Gósentíð fyrir myrkarhöfðingjana
30.9.2009
Útrásarglæpamennirnir, flissa og skála í kampavíni, meðan gjaldþrota þjóðin er upptekin við að ræða stjórnmál. Nú geta þeir haldið óáreittir, áfram myrkraverkum sínum, meðan fjölmiðlar beina kastljósinu frá þeim. Kærkomið tækifæri til að koma síðustu krónum landsmanna í eigin vasa, án þess að nokkur taki eftir því.
Var ekki að fórna sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- jennystefania
- skagstrendingur
- snjolfur
- svarthamar
- jonsnae
- egill
- offari
- saemi7
- icekeiko
- kamasutra
- muggi69
- hildurhelgas
- sveinnelh
- zeriaph
- jaherna
- gisgis
- jenfo
- sleggjudomarinn
- vistarband
- gun
- hreinn23
- svanurg
- brjann
- gustichef
- fridust
- fridaeyland
- fridabjarna
- tara
- gudruntora
- kreppan
- kreppukallinn
- ace
- thj41
- skessa
- rutlaskutla
- nimbus
- baldher
- skrilllydsson
- gattin
- jakobk
- annaeinars
- disdis
- himmalingur
- gudrunkatrin
- larahanna
- gudmunduroli
- amman
- katrinsnaeholm
- jensgud
- martasmarta
- fhg
- agustg
- birgitta
- tryggvigunnarhansen
- baldurkr
- fun
- salvor
- kreppuvaktin
- olinathorv
- imbalu
- gelin
- gumson
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- valdimarjohannesson
- flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Algerlega sammála þér eins og alltaf. "Smoke screen and mirrors". Abracadabra......
Og hvað kemur næst uppúr hattinum? Allir bíða spenntir. Og ekkert gerist, nema meira tal og aftur tal.......
Bleaf Productions ehf (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:21
Nákvæmlega Bleaf Productions ehf.
Finnur Bárðarson, 30.9.2009 kl. 17:24
Ég þori varla að gera athugasemd hjá þér þegar allar bjartsýnisfréttir hverfa.
Offari, 30.9.2009 kl. 17:29
Það er eitthvað að mér held ég Offari, um leið og birtir dreg ég tjöldin fyrir :)
Finnur Bárðarson, 30.9.2009 kl. 17:31
Sæll Finnur.
Bara að RÍFA gardínurnar niður !
Kveðja á þig
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 18:01
Ég efast um að Samfó leggi niður skottið, meðan Samfó telur nokkurn séns til að koma ESB aðildar málum áfram, innan kjörtímabilsins.
Þó svo Icesave falli, þarf það ekki að leiða til endalokar, þess ferlis. Nýr samningur þarf fræðilega, ekki að taka meira í gerð, en nokkra mánuði.
Svo, að ég spái að stjórnin, falli ekki - þó svo Icesave falli.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.9.2009 kl. 18:12
Einar: Ég held að það sé ekki æskilegt að fá stjórnarkreppu ofan á allt annað. En þetta með IceSafe ég skil vart upp né niður í því máli lengur, en ég held að við þekkjum ekki okkar "viðsemjendur". Þeir munu ekki sína neina linkind.
Þórarinn: Búinn að rifa gardínurnar niður... og það er kolniðamyrkur úti :)
Finnur Bárðarson, 30.9.2009 kl. 19:56
Helvíti ertu orðinn svartur Finnur.he he
hilmar jónsson, 30.9.2009 kl. 20:02
Ég fer að verða hræddur við þig.
hilmar jónsson, 30.9.2009 kl. 20:07
Ég líka Hilmar :) Það er örugglega risa bláa höndin sem Axel setti inn hér um daginn.
Finnur Bárðarson, 30.9.2009 kl. 21:07
Lifi byltingin. viva .....viva
hilmar jónsson, 30.9.2009 kl. 22:02
Þ.væri sannarlega, slæmur tími til að hafa stjórnarkreppu. En, eins og ég sagði, á ég ekki von á henni. Sú útkoma á Icesave, er ég vildi helst vilja, er eftirfarandi;
-----------------
Bretar og Hollendingar þann möguleika, að krefjast réttar síns fyrir ísl. dómstólum, sem væri þá ein leið, til að svara spurningunni um hina lagalegu og réttarhlið.
En, helst vildi ég að, væri að deilan væri sett í frysti, þ.e. að samkomulag væri gert um að semja um málið seinna, þegar eignir Landsbankans hafa verið seldar, og Bretum og Hollendingum endurgreitt það verðmæti, sem rennur af eignasölunni upp í þeirra kröfur gagnvart Tryggingasjóði Innistæðueigenda.
Af því loknu, væri óvissan um hvað akkúrat fæst fyrir þær eignir, farin. Þá um leið, væri þá komið fram, hvað akkúrat stendur út af borðinu - að auki, gæti innlenda kreppan verið fyrir bí, hagvöxtur kominn í gang; hættan af hagkerfishruni liðin hjá.
Með öðrum orðum, að báðir aðilar, ákveði að vera ósammála - en einnig, að best sé að ganga frá málinu, seinna.
---------------------------
Með því að setja málið í frysti, um 2 - 4 ár, væri hægt að vinda sér beint í önnur mál.
Hættum við lántökur, fyrir gjaldeyrisvarasjóð. Tökum einungis ný lán, annars vegar - til að lengja í skuldum sem fyrir eru, og hins vegar - til að skipta út óhagstæðari lánum.
Ég get ekki séð, að nokkurt gagn sé í núverandi grunnstefnu, að ætla sér að taka cirka 1.000 milljarða að láni, til að búa til stóran, gjaldeyrisvarasjóð. Slíkur, gerir minna en ekkert gagn, ef allt annað er í ólagi.
-------------------------
Leggjum áherslu á endurreisn atvinnulífsins, og lækkun skulda.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.10.2009 kl. 15:57
Góð og gagnleg athugasemd Einar, get litlu við hana bætt. Þurfti að lesa hana tvisvar til ná þessu alveg. En ég skil núna. Ég hef sveiflast með þetta IceSafe en mér sýnast þínar hugmyndir alveg geta gengið upp. Hvers vegna ekki að láta á þetta reyna ?
Finnur Bárðarson, 1.10.2009 kl. 16:21
Man ekki nafnið, en Bandar. sérfr. í skuldamálum þjóða, lagði einmitt til, síðastliðinn vetur, að best væri, að semja um Icesave eftir að uppgjör Landsbanka hefur farið fram.
Hann talaði einmitt um, að það væri einfaldlega ótímabært, að semja um málið vegna þess, að of margir óvissuþættir væru til staðar, þannig að engin leið væri vita hvaða upphæð ætti að semja um.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.10.2009 kl. 19:22
Eitthvað rámar mig í þetta þetta Einar. En hjá Agli í Silfrinu sagði erlendur gestur "Do not pay a penny"
Finnur Bárðarson, 1.10.2009 kl. 20:44
Jamm, ég held samt, að við eigum að forðast harðlínustefnu, í þessu efnir:
Sannleikurinn er sá, að viss siðferðisréttur skapaðist, vegna þess að við græddum á þjófnaði stjórnenda LB. Á hinn bóginn, er sá réttur ekki ótakmarkaður. Sá réttur, takmarkast af því, að mínu mati, að engin aukning á réttlæti felst í því, að við skuldbindum framtíðar kynslóðir okkar með þeim hætti, að þær eigi minni tækifæri en sú kynslóð er uppi er í dag.
Það þýðir sennilega, að endanlegt samkomulag, verður að fela í sér, e-h minna en fullar greiðslur af okkar hendi. En, einn af kostunum við að geyma málið, um nokkra hríða, er einmitt að þá vitum við betur en við gerum í dag, hvort að kreppan er langvarandi eða hvort að efnahagslífið er að rétta við sér af krafti.
Í dag höfum við í reynd enga hugmynd um það, og því enga góða hugmynd, um hve miklar skuldir hagkerfið ber, til framtíðar.
Svo, mér finnst eiginlega, flest mæla með, að afgreiða málið seinna. Jafnvel, ef gengur rosalega vel, betur en ég á von á, þá verður það kljúfanlegt, að borga upp í topp.
Ps: hef í þessu samhengi, áhyggjur af þessum rosalegu skattahækkunum, sem plön eru um. Sko, ég hef samúð með vandræðum í ríkisrekstri. En, hitt er samt sem áður staðreynd, að skattahækkanir eru í eðli sínu samdráttaraukandi. Það er einnig niðurskurður. Hvort tveggja saman, getur mjög raunverulega, dregið efnahagskreppuna á langinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.10.2009 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.