Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Gósentíð fyrir myrkarhöfðingjana
30.9.2009
Útrásarglæpamennirnir, flissa og skála í kampavíni, meðan gjaldþrota þjóðin er upptekin við að ræða stjórnmál. Nú geta þeir haldið óáreittir, áfram myrkraverkum sínum, meðan fjölmiðlar beina kastljósinu frá þeim. Kærkomið tækifæri til að koma síðustu krónum landsmanna í eigin vasa, án þess að nokkur taki eftir því.
![]() |
Var ekki að fórna sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrstur frá borði sökkvandi skips
30.9.2009
Það verður seint talist til karlmennsku að áhafnarmeðlimir séu fyrstir til að koma sér í lífbátinn á undan farþegum. Auðvitað er Ögmundur bara að bjarga eigin pólitíska skinni. Hann er staðfastur í orði en ekki á borði. Þess vegna yfirgefur hann skipið fyrstur allra og skilur farþegana eftir. Verst að hann skildi ekki getað dröslað Jóni Bjarnasyni með sér.
![]() |
Ögmundur segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðbjóðurinn kraumar enn
29.9.2009
Þegar nöfn þessara útrásarböðla ber á góma snýst allt um svik og pretti. Allt vegna sjúklegra þarfa þeirra bræðra til að auðgast persónulega á kostnað annarra. Ekkert mun breytast hér á landi fyrr en menn eins og þeir bræður verða keyrðir í endanlegt þrot og afmáðir úr viðskiptalífinu.
![]() |
Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsbyggðin hlustar þegar Davíð talar
28.9.2009
Steingrímur Hermansson var á sínum tíma þekktasta blaðurskjóða stjórnmálanna. En rödd hans náði ekki eyrum alheimsins enda samskiptatæknin lítt þróuð, og olli því litlu tjóni. Ég get í sjálfu sér verið sammála þessari setningu " ég borga ekki skuldir óreiðumanna". Gildir þá einu hvort Númi frændi minn Bíldal hefði sagt það eða einhver annar. En hér talaði seðlabankastjóri sem öll heimsbyggðin hlustar á, og orð hans náðu að sjálfsögðu eyrum íbúa í Downingsstræti 10 með þeim skelfilegum afleiðingum, að við vorum umsvifalaust sett á bekk með Al Qaeda og Norður Kóreu. Stundum er betra að að stilla blaðrinu í hóf þó það innihaldi sannleikskjarna og sér í lagi ef afleiðingarnar verða jafn skelfilegar og raun ber vitni.
![]() |
Guardian fjallar um hrunið á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Brann í gær
26.9.2009
og rannsókn hefst daginn eftir. Hvar værum við stödd núna ef sömu snörpu viðbrögð hefðu verið viðhöfð daginn eftir efnahagshrun þjóðarinnar og brennuvargarnir gómaðir á öðrum degi ?
![]() |
Rannsókn hefst í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska FBI
25.9.2009

Veruleikafirring er ólæknandi
25.9.2009
Það er svo sem allt gott og blessað við það að trúa á álfa og hulduverur. Að telja sér trú um að Ísland verður brautryðjandi í atvinnulífi heimsins eftir tíu ár er í besta falli tálsýn eða fáránleg óskhyggja, sem á sér enga stoð í veruleikanum. Mun líklegra er að við verðum í hópi fátækari landa a.m.k. í Evrópu. Brölt í einhverri stjórnskipaðri nefnd breytir ekki dagdraumum í veruleika.
![]() |
Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Uppvakningur
24.9.2009
Þá er Davíð um það bil að tylla sér í ritstjórastólinn. Blaðið verður ómengað málgagn Sjálfstæðisflokksins á ný. Sem áskrifandi að Morgunblaðinu til margra ára hugnast mér lítt að hafa geðstirðan og aldagamlan uppvakning flatmagandi á eldhúsborðinu mínu þegar ég er að fá mér morgunkaffið. Tími notalegra skrjáfsins þegar að dagblaði er flett er liðinn. Kanski maður grípi bara ljóðabók í staðinn til að auðga andann.
![]() |
Uppsagnir hjá Árvakri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Engin þörf fyrir sendiráð
23.9.2009

![]() |
Sendiráð upp á 1,5 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orðagjálfur
17.9.2009
heilsutengd starfsemi í sjúkrahúsi
heilsutengd ferðaþjónustu
hugmyndafræði heilsuþorps
Hvaða endemis orðasalat er þetta eiginlega ?
![]() |
Uppbygging á heilsusjúkrahúsi í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |