Burt með Álfheiði

Björn Zoëga forstjóri LSH er ekki bjartsýnn eftir aðra umræðu um fjárlög og það með réttu. Spítalinn fær enga leiðréttingu vegna gengisáhrifa á meðan á fjölmörgum stöðum í stjórnkerfinu er þetta leiðrétt. Stendur öllum á sama um framtíð spítalans? Hefur ráðherrann engan áhuga á sínum málaflokki, nennir hún ekki að sinna starfi sínu, eða er hún enn í draumheimi fyrir utan lögreglustöðina ? Heilbrigðiskerfið þarf annan ráðherra en Álfheiði Ingadóttur og það strax. Þesi kona ætlar að rústa LSH.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ekki samt bara EINHVERN annan!?

"eða er hún enn í draumheimi fyrir utan lögreglustöðina?"
Aldrei fatta ég neitt, hvað ertu að vitna í þarna?

Eygló, 23.12.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Offari

Hvar er þessi Álfheiði?   Er ekki hægt að grafa göng í gegn ef heiðin er eitthvað fyrir þér?

Offari, 23.12.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Eygló

Rétt Offari, nú man ég, hún er í Kópavogi! Mætti e.t.v brúa? eða aka sveig? Undirgöng svo 2007 eitthvað.

Eygló, 23.12.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þtið eruð nú alveg óborganleg Offari og Eygló:) En Gleðileg Jól kæru bloggvinir p.s. Offari ég vil fá Siv í ráðuneytið

Finnur Bárðarson, 24.12.2009 kl. 14:07

5 Smámynd: Sneglu-Halli

Satt er það að Siv er fríðari sýnum en Álfheiður. Er eigi að undra, að svo ungur maður sem Finnur er, kjósi fríðleikann fremur en vitið. Það hygg ég þó að sú síðar nefnda muni harðskeyttari í handatiltektum; treysti ég henni því betur til að höndla fjármuni hins opinbera.

Sneglu-Halli, 24.12.2009 kl. 18:39

6 identicon

Þessi Álfheiður er óttalegur álfur.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 22:19

7 Smámynd: Sneglu-Halli

Eigi hugnast huldumönnum þá gárungar kalla þá "álfa". Gæt þú þess nú, gálausi maður, að eigi komi yfir þig hefnd huldufólksins áður en árið er liðið.

Kveðjur af Kili, SH

Sneglu-Halli, 24.12.2009 kl. 22:29

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sneglu Halli, hún var æðsti yfirmaður minn um skeið og að mínu mati var hún einn sá besti. Svo skaðar ekki útlitið :) Álfheiður hefur því miður engan áhuga á sínum málflokki. Eða viljum við sökkva LSH í kaf ?

Finnur Bárðarson, 25.12.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband