Að sjálfsögðu

þarf Microsoft að sækja í smiðju Apple til að gera viðmótið notendavænt. Ef maður vill vera sá lummulegasti útbíaður í veirusmiti þá velur maður Windows stýrikerfið. Hugsandi og heilbrigðir skapandi einstaklingar velja Mac OS X að sjálfsögðu.
mbl.is Umdeild „Makka“ ummæli Microsoft-manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ansi er þetta gott hjá þér, Finnur minn, og ég er þér algjörlega sammála.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk Sigurður nú bíð ég eftir dembunni og hlakkar í mér.

Finnur Bárðarson, 13.11.2009 kl. 18:24

3 identicon

Þetta er reyndar nokkuð sterkt til orða tekið. En satt.

centrino (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Centrino, rétt hjá þér enda er þerra smá grallarafærsla :)

Finnur Bárðarson, 14.11.2009 kl. 13:43

5 Smámynd: Davíð Sturluson

Ástæðan fyrir vírusum er vegna þess að flestir nota Windows.

Því fleiri sem nota Mac því fleiri vírusar koma fyrir Mac, bara það einfalt.

 Og síðan flestir sem búa til vírusa greinilega nota Windows stýrikerfin, eru þeir nú ekki eiginlega allir sérfræðingar þegar kemur að tölvum ?

 Windows Vista má hafa skaðað Microsoft og Windows mikið en Windows 7 er það besta frá Windows XP og Windows Vista. Tekur hraðann frá XP og útlit frá Vista.

Davíð Sturluson, 14.11.2009 kl. 15:37

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Örugglega rétt hjá þér Davíð, en eins og sakir standa er ekki einn einasti vírus fyrir Makka. Skrítið að enginn hafi prófað með árangri. Svo eitthvað fleira en fjöldinn skýrir þetta.

Finnur Bárðarson, 14.11.2009 kl. 17:02

7 identicon

Það er ekki rétt hjá þér Finnur að það sé "ekki einn einasti vírus fyrir Makka". Þó svo að þeir séu mun færri, svo vægt sé til orða tekið, þá eru til vírusar fyrir Mac sem geta gert notendum lífið erfitt ef þeir eru ekki með varnir eða viðgerðir.

Það er ekki flókið mál að finna efni um þetta á Google og hér eru nokkrir tenglar.

http://www.iantivirus.com/threats/
http://www.faqs.org/faqs/computer-virus/macintosh-faq/
http://antivirus.about.com/od/macintoshresource/tp/macvirusfaqs.htm
http://www.sophos.com/pressoffice/news/articles/2006/02/macosxleap.html

Ekki vil ég hæla einu stýrikerfi meira en öðru því fjölbreytnin er skemmtilegust. Mörg hef ég prófað og eru þau öll nothæf til síns brúks þó misjafnlega að mínu viti. Alltaf er þó jafn skemmtilegt að sjá fólk vera með yfirlýsingar um hvað er gott og hvað lélegt.

Óskar Þór Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 17:42

8 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

"Hugsandi og heilbrigðir skapandi einstaklingar velja Mac OS X að sjálfsögðu." ekki samála, einstakingar sem vilja að aðrir hafa þessa skoðun á sér nota makka, aðrir nota linux.

Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2009 kl. 22:09

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he, Jóhann þarna fékk ég smá skot :)

Finnur Bárðarson, 16.11.2009 kl. 13:05

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Óskar allt er gott til síns brúks eins og þú segir. Megin málið er að menn eru sáttir við sitt.

Finnur Bárðarson, 16.11.2009 kl. 13:09

11 identicon

Leitaðu að "Sun Looking Glass" á Google og haltu því síðan fram að Apple steli aldrei neinu.

Stonie (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband