Hvítvoðungaþjóðin
29.10.2009
Bara spurning ein, er lýsandi fyrir þroskastig þjóðarinnar. Hverjum treystir þú best til að leiða þjóðina úr kreppunni ? Ég skil vel að einhver þarf að leiða ungabarn yfir umferðargötu. En fullorðnir eru greinilega á þroskastigi hvítvoðungsins og þarf alltaf að láta leiða sig, fram á gamals aldur. Trú á eigið frumkvæði er ekkert eins og hjá óvitanum sem treystir því, að einhver annar muni leysa öll vandamál og gera allt fyrir hann. Hvers vegna valdi enginn Guð ?
Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
því er sí og æ verið að hræra í sama pottinum - sóun á tíma og peningum sem og rótar enn frekar í fólki
Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 14:05
Gerð var úttekt í gullfiskabúrinu og fegurstu gullfiskarnir spurðir, ljótu leiðinlegu fiskarnir voru látnir afskiptalausir.
.... og ég syndi á braut og slæ litla ljóta svarta sporðinum í áttina að gullfiskunum. Megi þeir og afkomendur þeirra lifa hamingjusamir "ever after".
Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.10.2009 kl. 14:17
Jafnvel Frank Sinatra hefði beðið lengur með næsta comeback.
Hins vegar væri nú gaman ef Davíð færi í framboð, af ástæðum sem of langt yrði upp að telja.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.10.2009 kl. 14:56
Jón: Halda áfram en ekki leita að Guðlegum einstaklingi. Taka málin í eigin hendur.
Jenný: He. he, góður.
Hildur: Mig grunar að hann þekki ekki sinn vitjunartíma og fari fram.
Finnur Bárðarson, 29.10.2009 kl. 15:13
af hverju eru þeir ekki spurðir sem þurfa að borga ruglið aftur og aftur, á svosem ekki nein nöfn á takteinunum en það má alveg eins ver Gunnar Hannsson fiskverkamaður á Langanesi eins og hver annar
Í alvöru hvað vita þeir meira "hvítflybbarnir" ?
Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 16:47
Nákvæmlega Jón.
Finnur Bárðarson, 29.10.2009 kl. 16:48
Ég er ósáttur við það hve lítið fylgi Framsóknarmaðurinn fékk.
Offari, 29.10.2009 kl. 22:05
úúúfff Offari
Jón Snæbjörnsson, 30.10.2009 kl. 08:52
Ég deili sorgum bloggvina hvar í flokki sem þeir standa
Finnur Bárðarson, 30.10.2009 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.