Ásgerður ?

Hvað með það, þetta s.k. sveitarfélag sem sækir alla sína þjónustu til Reykjavíkur. Hvað kemur það okkur við þó viðkomandi heitit Ásgerður eða eitthvað annað ? Geisp
mbl.is Ásgerður sigraði á Nesinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Finnur !

Reyndar; byggðist Reykjavíkur þorp, upphaflega, út úr Seltjarnarnes hreppi, hinum forna.

Burt séð; frá Ásgerði - eða öðrum Valhallar griðkum, svo sem.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 01:39

2 identicon

Sæll Finnur.

 Góð ábendng með þjónustuna ,

 þeir efnameiri SOFA ÞARNA, en nota alla þjónustu í Reykjavík !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 01:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skella þeim bara undir hattinn í Reykjavík, hlýtur að vera ódýrara.

Hér norðan heiða er ein pizza-sneið, sem eigi vill sameinast norðurþingi og þeir eru svo fámennir að varla er hægt að skipa í nefndir, alla þjónustu sækja þeir til Húsavíkur.

Nú verður breyting á samkvæmt nýu lögunum um lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Kveðja í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2009 kl. 08:02

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvaða hvaða ansk læti eru þetta - ekki svefnfriður fyrir ykkur

Jón Snæbjörnsson, 8.11.2009 kl. 10:42

5 identicon

Fáfræði. Seltjarnarnesbær borgar fyrir þjónustu sem það fær frá Reykjavík, t.d. sorphirðu. Haldið þið virkilega að bærinn fái ókeypis þjónustu frá Reykjavík? Hafið staðreyndir á hreinu áður en þið tjáið ykkur.

Hannes (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 10:44

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jón minn fórstu öfugu megin út úr rúminu í morgun, engin er að tala um að þið borgið ekki fyrir það sem þið fáið frá Reykjavíkinni, þeir borga einnig sem í henni búa, engin sleppur við það.

Njóttu dagsins
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2009 kl. 10:50

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæl Milla, neinei ég fór réttu megin framúr

það kemur kanski að því einhverndaginn að þessir "hreppar" hér við Faxaflóann verði settir inn í eitt "Samband" - líklega réttast sé horft út frá skinseminni hver sem hún nú er þegar pólitíkin á í hlut

Hafðu góðan dag

Nonni

Jón Snæbjörnsson, 8.11.2009 kl. 11:00

8 identicon

Sá er munurinn á Seltjarnarnesi og " hreppunum" þar um kring, að allir hinir "hreppanir" skulda milljarða á milljarða ofan. Hafa gegnum árin slegið lán á lán ofan - sem börn framtíðarinnar eiga síðan að borga.

 Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi hafa í hálfa öld, gert sem allar hyggnar fjölskyldir gera, þeir hafa framkvæmt hlutina - þegar peningar voru í kassanum.

 Enda með  EIGIN hitaveitu og ALLA bestu þjónustu allra " hreppana" kringum höfuðborgina.

 Það er von að vinstra öfundarliðinu líði bölvanlega !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 12:08

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skinsemi Jón það er nefnilega hin stóra spurning, ég hef nú lengst af minni ævi búið  fyrir utan Reykjavík, en man er lítil ég var, hvað það var skemmtilegt að fara með pabba og afa út á nes og kaupa í soðið af trillukörlunum, þá var heilbrigð skinsemi í hávegum höfð. Svo fékk maður allt á sama stað, signa grásleppu, rauðmaga, herta þorskhausa og harðfisk óbarinn og best bar að brenna roðið, nú og allan annan fisk, allt eftir árstíma.

Eg er ekki meðmælt því að góð og sterk bæjarfélög sameinist öðrum, en þessi litlu hljóta að gera það betur með þeim stóru.
Hrepparígurinn hlýtur að vera á enda runninn.

Kveðja líka til þín Finnur minn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2009 kl. 13:22

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það óvænta er að þetta mun víst vera mjög sterkur og sigurstranglegur listi! Hefur aldrei heyrst áður.

Eða eins og maðurinn sem sagði;"Það sem aldrei hefur gerst áður getur alltaf gerst aftur".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2009 kl. 14:56

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sé að Axel er með þetta á hreinu ;)

Jón Snæbjörnsson, 8.11.2009 kl. 17:03

12 Smámynd: Kama Sutra

Tek undir með síðuhöfundi.  Geisp...

Kama Sutra, 8.11.2009 kl. 18:40

13 identicon

Það myndi auðvitað spara íbúum höfuðborgarsvæðisins milljarða á ári, að sameina öll sveitarfél-ögin undir eina stjórn. Það sjá allir, en það eru of margir kóngar og drottningar sem vilja fá að stjórna ,, sínum ríkjum " áfram.

Stefán (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband