Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Að skrifa niður hjá sér

"Á hluthafafundi í félaginu í gær var hlutafé fyrri hluthafa skrifað niður" Hvað þýðir þetta að skrifa niður eiginlega? Loðmullulegt orðalagið minnir óneitanlega á góðgerðastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. 
mbl.is Nýir hluthafar taka við Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein fréttin

Er það virkilega. Ég r að bíða efir alvöru bófum í Armani dressi.
mbl.is Stórfelld kannabisræktun stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlamb

Þetta byrjaði bærilega hjá Ingibjörgu en svo kom það að lokum: "Við létum gildismat Sjálfstæðisflokksins og viðskiptalífsins yfir okkur ganga og súpum nú seyðið af því ásamt með þorra þjóðarinnar"

Af hverju ekki bara vera hreinskilin og segja: "Við tókum þátt í þessu með Sjálfstæðisflokknum brosandi út að eyrum". Flokkurinn hlýtur að hafa haft sjálfstæðan vilja, eða hvað? Þetta fórnarlambstal fer í taugarnar á mér. 


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá mistök

"Mistök að hafa ekki dreifða eignaraðild". Stóð það ekki til að hafa dreifða eignaraðild í upphafi ? Hvað breytti þeirri áætlun? Geir gefðu okkur svör við því. Gerðist þetta bara óvart, eins og þegar maður gefur einhverjum 500.000 í stað 5000 króna og nennir ekki að leiðrétta mistökin strax ?
mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp Færeyingar !

Fyrir alla muni, hjálpið okkur, komið í veg fyrir að Íslendingar komist með gráðugar og baneitraðar krumlurnar í sjóðinn. Plíís.
mbl.is Eignir SPRON freista Føroya banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi barna stórlega skert

Nú er farið að bjóða þriggja ára einstaklingum upp á kraftmikil fjórhjól. Lögreglan ætlar að reyna að stöðva þetta. Enn og aftur ætla yfirvöld að hefta möguleika barna til að þroskast, taka frumkvæði og sýna ábyrgð í lífinu. Eða ætlast yfirvöld til þess að foreldrar fari að bjóða börnum sínum upp á lummuleg reiðhjól, eða það sem er enn verra, láta þau jafnvel ganga? Ég trúi því ekki að foreldrar láti  þessa forræðishyggju yfir sig ganga. Enn sem fyrr er vegið að þeim sem minnst mega sín.

Undir áhrifum ??

Maðurinn  virtist vera undir áhrifum fíkniefna. Ekki óeðlilegt miðað við skammtinn, sem hann tók inn, eða tæp tvö kíló af kókaíni. Mig grunar að jafnvel hörðustu neytendur hefðu orðið bumbult af töluvert minni skammti.
mbl.is Gleypti tæp 2 kíló af kókaíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að fela

En fróðlegt hefði verið að kíkja á greinargerð Árna Mathiesen ef hann hefði verið ráðherra.
mbl.is Engin hagsmunatengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnavagnar í mótmælin

Já hvernig væri það að íslenskir foreldrar færu í mótmælagöngu með ungviðið í barnavögnum til að mótmæla þeim skuldabirgðum, sem bíða barnanna þeirra. Varla myndi sérsveitin mæta með piparúða.
mbl.is Barnavagnabylting yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með bankastjóra

Þetta fer varla að verða fréttnæmt lengur. Nú vil ég hins vegar fara að sjá daglega frétt, og að sjálfsögðu með mynd, þar sem sagt er: " Enn einn bankastjórinn fundinn og upprættur".
mbl.is Enn ein ræktunin upprætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband