Er verið að biðja um samúð ?
27.11.2009
Ekki ræða það, get ekki kreist fram eitt tár. Þegar þúsundir hafa misst vinnu, meirihluti launamanna eru að lækka í launum. Margir hafa misst allt sitt. Það eru engar hetjur á hafi, engar hetjur í landi. Bara fólk sem vinnur vinnuna sína eða er atvinnulaust.
Hvetja sjómenn til að sigla í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- jennystefania
- skagstrendingur
- snjolfur
- svarthamar
- jonsnae
- egill
- offari
- saemi7
- icekeiko
- kamasutra
- muggi69
- hildurhelgas
- sveinnelh
- zeriaph
- jaherna
- gisgis
- jenfo
- sleggjudomarinn
- vistarband
- gun
- hreinn23
- svanurg
- brjann
- gustichef
- fridust
- fridaeyland
- fridabjarna
- tara
- gudruntora
- kreppan
- kreppukallinn
- ace
- thj41
- skessa
- rutlaskutla
- nimbus
- baldher
- skrilllydsson
- gattin
- jakobk
- annaeinars
- disdis
- himmalingur
- gudrunkatrin
- larahanna
- gudmunduroli
- amman
- katrinsnaeholm
- jensgud
- martasmarta
- fhg
- agustg
- birgitta
- tryggvigunnarhansen
- baldurkr
- fun
- salvor
- kreppuvaktin
- olinathorv
- imbalu
- gelin
- gumson
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- valdimarjohannesson
- flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég las nú ekki neitt samúðar ákall út úr þessu, miklu frekar "Við munum berjast fyrir okkar rétti" eitthvað sem mun fleiri þyrftu að gera nú þegar verður skorið niður til hægri og vinstri.
Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:41
Það er ekki verið að biðja um samúð Finnur.
Þótt sumir sjómenn hafi það fjarska gott þá eru þeir fleiri sem hafa það bara sæmilegt og sumir hafa það hreinlega skítt. En af einhverjum ástæðum hafa fréttamenn aðeins áhuga á toppskipunum og matreiða fréttirnar gjarnan, að þannig sé það á línuna. Sem er fjarri sanni.
Það er alger forsenda þess, ef afnema á sjómannaafsláttinn með lögum, að sömu lög tryggi að útvegsmenn greiði ígildi hans í hærri launum. Það er ekki hægt að ætla sjómönnum sjálfum að sækja þetta til LÍÚ eins glæsilega og það hefur gengið undanliðin ár að sækja eitthvað til þeirra með stöðugar lagasetningarhótanir yfir höfði í hverju verkfalli.Raunar er sjómannaafsláttur algert rangnefni því hann var settur á með samkomulagi milli útvegsmanna og Ríkisstjórnar til að liðka fyrir samningum 1954. Hann var og er því niðurgreiðsla á launagreiðslum útgerðarinnar.Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 15:55
Af hverju á ég að eyða skattpeningnum mínum í að niðurgreiða launakostnað fyrir útgerðirnar í landinu??
Ástþór (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:22
Skil að þér rennur blóðið til skildunnar Axel. En hefur ekki ansi margt breyst, fá t.d. hafnsögumenn ekki þennan afslátt. En mér finnst að vinnuveitandinn eigi að borga. Annars var færslan bara um tíðina eins og hún er núna. Búið er að taka af öryrkjum og öldruðum. Yfir höfuð á að taka af alla bitlinga hjá hinu opinbera.
Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 16:22
Það eru vissulega aðilar sem njóta sjómannaafsláttar sem orkar tvímælis en tilgangurinn er ekki að ná þeim, því allt er slegið af.
Auðvitað á greiða þetta beint sem laun en ekki lauma þessu inn bakdyramegin í gegnum ríkið. En þeir eru víða bitlingarnir, kem aðeins inn á það í mínu bloggi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.