband