Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Gefum þeim kjaftshögg

Veitum hrunaflokkum verðskuldaða ráðningu og kjósum Besta flokkinn.
mbl.is Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótti valdastéttarinnar

Valdastéttin hræðist almúgann mest af öllu. Hann er óútreiknanlegur. Í vanmætti sínum og getuleysi reynir hún að skapa ótta og þá eru nokkrir valdir út af handahófi og refsað öðrum til viðvörunar. Þetta er vel þekkt aðferð í flestum löndum, sem alltaf er dæmd til að mistakast. Því fólk hræðist ekki pappírstígra, sem telja sig yfir allt og alla hafið. Virðing fyrir stjórnvöldum, dómstólum og þingi er engin í dag enda ekki nokkur ástæða til.
mbl.is „Þinghald undir lögreglustjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf lygamæli

Ég hef það á tilfinningunni að vel flestir stjórnamálamenn séu að segja mér ósatt. Svo ekki sé talað um útrásarböðlana sem ljúga stanslaust. Lygamælir gæti á einfaldan hátt bætt úr þessu til að komast að hinu sanna. Bandaríkjamenn hafa góða reynslu af þessu apparati.

lygar.jpg

 


Nú getur hann bætt í

Forsetinn er í Indónesíu að fræða heimamenn um jarðhita. Nú ætti hann að nota tækifærið og upplýsa heimsbyggðina um eitraðar gufur frá t.d. Heilisheiðarvirkjun því það er skilda okkar að upplýsa um slíka vá. Þá væri kanski hægt að þoka afbókunum ferðamanna upp í 100 % ef góður vilji er fyrir hendi.

Hann fær sinn geislabaug aftur

Vildarvinir í Hæstarétti munu sjá til þess.
mbl.is Árni áfrýjar dóminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hógværð er þetta eiginlega?

Getur ekki manngarmurinn bara upplýst heimsbyggðina í eitt skipti fyrir öll, hvenær landið springur í tætlur, hvaða dag og klukkan hvað ? Hann veit það.
mbl.is Mun stærra íslenskt eldfjall „við það að springa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin skyggni forseti vor

sér allt fyrir, jafnvel Ragnarök og slær út Nostradamus. Putin forsætisráðherra Rússlands gæti á sama hátt aukið áhuga heimsins á landi sínu með því að segja: "Tjernobilslysið var bara smá æfing en ég get lofað ykkur enn verra kjarnorkuslysi sem er á næsta leit, en látið það ekki hafa áhrif á ferðalög ykkar til landsins".

Er þetta ekki slæmt mál líka ?

hlýtur bara að vera af því af því að þessi greining kemur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Verður gaman að fylgjast með örgeðja bloggurum.
mbl.is Kreppan grynnri en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo kemur smá Kötlugosæfing

og þegar sú æfing er búin koma Ragnarökinn hin endanlegu með tilheyrandi sjónvarpsviðtali því Ólafur er búinn að sjá þau fyrir eins og allt annað.
mbl.is Gosið nú lítið annað en æfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram fram aldrei að víkja

Hnotskurn spilltra stjórnmála endurspeglast í ummælum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem telur enga ástæðu fyrir sig til að víkja af þingi þrátt fyrir að nafn hans komi fyrir á nokkrum stöðum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Var þetta ekki maðurinn sem sagði allir ættu að taka skýrsluna mjög alvarlega? En það eru undantekningar ekki satt ? 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband