Fyrstur frá borði sökkvandi skips

Það verður seint talist til karlmennsku að áhafnarmeðlimir séu fyrstir til að koma sér í lífbátinn á undan farþegum. Auðvitað er Ögmundur bara að bjarga eigin pólitíska skinni. Hann er staðfastur í orði en ekki á borði. Þess vegna yfirgefur hann skipið fyrstur allra og skilur farþegana eftir. Verst að hann skildi ekki getað dröslað Jóni Bjarnasyni með sér.
mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér líst ekki á þessa þróun.   Springi ríkisstjórnin er hætt við að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur leggist aftur undir sömu sæng.  þá verður landinn órólegur.   Þjóðstjórn eða utanþingsstjórn finnst mér einu möguleikarnir.

Offari, 30.9.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Offari gleymdu því, það er ekki inni í myndinni að sf og xd fari saman, nógar haf yfirlýsingarnar verið um gagnkvæmt hatur.

Mér finnst Ömmi vera að koma heiðarlega fram með þessu Finnur.

hilmar jónsson, 30.9.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ömmi ? Ögmundur veit ekki með kallinn viðurkenni fúslega að hann er fastur á sínu sem er gott fyrir þá sem kusu hann til ákveðinna verka

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er trúlegt drengir að stjórnin spryngi. En ég upplifði Ögmund þannig að besta væri að yfirgefa óvinsæla stjórn en sökkva með henni. Hann á ýmsar góðar hliðar eigi að síður.

Finnur Bárðarson, 30.9.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

og smellt sér í eina björgunarsvestið sem var í lagi

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nefnilega Jón þetta þætti nú ekki góð framkoma til sjós, þú þekkir það.

Finnur Bárðarson, 30.9.2009 kl. 16:09

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nebb konur og börn fyrst

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband