Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Kynlífsveira
2.5.2009
21 greindist með kynlífsfíkn á sjúkrahúsinu á síðasta ári. Hvað er nú þetta er fólk sem er hugsanlega með áhuga á kynlífi lagt inn á sjúkrahús og jafnvel haldið sofandi í öndunarvél ?
![]() |
Kynlífsfíklum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Morgunblaðið finnur sökudólgana
2.5.2009
Ég ætla ekki að mæla því bót á nokkurn hátt, að fólk misnoti kerfið. En óneitanlega er þetta furðuleg áhersla í forystugrein Morgunblaðsins á 1. maí. Hvers vegna notaði blaðið ekki tækifærið og réðst harkalega að þeim sem gerðu það verkum að einstaklingar þurftu að fara á atvinnuleysisbætur yfir höfuð. Er það ekki útrásarskríllinn sem neyddi fólk út í atvinnuleysi? Hann virðist nú vera búinn að fá skjól á síðum Morgunblaðsins. Eru nú áherslur nýrra eigenda loksins að koma í ljós? Áskriftin að blaðinu er til endurskoðunar hjá mér.
![]() |
Bæturnar misnotaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Borga eða ekki borga
2.5.2009
Greiðsluverkfall getur verið tvíeggjað sverð. Það er skiljanlegt þegar fólk er komið í þrot og hefur enga aðra leið. En svo er mikið er víst að þegar um venjulegt fólk er að ræða sem skuldar vegna húsnæðis, verður það hundelt í það óendanlega. Annað gildir um stórskuldara sem tengjast einhvers konar viðskiptum. Þeirra skuldir eru einfaldlega feldar niður eins og dæmin sanna.
![]() |
Margir íhuga greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við heimtum að fá nöfn birt, nöfn þeirra sem gerðu þjóðina gjladþrota. Engin miskunn. Fram með handjárnin og dröslum þessu pakki úr holunum sínum.
![]() |
Rannsaka félög í skattaskjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna er ekkert gert ?
1.5.2009
Hvers vegna er fólk að missa vinnuna? hvers vegna er fólk að missa húsin sín? hvers vegna eru ekki lán afskrifuð? Þessar spurningar les maður á hverjum degi. Það er eins og stór hluti þjóðarinnar hafi ekki enn áttað sig á að Ísland er rjúkandi brunarúst. Hér er ekki til ein króna með gati. Fjárglæframenn hirtu allan auð þjóðarinnar og kom honum í skjól. Samt virðast margir halda að hér séu enn gullkistur í þúsunda tali sem stjórnvöld af hreinni mannvonsku vilja ekki opna.
Skuggalegt
1.5.2009
Grímuklædd ungmenni í kröfugöngu, jæja nú fá smáborgararnir hland fyrir hjartað. Koma svo sérsveitin.
![]() |
Kröfugangan lögð af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áfall fyrir hvern?
1.5.2009

![]() |
Fons í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |