Ekki farin að vaxa grön?
17.4.2009
Þeir birtust á skjánum, Sigurð Kári og Birgi Ármannsson. Ég skrúfaði að sjálfsögðu niður niður í hljóðinu áður en þeir byrjuðu með harmaþuluna. Ég veit ekki hvers vegna ég fór ég allt í einu að velta því fyrir mér hvers vegna þeir væru svona gljándi puffy og sléttir í framan. Enginn vísir að gróðri ekki eitt stingandi strá. Hvaða ofurrakvél nota þeir hugsaði ég, einhverja sem rífur allt upp með rótum. Nota þeir kanski háreyðingarvax og einhver gljásmyrsli á eftir. Eða var þeim ekki enn farin að vaxa grön. Var bara að spá í þetta án sérstaks tilefnis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru báðir afar barnalegir og óþroskaðir í hugsun. Ætli það hafi einhver áhrif á útlitið ?.
Stefán (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:47
hmm hvað skildu þeir vera ungir
Jón Snæbjörnsson, 17.4.2009 kl. 15:53
Þetta er einmitt það sem mig langar að rannsaka.
Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.