Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Framsókn hrynur

Meðan flokkurinn slítur ekki tengslin við menn á borð við Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson í eitt skipti fyrir öll, verður þetta niðurstaðan eða jafnvel enn verri. Rekið þá úr flokknum með skömm og sjá: Það mun birta yfir flokknum á ný.
mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er brugðið

Ha? Er þá engin töfralausn til ? Hvað kemur næst, enginn Harry Potter til. Það á greinilega að svipta manni allri von.
mbl.is Evran er ekki töfralausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ys og þys út af engu

Þetta hefði auðvitað orðið rosalegt vesen að fara að kafa ofan í IceSafe reikningana. Reikna hingað og þangað, tala við útlendinga og langar fundasetur. Hvað eru 444 milljónir eiginlega þegar heildardæmið er skoðað. Smáaurar. Ef menn hefðu farið gera sér rellu út af þessum smámunum, hefði þetta bara snúist upp í andhverfu sína eins og Þorfinnur Ómarssonar, upplýsingafulltrúa í viðskiptaráðuneytinu bendir réttilega á.
mbl.is Gátu sparað 444 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann var að tala um steinvölur

Björgvin G. Sigurðsson sagði við blaðamenn skömmu eftir hrun, að hverri einustu steinvölu yrði snúið við, hvert sandkorn skoðað undir smásjá til að komast að orsökum hrunsins.

Hann minntist hins vegar ekkert á að bankareikningar yrðu skoðaðir, möppurnar í bönkunum yrðu opnaðar upp á gátt, hurðinni að FME yrði sparkað upp eða eignir auðmanna frystar. Maður verður jú að taka manninn bókstaflega svo skil ekki hvað SIv er að nöldra.


Áskorun til allra

Baráttumaðurinn Helgi í Góu hefur lengi barist gegn sukki og spillingu í lífeyrissjóðakerfinu. Í dag birtir þessi baráttumaður tveggja heilsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem hann minnir okkur á sukkið og ofurlaun forstjóranna. Heimsækið síðuna og skráið ykkur undir fyrirsögninni: Við eigum lífeyrissjóðina.

Réttlætinu fullnægt

Segið svo að lögregluyfirvöld taki ekki fast á grófum afbrotum. Á visis.is er greint frá því karlmaður nokkur hafi fengið eins mánaðar fangelsisdóm fyrir að stela tveimur myndavélarafhlöðum, einu áleggsbréfi af Goða skinku og Gilette rakvél ásamt raksápu samtals að verðmæti 1.484 krónur. Maðurinn viðurkenndi brot sín umsvifalaust.

Já hvar á að spara ?

Ég verð að taka undir með Ragnheiði. Það sem Ögmundur hefur gert hingað til, er að afturkalla allar sparnaðartillögur forvera síns. Þær voru að sjálfsögðu umdeildar en það voru tillögur eigi að síður. Allar hugmyndir um sameiningu stofnana á landsbyggðinni voru afturkallaðar. Þar má ekki hrófla við neinu. Ég þykist vita að það verði Landspítalinn sem mun bera allan niðurskurðinn eins og venjulega.
mbl.is Sakaði Ögmund um kjarkleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölgun til hvers ?

En er einhver ástæða til að ætla að 16 einstaklingar fái fleiri gögn til að vinna úr en fjórir starfsmenn? Að mínu mati þyrftu þessir viðbótarmenn að koma úr sérsveitinni, sem gætu sparkað upp hurðinni að FME búllunni og borið út tonn af möppum með baneitruðum upplýsingu, sem FME neitar að láta af hendi.
mbl.is Saksóknari fær 16 fastráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lenda í ævintýrum

Hreinn Loftsson segir: "Bankarnir lentu í höndum ævintýramanna" . Hið rétta er að bankarnir voru gefnir mestu fjárglæframönnum í sögu Íslands. Það er alger óþarfi að vefja þessu inn í bómull og tala um menn sem "lenda í ævintýrum". Þessa einstaklinga á að handjárna með hendur fyrir aftan bak og leiða fyrir sérstakan saksóknara: Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson, Björgólf Guðmundsson og Björgólf Thor Björgólfsson. Eigur þeirra á gera upptækar.

Þetta er þó bara byrjunin. Síðan eru það bankastjórarnir, sem að sjálfsögðu eiga að fá sömu meðferð og síðast en ekki síst einkavæðingarnefnd og stjórnmálamenn sem áttu hlut að máli. Eru þetta virkilega ekki nóg af upplýsingum til að sérstakur saksóknari fari að sýna lit ? Eða þarf almenningur að fara að berja potta og pönnur eina ferðina enn?


mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það virkilega

Ég er  klökkna vegna þeirra sem iðrast í raun. En ótrúleg misstök að taka við seðlum.
mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband