Skinkubréfsdráttur

Það er munur á þjófum og þjófum. Þegar stóra skinkubréfsmálið kom upp á Selfossi fyrir nokkru var það kallað þjófnaður og gerandinn þjófur. Þegar Armani bófarnir í bönkunum stunda margfallt stórfelldari iðju er að það kallað fjárdráttur samanber mál starfsmanns Landbankans sem "teymdi" til sín á annað hundrað milljón króna. Er ekki kominn tími á að samræma málfar og tala tæpitungulaust. Að taka eitthvað ófrjálsri hendi er þjófnaður og viðkomandi þjófur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ef þú neyðist til að gerast þjófur þá er betra að vera stórtækur en að stela eingöngu því sem þú nauðsynlega þarft. Þetta er boðskapur ríkisvaldsins bara verst að hafa ekki þekkingu til að geta gripið eitthvað stórt svo maður þurfi ekki að gera slíkt aftur.

Offari, 4.12.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bankagaurinn ætlaði einmitt að gera það sem þú segir Offari. Trúlega sleppur hann með áminningu.

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held við ættum ekki að ala á fordómum, okkur armingjunum væri nær að læra af þessum gaurum og fara að teyma til okkar fjármuni og verða menn með mönnum.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hm.. þú segir nokkuð Baldur. Hvar er þessi aflandseyja með millurnar ? Er beint flug þangað ?

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 16:36

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér líst betur á að setjast að í hverfinu þar sem Elin Nordegren er að berja Tiger Woods með golfkylfu. Mér er sagt að einhverjir íslenskir auðmenn eigi hús þar. Karl Wernersson er nefndur til sögunnar en líka Kristinn Björnsson.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he, hvað er maður að gera á þessu volaða skeri þegar betra býðst ?

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 16:52

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, fyrst verðum við að læra að teyma. Gleymdu því aldrei að allir þessir gaurar urðu fokríkir á því að teyma til sín krónurnar þínar og mínar. Þeir sköpuðu ekkert sjálfir. Ekkert. Og það er staðreynd.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 17:11

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nefnilega þjófnaður og ekkert annað. Þar sem ég get ekki lært að teyma vil ég fá bandarísku lögregluna til að hreinsa burt þessa gaura, og það á að ske með fádæma fruntagangi.

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 17:17

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alltaf gaman að smá fruntagangi, ég verð að segja það.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 17:23

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Skinkubréfsdráttur...Hélt fyrst að hér væri eitthvað nýstárlegt á ferð....

hilmar jónsson, 4.12.2009 kl. 20:06

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sorry pal, alltaf sama gamla stöffið, sættu þig við það.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 20:44

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Veit hvað þú hugsar Himar var að pæla í þessu þegar ég skrifaði það :):)

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 20:54

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að þetta raus um fruntagang í skinkubréfsdrætti hafi komið heilafrumunum í Hilmari til að starfa á tvöföldum hraða.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 21:07

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

orðið..... vekur upp ýmislegt :)

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 21:10

15 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sælir strákar. Samt er þessi Landsbankamaður bara "smátittur" ef við skoðum helstu eigendur bankanna og útrásarvíkinga þar sem milljarðar á milljarða ofan hurfu með einum eða öðrum hætti. Það er gott að hægt sé að ná sem flestum sem hafa framið lögbrot en ef stórlaxarnir sleppa...

Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 22:41

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Guðmundur, það er ótrúlegt hve ríkt það er í Íslendingum að reyna alltaf að auðgast í snatri með lítilli fyrirhöfn. Þetta er ekki geðslegt hugarfar. Það verður erfitt að kenna kommunum um það en ég skal reyna.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 22:51

17 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mikið rétt Baldur en keep on trying :)

Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 23:14

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðmundur ýtum öllum lagabókstaf til hliðar og keyrum á þetta lið með fullri og ofbosðlegri hörku. Ég vil ekki sjá nein dómsmál. Ég vil sjá rétlætinu fullnægt án dóms og laga..........

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 23:22

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú hefði verið gott fyrir þig að hafa refaskyttuna með þér í liði en þú móðgaðir hana svo gressilega......

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 23:26

20 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég skil hvað þú átt við Finnur. Ciao.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.12.2009 kl. 00:11

21 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Money for nothing and the chicks for free

Kjartan Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 01:09

22 Smámynd: Eygló

Pant fá að vera með ykkur í teymi.

Yrði það teymisteymi eða dráttarteymi? Nei, kannski ekki það síðarnefnda, gæti útlagst sem hóp- eða ringulreið.

Eygló, 5.12.2009 kl. 15:53

23 Smámynd: Finnur Bárðarson

Refaskyttan, nei annars vil heldur hafa hann móðgaðan en nýta þjónustu hans. Eygló þegar við förum að forherðast verður þú velkominn í Teymið undir dyggri stjórn Baldurs.

Finnur Bárðarson, 5.12.2009 kl. 18:17

24 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðmundur, þú náðir þessu :) án þess þér findist ég vega að þinni stétt.

Finnur Bárðarson, 5.12.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband