Burt með dekrið
20.11.2009
LSH berst í bökkum við að annast sjúklinga vegna fjárskorts. Á meðan er lagt ofurkapp á að halda við tilgangslausum sendiráðum Íslands víða um heim. Að sjálfsögðu vill Össur eiga mikið undir sér og hafa stóran flokk manna á ofurlaunum við vínsmökkum og sjálfsdekur. Grunnviðir samfélagsins eins og sjúkrahús eru í hans huga hégómi einn miðað við drauminn um STÓRÍSLAND. Hugmynd Styrmis Gunnarssonar um stórkostlega fækkun á þessum kokteilstofnunum er löngu tímabær.
Læknaráð lýsir áhyggjum af sparnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er ansi hræddur um að Össur hafi smitast af stórmennskubrjálæði hennar Ingibjargar Sólrúnar enda bestu vinir og umgangast mikið. Er ekki til eitthvað meðal/lyf fyrir þetta pakk?.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 21:51
Ekki gleyma Árni að Davíð skipaði flesta sendirherra fyr og síðar. En 3-4 sendiráð er nóg
Finnur Bárðarson, 20.11.2009 kl. 21:55
Já já en það breytir því ekki að það er í höndum Össurar að fækka vínsmökkurunum eins og þú kallar þetta snobbpakk réttilega.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:00
þarf ekki að fara að "vopnast"
Jón Snæbjörnsson, 20.11.2009 kl. 22:10
Jón það fer að styttast í það
Finnur Bárðarson, 20.11.2009 kl. 22:59
Er málið ekki einfalt?
Er ekki spurningin einfaldlega þessi; hvort viljum við að lögð veði niður ein deild á sjúkrahúsi hér heima eða sendiráð út í heimi?
Ég þykist vita að starfsmenn viðkomandi sendiráðs muni velja sendiráðið umfram sjúkrahúsið en þeir verða vart mikið fleiri, eða hvað?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2009 kl. 02:26
Sæll Finnur.
Allt sem viðkemur Utanríkisráðuneytinu er í felum enda er verið að koma undan á hljóðlátan hátt fjármunum og það miklum, ti þess að geta staði undir undirbúningskostnaði að aðildar umsókn Jóhönnu og Össurs og hinna sem eru í kjölsoginu.
Skömm að svona leyniverkum.
Ég hefði bara ekki trúað þessu en nú sé ég verkin þó ég sjáí ekki hugmyndasmiðina !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 03:44
Hvað með leyniþjónustu Íslands í Keflavík? Oftast kallað eitthvað annað.
Þótt ég sé hjartanlega sammála ofanrituðu þá má spara víða innan heilbrigðiskerfisins. Þetta marga smáa er ekki sparað heldur lokað deildum til að sýna fram á alvarleikann!
Eygló, 21.11.2009 kl. 04:33
sendiráð versus spítali = aðrir peningar ekki sama deild og ekki sami ráðherra, þannig er þetta hér hjá okkur - forgangsröðun vantar gjörsamlega - heilbrigð skinsemi ætti að vera eins og getið er hér fyrir ofan hjá bloggurum spítali (umhyggja) er meira viðri en sendiráð (vínboð)
þannig er það nú í stórum drátttttum
Jón Snæbjörnsson, 21.11.2009 kl. 11:04
Takk öll fyrir athugsemdir. Það er bara þetta sem ég þoli ekki eins og þið mörg bendið á að heilbrigð skynsemi ræður ekki för þegar þarf að forgangsraða.
Finnur Bárðarson, 21.11.2009 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.