Borga eða ekki borga

Greiðsluverkfall getur verið tvíeggjað sverð. Það er skiljanlegt þegar fólk er komið í þrot og hefur enga aðra leið. En svo er mikið er víst að þegar um venjulegt fólk er að ræða sem skuldar vegna húsnæðis, verður það hundelt í það óendanlega. Annað gildir um stórskuldara sem tengjast einhvers konar viðskiptum. Þeirra skuldir eru einfaldlega feldar niður eins og dæmin sanna.
mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst þetta áhugaverður kostur í stöðunni. Einstaklingur einn og sér yrði trúlega hundeltur eins og þú orðar það, en er hægt að hundelta 1000 manns?

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður punktur, Kanski á að láta á þetta reyna ég sjá hvað skeður. Hvað á sá maður að gera sem á ekki krónu fyrir láninu ?

Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vitið þið strákar, ef ég væri í þeirri stöðu að eiga vara fyrir salti í grautinn það sem ég ætti eftir ólifað þá væri bara einn kostur í stöðunni hjá mér, mér finnst eins og fólkinu eða "skuldurum" sé haldið í einskonar gíslingu með hræðsluáröðri á meðan þeim verður seld sú hugmind að lengja greiðslur til hins endalausa þar sem bara einn fær að sitja að grautnum "lánveitandi"

Jón Snæbjörnsson, 2.5.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fjandi góður punktur Jón

Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 13:30

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef ég þekki Finn rétt þá mun hann lengi vel herða sultarólina og bíta á jaxlinn, því hann er vinstra gerpi og kaus yfir sig þetta ólánspakk - og er of stoltur til að viðurkenna mistökin.

En sannið þið til, þegar kattarkvikindin hans fara að ýlfra af sulti, þá kemur Finnur þungur á brún og fær lánaðan Winchesterinn - og þá veðja ég ekki á ríkisstjórnina.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 13:43

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er búin að gefa Nóa loforð. Hvað sem á dynur mun hann aldrei líða skort. Frekar herði ég sultarólina inn að hryggsúlu. Ég er skíthræddur við byssuna.

Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 14:26

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef þú vilt skal ég koma og lina þjáningar hans.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 14:37

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei takk, hann er sofandi má ekki trufla en hér þjáist enginn skal ég segja þér. Við plummum okkur vel enda aldrei verið í neinu bruðli umfram efni.

Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 14:52

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sama sagan hér á bæ, enginn skortur meðan konan er í fullu starfi.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 14:55

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

var í þessari stöðu, fyrir áramót, að hugsa um að hætta að borga. hins vegar hef ég svo frábæran vinnuveitanda sem hjálpaði mér að finna lausn á mínum málum.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 17:18

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að það væri versta leiðin að hætta, en hugsa sér að lenda í þessari stöðu, í vinnu með hóflegt heimili vænti ég og svo óvart er góður vinnuveitandi til staðar.

Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 17:29

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er nú einhvernveiginn þannig að þeir sem standa í skilum eða hafa staðið í skilum eru oftast þeir sem minnst hafa handa á milli - ég held að nú séum við á ákveðnum "tímapunkti" þar sem þeir sem minna hafa handa á milli "elti" þá sem einhvernveginn hafa sloppið, það er ekki endalaust hægt að kenna verkamanninum, iðnaðarmanninum um sóun að hafa leift sér að láta draum sinn rætast og keypt sér 32 flatskjá í "góðærinu"

Jón Snæbjörnsson, 2.5.2009 kl. 22:01

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

ég keypti flatskjá staðgreitt Jón og það er allt mitt bruðl. En að fá lánaða 30 milljónir, ekki ræða það.

Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 23:31

14 identicon

Þér hefur verið sagt upp vinnan á spítalanum vegna sparnaðar hjá ríkinu, íbúðalánavextirnir hafa hækkað svo mikið að þú getur ekki borgað húsnæðið og bankinn heimtar að þú seljir íbúðina á hálfvirði. Ríkur karl kaupir íbúðina á hálfvirði handa ungum syni sínum svo hann geti haft það gott á meðan hann stúderar. Þú ert komin á götuna með öll börnin OG skuldar ennþá hinn helminginn af íbúðaverðinu sem þú keyptir hana á frá byrjun. Þessi skuld er það eina sem ekki er tekið af þér og þínum börnum þar sem þú nú stendur og það eina sem ber ávöxt og það feitan og eitraðan og ekki gengur að borða hann. Þessi skuld vex á þér og þínum eins og krabbamein, en þú ert úr leik í þjóðfélaginu og heppin ef börnin eru ekki tekin af þér líka. Þú missir fjárráðin af því þú ert komin á svarta listan, þ.e.a.s þú ert HVERGI gjaldgeng á þínu nafni!!! Getur hvergi leigt þak yfir höfuðið án þess að betla undirskrift hjá einhverjum öðrum!!!!

Þetta er ekkert grín. Manneskja í þessarri stöðu fer EKKI að borga af þessu láni. Hún vaknar og hrópar NEI! ÞETTA ER EKKI Í LAGI!!!! ÞETTA ER EKKI EÐLILEGT!!! AF HVERJU Á ÉG AÐ GEFA SYNI RÍKA KARLSINS ÍBÚÐINA og standa svo með mín börn úti á götu og borga brúsann þar??? Kaupir auðvitað frekar mat í munn barna sinna fyrir þessa fáu aura sem hún hefur; ef hún hefur þá.

Kveðja, Vala

vala (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:48

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki veit ég hvaða konu þú ert að tala um - kannski skáldsagnapersóna sem þú varst að búa til - en þessa kona dregur hárrétta ályktun.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband