Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Bílasukk í boði lífeyrisþega

storinnÞorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur þegið þrjátíu milljónir á ári í laun fyrir störf sín segir DV. Hann er einnig með tíu milljón króna Cadillac Escalade til afnota í boði sjóðsins. Eldsneytiskostnað borgar sjóðurinn einnig. Þorgeir býr rúman kílómeter frá vinnustað sínum. Treystir hann sér ekki til að ganga þenna spöl ? Að sjálfsögðu ekki, maðurinn er allt of feitur. Annars þarf að fara skoða þessi fáránlegu bílamál almennt. Hjá Glitni hafa 23 starfsmenn ríkisbankans Glitnis afnot af bílum í boði eigenda bankans, okkar.

Allir að taka í hendina á Sigmundi

Hvers vegna vilja allir vera að heilsa Sigmundi. Hann hefur engan áhuga á slíku. Hann hefur engan áhuga á þessari stjórn eða hennar verkum. Hann er búa jarðveginn fyrir samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Ég meina Sigmundur er jú einu sinni Framsóknarmaður.
mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin frjálshyggja ?

Var það það þá jafnrétti, umhyggja, bræðralag og sanngirni sem kom þessu öllu af stað ?
mbl.is Hér var ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði hvað?

Ég bíð spenntur eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins við frumvarpinu. Ég treysti því að stórleikarinn á þingi, Birgir Ármannsson muni ekki bregðast þjóðinni frekar en fyrr, og stöðva þessa vitfirringu.
mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skólastjórinn geggjaður

skolakonaskólastjóri Grunnskóla Sandgerðis segir of mikið gert úr slagsmálum fjórtán ára drengja í grunnskólanum. Einn missti tennur og heyrn. Voru þetta ekki bara stympingar?
mbl.is Blóðug slagsmál skóladrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokið í flest skjól

Það er augljóst að fyrirheitna landið fyrir þá sem misst hafa vinnu og húsnæði, er ekki til. Á meðan allt brennur til kaldra kola beinist áhuginn hér, mest að einhverri röðun á framboðslista, að fólki sem dreymir um að krýna sjálft sig með alþingismannstitli, eins og þeirra persónulegi frami muni skipta einhverju máli fyrir atvinnulausar og gjaldþrota fjölskyldur.
mbl.is Fréttaskýring: „Biðja fyrir“ betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur að skipta um gír

Það ljóst að Sigmundi hugnast ekki lengur stuðningur við núverandi stjórn. Nú þegar SJálfstæðisflokkurinn hefur tilkynnt að ekkert hafi verið að stefnu flokksins og þar með Framsóknarflokksins líka, fyrir hrunið, er eðllegt að þessir tveir flokkar sameinist á ný um áframhaldandi nýfrjálshyggjustefnu að kosningum loknum. Það hefur jú reynst þjóðinni afskaplega vel. Það væri bara fútt í því að taka fram sleifar eða jafnvel sleggjur á ný.
mbl.is Vill rjúfa þing 12. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrasta gulrót í heimi ?

Tiilaga Framsóknarmanna mun kosta skattgreiðendur 1.200 miljarða. Allir eiga að sitja við sama borð samkvæmt tillögunni, og að sjálfsögðu illa staddir stórskuldarar eins og t.d. Jón Ágeir, Björgólfur Guðmundsson og Hannes Smárason. Þetta er feiknarlega girnileg gulrót, nýupptekin, sem Framsókn veifar framan í kjósendur, svon rétt fyrir kosningar. Ég er hins vegar hræddur um, að þjóðinni muni svelgjast illilega á þegar hún sér kílóverðið á þessu risavaxna grænmeti, sem Framsóknarflokkurinn er að bjóða henni upp á.
mbl.is 20% niðurfærsla 1.200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða fólk ?

klemtinus„Stefna Sjálfstæðisflokksins brást ekki, heldur fólk,“ segir í niðurlagi draga skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Hvaða fólk var þetta, þeir sem eru búnir að missa vinnuna og heimilin. Fólkið sem keypti flatskjái? Þess má geta að einn af höfundum er Ólafur Klemensson hinn herskái, sem hér sést vera að refsa fólkinu sem olli þessu öllu.
mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjörið mikla hjá SJálfstæðisflokknum

"Stefna Sjálfstæðisflokksins sem slík var ekki vandamálið". Eins og við var að búast engum um að kenna. Þetta voru bara náttúruhamfarir og þjóðin er sátt að loksins fá sannleikann á borðið.
mbl.is „Heiðarlegt uppgjör“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband