Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Fyllum salinn
9.10.2009
Hvers vegna þessi hógværð hjá Hreyfingunni? Kílum bara á þrjú hundruð borgarfulltrúa í Reykjavík í það minnsta.
![]() |
Vilja að borgarfulltrúar verði 61 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þar á ekkert að spara
8.10.2009
Það er kominn tími til að taka á þessu dekur og snobb ráðuneyti og skera það niður við trog. Að sjálfsögðu á ekki ráða neina nýja sendiherra í stað þeirra sem hætta. Það á að loka viðkomandi sendiráðum. Þjóðin hefur ekki efni á nýjum vínsmökkurum erlendis og engin er þörfin.
![]() |
Mannabreytingar í utanríkisþjónustunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt trix til að losna við bloggara
8.10.2009
Ég er einn af mörgum sem blogga um fréttir á mbl.is. Ritstjórinn er búinn að finna út hvernig hann losnar við þessa óværu sem bloggara eru: Hafa nógu leiðinlegar fréttir þannig að engin leið er til að skrifa blogg um fréttina. Eða er Mogginn bara orðinn svona hrikalega leiðinlegur eftir ritstjóraskiptin ? Nokkrar spennandi fyrirsagnir í dag:
Fundi VG lokið
Eggert aftur til Ham
Óveður í aðsigi
Fjarskild frænka hafði samband
Mikill niðurskurður í hreinsun á veggjakroti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ekki nóg
7.10.2009
Takið af honum lúxusvagnana, vínkjallarana, Armani fötin, allt lausafé og Rolexúrin líka. Síðan má hann hlaupa um berrassaður á Fjölnisveginum mín vegna.
![]() |
Gengið að húsi Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjarkmennið Ögmundur
6.10.2009
Þegar hann sá hvaða verkefni biðu hans í komandi blóðugum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu guggnaði hann. Fór fyrstur í lífbátinn þegar slagsíðan jókst, til þess eins að bjarga sínu pólitíska skinni. Var settur í dýrlingatölu fyrir vikið.
![]() |
Hefur trú á að stjórnin lifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráð hvað ?
5.10.2009
Þetta svokallaða viðskiptaráð er búið að gaspra gegnum árin um stórfengleik hinnar tæru snilldar og var einhver öflugasti kór útrásarinnar. Mér er alveg sama þó þessi kallaklúbbur hittist í lokuðum herbergjum með kampavín og vindla en ég frábið mér einhverjar yfirlýsingar frá klúbbnum.
![]() |
Hættir sem formaður Viðskiptaráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þetta nýtt eða gamalt ?
5.10.2009
Lengi vel ríghélt ég í AGS hugmyndina, sem ég taldi vera einu lausnina, en nú renna sannarlega á mig tvær eða fleiri grímur við lestur þessarra fréttar. En gott væri að vita hversu ný þessi skýrsla er. Mogginn sendi t.d. í gær "glænýjar" upplýsingar síðan 2007 um hvar væri best að búa í heiminum. Er farinn að taka fréttir Mbl.is með fyrirvara.
![]() |
Kröfur AGS auka kreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glæný frétt frá 2007
4.10.2009
Nú detta mér allar dauðar. Ég stóð í þeirri trú að við hefðum verið fremst og best árið 2007. En vorum bara í 3. sæti. Hvernig væri nú að fá upplýsingar um stöðu okkar nú. Spurning er hvort við lendum fyrir ofan eða neðan Sierra Leone og gætum þá kanski hreppt 181. sætið.
![]() |
Lífskjör best í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða stórlaxar munu sleppa ?
4.10.2009
Jú að sjálfsögðu stórlaxarnir í stjórnmálaflokkum og í stjórnkerfinu, sem leyfðu hruninu að eiga sér stað.
![]() |
Stórlaxarnir munu ekki allir sleppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grípum til vopna
3.10.2009
Baulum og ullum framan í þessar 26 þjóðir. Það svínvirkar.
![]() |
26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |