Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Raðspámenn
15.3.2010
Þeir koma í röðum, spámennirnir og tjá sig um ógæfu Íslendinga, og margir mega vart vatni halda af hrifningu og sannfærast í hvert sinn að hinn eini sanni frelsari sé loksins mættur. Nú síðast Alex nokkur Jurshevski í Silfrinu. Er ekki kominn tími til að við sjálf förum að horfa á málin af raunsæi og fumleysi án þessa leggja alltaf trúnað á alla sem mæta með gjallarhorn í sjónvarpið, bara af því að þeir koma frá útlandinu ?
Afskriftir fyrir útvalda
13.3.2010
Útvaldir hrunadansarar fá allt sitt afskrifað með einu pennastriki. Almenningi er boðið upp á blekkingarleikinn, skuldaaðlögun sem í raun hækkar skuldina. Einhvers staðar verður bankinn að fá peninga til að frelsa auðmennina undan sínu oki sínu, eða hvað ?
![]() |
Gerðu ráð fyrir útlánatapi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hverjir lesa blogg ?
12.3.2010
Bara bloggarar sjálfir lesa blogg. Þetta gæti verið niðurstaðan úr óvísindalegri rannsókn hjá mér meðal vina, vandamanna og starfsfélaga. Örfáir lásu Moggabloggið og enginn að staðaldri. Konurnar í vinnunni voru ekki að skafa af því: "Bloggið er griðastaður fyrir miðaldra leiðinlega karla á breytingarskeiði". Tók ekki frekar þátt í umræðunni og fór að tala um veðrið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Össur í útrásinni
10.3.2010
Meðan blóðugur niðurskurður er á fullu t.d í heilbrigðiskerfinu, sér Össur enga ástæðu til að rifa seglin í sínu ráðuneyti. Hann heldur áfram að stækka hirðina í kringum sig og fjölga tilgangslausum vínsmökkurum um víða veröld.
![]() |
Nýr sendiherra í Lettlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þeir borga ekki skuldir
9.3.2010
Útrásarmenn borga aldrei skuldir enda hefur forsprakki þeirra í Noregi, Bjarni Ármannsson, tekið af allan vafa með það mál þegar hann sagði að "það væri óábyrgt að greiða skuld". Þetta er mottó þessarra manna.
![]() |
Samson greiddi lánið árið 2005 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
en leyfum stúlkunni að vera hér um kyrrt ef hún svo kýs.
![]() |
5 ára fangelsi fyrir mansal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skjaldborgin er bara ætluð auðmönnum
8.3.2010

Fleiri feit NEI ?
5.3.2010
Gefum okkur það að IceSafe skuldin verði hreinlega afskrifuð að fullu, sem ekki er líklegt, þá standa út af borðinu aðrar skuldir, sem nema nálægt 90 % af heildarskuldum Íslands þegar búið er að taka IceSafe skuldina burt. Munum við þá ekki segja feitt NEI við þeim skuldum líka, sem við stofnuðum ekki til ?
Krókódílatár
5.3.2010
Í DV iðrast Pálmi í Fons alls sem hann hefur gert og tekur nánast á sig sökina einn vegna hrunsins. En við þurfum bara enga leiksýningu og flóðbylgju af krókódílatárum. Við viljum peningana sem hann hafði af þjóðinni. Þá fyrst getum við hugsanlega rétt honum vasaklútinn, ekki fyrr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Næsta mál á dagskrá
5.3.2010
Þegar IceSafe storminn tekur að lægja þá trúi ég ekki öðru en að ofurbloggarar snúi sér með sama krafti að gjaldþroti Seðlabankans. Ekki ætlum við að borga skuldir óreiðumanna ? Við segjum að sjálfsögðu feitt NEI við þeim ósóma.
![]() |
Hlé gert á Icesave-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)