Bloggari vill verða forseti

Það ætti að vera öllum ljóst að Ögmundur Jónasson er löngu hættur sem stjórnmálamaður. Hann hefur ekki stigið í pontu á þingi síðan sautjáhundruð og súrkál. Hann bloggar þó nokkuð í miklum umvöndurtón um flest sem aflaga hefur farið eins og bloggara sæmir.

Þegar hann birtist á skjánum talar hann af þvingaðri yfirvegun og tillir fingurgómunum settlega saman, sem er afbrigði af handahnoði Ólafs Ragnars, og færir höndina mjúklega til hægri og vinstri til að vera öllum til hæfis og innleiðir predikun sína með hinni þrautreyndu setningu: "Staðreyndin er að sjálfsögðu sú..." . Að vísu hefur hann ekki enn ávarpað heimsbyggðina um þá staðreynd að Ísland springi í tætlur innan tíðar. En það má bíða fram að næstu túristavertíð. Í mínum huga stefnir Ögmundur bara á eitt, Forsetaembættið. Hann hefur alla taktana og verkfælnina sem til þarf .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver kysi Ögmund, nema þá til að forða því að Gasloftur yrði kjörinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eða á maður að segja Eiturloftur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það væri trúlega eina ástæðan að ég veldi Ögmund. Er ekki Jón Valur líka að spá í þetta ?

Finnur Bárðarson, 13.7.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá myndi ég sennilega í fyrsta og eina skiptið segja "Guð hjálpi okkur"!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 17:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En það er ekkert að óttast, því er ekki sagt að "Guð sjái um sína"? Fyrirbrigðið JVJ getur ekki verið Guði þóknanlegt, ef hann er sá algóði og miskunnsami Guð, sem hann er sagður vera. "No way Hosey".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 17:14

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Upp í hugann koma orð eins og falsspámenn. Kanski er þeirra tími kominn.

Finnur Bárðarson, 13.7.2010 kl. 17:59

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki kominn tími á að leggja þetta umdeilda embætti niður ?

hilmar jónsson, 14.7.2010 kl. 00:49

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þið eruð eitthvað neikvæðir í kvöld, strákar. Ögmundur myndi sóma sér vel á Bessastöðum, vel máli farinn og reffilegur kommúnisti af gamla skólanum. Ég reikna með að kjósa hann.

Baldur Hermannsson, 14.7.2010 kl. 01:33

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Auðvitað á að leggja ambættið niður Hilmar

Finnur Bárðarson, 14.7.2010 kl. 11:59

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur: Þú ert þá sammála kenningu minni um framboð Ögmundur ? Ég er alveg pottþéttur á þessu þó ekki væri nema látbragðið og fasið sem ég lýsi hér að ofan.

Finnur Bárðarson, 14.7.2010 kl. 12:01

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta hljómar giska sennilega þegar þú lýsir þessu eins og þú gerir, en þú ert nú soddan áróðursmeistari að maður verður víst að vara sig á þér!

Baldur Hermannsson, 14.7.2010 kl. 12:15

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Lítill fugl hvílslaði að mér að Halldór Ásgrímsson og Össur Skarphéðinsson litu hýru auga til embættisins. Kæmi jafnvel til álita að þeir skiptu því á milli sín...

hilmar jónsson, 14.7.2010 kl. 13:54

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skiptu því milli sín..........nei, nú verð ég ekki eldri :)

Baldur Hermannsson, 14.7.2010 kl. 14:27

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Já viku og viku forseti til skiptis..

hilmar jónsson, 14.7.2010 kl. 14:51

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Verður Finnur Ingólfsson þá skilinn útundan ?

Finnur Bárðarson, 14.7.2010 kl. 15:33

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er nú orðin einskonar Martröð í Álmstræti. Og hvað á svo að verða um Dorrit, spyr ég nú bara?

Baldur Hermannsson, 14.7.2010 kl. 22:51

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Snilldar samlýking Baldur: Ætli hún skipti ekki um forseta, taki t.d. Hallldór.......

Finnur Bárðarson, 15.7.2010 kl. 11:59

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sú sem á völina á kvölina.......BWAHAHAHAHAHAHA

Baldur Hermannsson, 15.7.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband