Björgólfsfeðgar undir verndarvæng Moggans

thor.jpgÍ Morgunblaðinu í dag er ýtarlega  fjallað um fyrirtæki útrásarböðlana, sem enn eru í þeirra eigu ári eftir hrun. Blaðið sér þó enga ástæðu til að fjalla um stöðu Björgólfsfeðga. Björgólfur Thor Björgólfsson er aðaleigandi símafyrirtækisins Nova, tölvuleikjafyrirtækisins CCP og einn aðal fjárfestirinn á bak við gagnaver Verne Holding sem til stendur að reisa á Keflavíkurflugvelli. Að auki á hann lyfjafyrirtækið Actavis. Þetta vart nokkur tilviljun enda verndarengill sestur í ritstjórarstólinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef maður tjáir sig á ensku, þá væri það "he's a slippery bastard"!

CCP og Actavis eru góð fyrirtæki, svo Björgólfur yngri, á enn peninga. Þ.e. klárt.

Engin ástæða til annars, en að krefjast borgunar af honum - en þeir feðgar ku vera sameiginlega ábyrgir fyrir láninu, sem þeir tóku sameiginlega, þegar þeir eignuðus Landsbankann, fyrir nokkrum árum síðan.

En, sennilega hefur hann verið nægilega séður, til að bera hvergi neina persónulega ábyrgð, á Landsbankanum, umfram þetta upphaflega lán.

------------------------

Erfitt að eiga við menn eins og hann. "A sleasy bastard, but we need his money". Svo, sennilega er hann ekki á neinni útleið úr ísl. viðskiptalífi, og það kæmi mér mjög á óvart, ef það væri hægt, að hengja nokkurn ólöglegt athæfi á hann.

------------------------

Mjög greinilegt, að það þarf að endurskoða, mjög vel og vandlega, lög og reglur um eignarhald fyrirtækja, einkum þær sem gera þeim kleyft að búa til endalausa runu af eignarhaldsfélögum, og kross eigna tengslum.

Það þarf að skera á þá hnúta, og breyta lögum með þeim hætti, að mjög verulegar hömlur séu settar á slíkan, bersýnilegann feluleik með raunverulegt eignahald.

------------------------

Sennilega verður ekki hægt, að útríma mönnum sem þessum, en það ætti að vera hægt, að takmarka möguleika þeirra til að valda skaða, í framtíðinni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.10.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir (ekki bara feðgarnir) virðast svo séðir að maður eygir varla von til þess að hægt verði að koma böndum á þessa menn eða starfsemi þeirra. En eins og þú segir Einar vona ég okkur beri gæfa til að setja skorður sem duga til frambúðar áður en þeir hefja leikinn á ný.

Finnur Bárðarson, 1.10.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sæll Finnur. Ef þeir Bjöggarnir verða ekki dregnir fyrir dómstólana þá verður það dómstóll götunnar sem tekur yfir. Ég er ekki hefnigjarn að eðlisfari en það er engin refsing of þung fyrir þessa dela. Ég væri alveg tilbúinn að smeygja snörunni um háls þeirra og það ókeypis. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 1.10.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þráinn, ég hef mikið verið að hugsa um dómstól götunnar og ekki ósennilegt að hann taki yfir. En í mínum huga ríkir hefndarhugur ásamt réttlætisþörf. Langlundargeðið er búið hjá mér af því að ekkert að gerast.

Finnur Bárðarson, 1.10.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Offari

Ég efast um að Davíð vinur minn fari mjúkum höndum um þá.  Frekar bláum höndum.

Offari, 1.10.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband