Kreppan leiðrétt hjá Arion

Á DV er greint frá launhækkunum starfsfólks bankans. Ekki fæst upp gefið hversu miklar launahækkanir er um að ræða en Berghildur Erla Bernharðsdóttir, talsmaður bankans staðfestir að launahækkanir hafi átt sér stað hjá bankanum undanfarið. Hún kallar hækkanirnar launaleiðréttingu . Hvað er í gangi hér ? Eru þetta bónusgreiðslur fyrir að leggja bankann í rúst ? Er verið að endurræsa spilavítið á ný ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Leynd og pukur, Finnur Bárðarson, sama hvert litið er í kerfinu - alls staðar sama ógeðfellda launungin og baktjaldamakkið. Það er ekkert gefið upp. Ekki einu sinni hvers vegna ég og þú eigum að borga Icesave.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skrítin þessi félagshyggju"gleraugu" sem áttu að sýna allt gegnsæjið

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ætli þetta séu ekki bara sólgleraugu?

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef starfsfólk á gólfi er að fá þessar hækkanir, styð ég þær.  Bæði er það að hinn almenni starfsmaður hefur ekkert með óráðsíu bankans undanfarin ár að gera og hitt að hinn almenni starfsmaður hefur heldur ekki verið oflaunaður undanfarin ár.

Launahækkanir á toppana eru mér á móti skapi.

Anna Einarsdóttir, 2.12.2009 kl. 12:47

5 Smámynd: Offari

Fæ ég ekki líka launaleiðréttingu?

Offari, 2.12.2009 kl. 12:51

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eða þaðan af verra Baldur td  "rafsuðu" gleraugu

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 12:55

7 Smámynd: Offari

Gagnsæið er frekar matt þessa dagana.

Offari, 2.12.2009 kl. 12:59

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Allt er eins og fyrr, gleraugun biksvört og rúllugardínur dregnar fyrir. Ég efast, Anna um þetta með venjulega fólkið. Mig grunar að allir hafi vitað hvað hér var í gangi allan tímann, annars hefði þessi "árangur" ekki náðst nema með samstilltu átaki.

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 14:56

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Aldrei þessu vant er ég ósammála þér Finnur.   Ég vann sjálf í útibúi Kaupþings banka í nokkra mánuði í kringum hrunið og ég fullyrði að almennt starfsfólk hafði ekki hugmynd um hvað gerðist á toppnum.  Allavega ekki á mínum vinnustað. 

Anna Einarsdóttir, 2.12.2009 kl. 19:54

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gat nú skeð, það var einmitt einn svona óbreyttur starfsmaður frá Kaupþingi sem hringdi tvívegis heim til okkar Jónu og reyndi að stela frá okkur sparnaðinum þótt lítill væri. Ég lét blekkjast en sem betur fer varaði Jóna sig á þessum óþokka. Hann vissi sko vel hvað hann var að gera - taka peninga af venjulegum innistæðureikningi og flytja yfir í einhvern sjóð eða bréf, sem urðu svo að engu eftir hrunið. Og allt átti þetta að vera vegna umhyggju fyrir okkur Jónu. Ég er nærri viss um að þessi starfsmaður var Anna Einarsdóttir.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 20:23

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er nú svo blessunarlega laus við að hafa nokkurn tíma á ævinni talað við þig Baldur.     En þú mátt hafa þína hugaróra án þess að það raski svefni mínum.

Anna Einarsdóttir, 2.12.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband