Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Ítölsku mafíunni tókst ekki það

sem íslensku útrásarböðlunum tókst á nokkrum árum: Að keyra þjóð sína í gjaldþrot. Við skulum umgangast þessa einstaklinga eins og mafíósa og nöfn þeirra þekkjum við öll. Ef stjórnvöld vilja ekki taka á þeim þá skal dómstóll götunnar jafna sakir við þá.

mafia.jpg

 


Sérkennilegur gaskútur

Við fyrstu sýn minnir þetta mig eitthvað á grill. En það er alltaf verið að breyta umbúðum svo mér getur skjátlast. En það sem er skuggalegast er, að þeir stálu töng í Borgarnesi. Nú má ekki bíða lengur með nýtt fangelsi. Annars er þetta ein stærsta frétt mbl.is um glæpsamlegt athæfi tengt hruninu til þessa.
mbl.is Gaskútaræningjar gómaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkavör endurtekur hrunadansinn

baurinn_976782.jpgog tók því annar "eigandinn",  Ágúst Guðmundsson, forskot á sæluna með því að skammta sér litlar hundrað milljónir króna í árslaun fyrir árið 2009 fyrir vel unnin störf í fortíð og framtíð. Það má ekkert minna vera þegar um er að að ræða einn af hornsteinum velmegunar og viðskiftahæfileika. Nú styttist óðum í árið 2007 og gömlu klappstýrurnar farnar að hafa sig til. 

Tilefnið loksins komið

til að slíta stjórnarsamstarfinu, og það var köttur. 

kisi_geispar_975731.jpg 

 

 

 


mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Báknið burt

Jóhanna boðar 30 - 40 % fækkun ríkisstofnana. Trúi vart öðru en að þetta leggist vel í Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ansi mikið hugarflug fyrir flokkinn að hnoða saman einhverju til að vera á móti þessu. Jafnvel Birgi Ármannssyni myndi vefjast tunga um tönn, og hvar eru ungliðarnir núna ?
mbl.is Ósamstaða VG veikir stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pálmi ærulausi vill fá æruna aftur

palmi.jpgmeð því að stefna Ríkisútvarpinu fyrir ærumeiðingar. Þess má geta að RÚV er rekið af almmanafé og því verða skattgreiðendur að borga réttarkostnaðinn ef af verður. Þessi maður hefur fyrir löngu glatað ærunni og hún verður ekki endurheimt fyrir dómsstólum. En það er hugsanlegt að hann gæti fengið örlitla æru aftur ef hann skilaði milljörðunum sem hann tók af þjóðinni. Getur siðblinda náð hærri hæðum.

Finnur Ingólfsson í öryggismálin

finnu.jpgSamkvæmt frétt í DV þykir líklegt að sjálfur holdgervingur spillingarinnar ætli að "kaupa" öryggisfyritækið Securitas með fulltyngi fyrrverandi þingmanns framsóknarflokksins Guðjóns Ólafs Jónssonar. Nákrumla Framsóknar er að teygja sig upp úr ormagryfjunni til að krækja sér í síðustu bitana. Ef satt reynist trúi ég ekki öðru, en að viðskiptavinir Securitas muni keyra fyrirtækið í þrot með því að beina viðskiptum annað.

Gleymum hvalaskoðun og hálendisrápi

og bjóðum upp á almennilegt fjör. Loftbardagar t.d. yfir Þingvöllum á miðsumarnótt með æsandi drunum. Það getur enginn slegið út slíka þjónustu við ferðamenn og að sjálfsögðu á það vera undir stjórn Ferðaþjónustu bænda.

Hvað hafa þessar s.k. skilanefndir að fela ?

Þær harðneita að láta Ríkisskattsjóra frá umbeðin gögn. Maður hlýtur að álykta að þessar nefndir búi yfir upplýsingum sem þola ekki dagsins ljós. Eru nafndarmenn kanski flæktir í þessi mál sjálfir ? Að sjálfsögðu á Ríkisskattstjóri ekki að biðja þessa gaura um eitt eða neitt. Hann á einfaldlega að senda hóp vaskra á staðinn sem tekur þau gögn sem honum sýnist.
mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýraníðingar

Sumum fjárbændum finnst það sjálfsagt að gelda hrútana sína án deyfingar af því að þeir tíma ekki að borga dýralækni fyrir deyfingu. Enginn þarf að velkjast í vafa um hver líðan dýranna er meðan á þessari viðbjóðslegu aðgerð stendur. Ég vil gjarnan vita hverjir þessir dýraníðingar eru. Svona einstaklinga á að lögsækja

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband