Íslenska FBI
25.9.2009
Mér hugnast um margt hverning Bandaríkjamenn taka á fjármálaglæpum. Í viðtali Gunnar Andersen, forstjóra FME við vefritið Complinet, segir hann, "að stofnaðar verði sérsveitir að bandarískri fyrirmynd innan stofnunarinnar sem fari í skyndiheimsóknir í íslensk fjármálafyrirtæki sem grunur leikur á að fylgi ekki lögnboðnum reglum". Hér er kominn maður sem er tilbúinn að setja upp járnglófana. Þetta líkar mér Gunnar. Tími silkihanskanna er liðinn. Látum íslensku Mafíuna fara að skjálfa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Líst vel á þennann Gunnar og sammála þér Finnur
Jón Snæbjörnsson, 25.9.2009 kl. 15:52
Er búinn að spyrjast fyrir um hann, þetta ku vera pottþéttur maður, sem er ekki til sölu.
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 15:55
nákvæmlega hann er sko ekki til sölu - hefur gefið það margoft í skin - í orði sem og á borði
Jón Snæbjörnsson, 25.9.2009 kl. 16:02
Þó fyrr hefði orðið.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:07
Ég vil fá sérstaklega harðhenta menn í djobbið Árni
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 16:10
Sammála. Gunnar kemur vel fyrir og sýnist trúverðugur.
Guðmundur St Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 17:11
Vert er að binda vonir við að þetta verði raunin.
Ég hrífst líka af því hvernig Bandaríkjamenn taka á þessum málum, glæpalýðurinn er gripinn, dæmdur og byrjaður að afplána sinn dóm áður en yfirvöld hér fara svo mikið sem hugsa málið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2009 kl. 19:11
Nákvæmlega Axel. Umburðarlyndi mitt gagnvart bófum er nákvæmlega ekkert um þessar mundir. Er að skoða aðferðir spænska rannsóknarréttarins af miklum áhuga.
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 19:14
LOL, spænska rannsóknarréttarins, af öllu gríni slepptu, þá er FBI mjög öflug stofnun. Man t.d. eftir Blagojevic ríkisstjóra, er var handtekinn fyrir að gera tilraun til að selja þingsætið hans Obama, hæstbjóðanda.
Þurfum sannarlega eitthvað svoleiðis. Sennilega, er það embætti Ríkisslögreglustjóra er væri rétti miðpunturinn. En, þá þarf sennilega fyrst hefja þar innan dyra, gagngera endurskoðun og hreinsun - enda eru þar enn til staðar skósveinarnir hans Björn Bjarna.
Það þarf, að snúa við þeirri, niðurskurðar og sveltistefnu gagnvart löggæslumálum, og lögbundnum eftirlitsstofnunum almennt, sem hefur tíðkast liðna 2 áratugi.
En, ef menn vilja vandað starfsfólk, þá kostar það. Engin leið framhjá því.
--------------------
En ég er hræddur um, að hagsmunir Samfó, standi í vegi. Að Samfó vilji ekki rannsókn, sé að tefja mál - en mundu, að fyrir síðustu kosningar, kom í ljós að X-D, X-S fengu langhæstu styrkina frá bönkunum og fyrirtækjum í eigu eigenda þeirra. X-B var þriðji í röðinni, nokkuð fyrir aftan X-S. VG var vart á blaði.
Ef þetta er rétt mæling á áhrifum þessara aðila, innan viðkomandi flokka - þá, getur verið maðkur í mysu, þannig séð, og að ráðherrar Samfó séu í reynd að tefja.
Mundu að Árni Páll, réð til sín nýlega sem auka aðstoðarmann, einstakling er var hátt settur innan eins af hrun-bankanna, og hefur án efa verið einn af þeim er fékk hundruðir milljóna í eigin gróða. Getur verið vísbending.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.9.2009 kl. 22:53
Fín athugasemd Einar eins og þín er von og vísa, næstum færsla út af fyrir sig. En sammála er ég þér.
Finnur Bárðarson, 26.9.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.