Veruleikafirring er ólæknandi
25.9.2009
Það er svo sem allt gott og blessað við það að trúa á álfa og hulduverur. Að telja sér trú um að Ísland verður brautryðjandi í atvinnulífi heimsins eftir tíu ár er í besta falli tálsýn eða fáránleg óskhyggja, sem á sér enga stoð í veruleikanum. Mun líklegra er að við verðum í hópi fátækari landa a.m.k. í Evrópu. Brölt í einhverri stjórnskipaðri nefnd breytir ekki dagdraumum í veruleika.
Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Athugasemdir
segðu, svona nokkuð fer stigversnandi - gildismat þjóðarinn - skilgreining gildismatsin - framtíðastyrkleiki - framtíðastyrkleikisþjóðarmat. úúfff
halda þjóðfund 14. nóvember -
við mætum er það ekki
Jón Snæbjörnsson, 25.9.2009 kl. 14:33
Ég mæti Jón. Og ekki vantar orðasalatið, þungt andvarp.
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 14:40
Mér er boðin sambærileg vinna í Qatar fyrir fimmföld laun. (Skattfrjáls að auki því þetta teljast láglaunastörf þar) Þannig að Ísland er vel samkeppnishæft hvað rekstur stóriðju varðar. Ég hef enga trú á að díselrastöðvarnar í Qatar séu það mikið ódýrari raforka að það útskýri launamuninnn í álverum.
Offari, 25.9.2009 kl. 14:51
Sæll Finnur.
Mér svelgdist á.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 14:52
Offari: Nú ertu kominn inn á svið þar sem mig skortir þekkingu. En ertu nokkuð að skrökva þessu með vinnutilboðið :)
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 14:59
Þórarinn: Takk fyrir innlitið. Ég er sjálfur að jafna mig eftir lesturinn. Þá er hún Pollýanna betri.
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 15:00
Sæll Finnur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef um þetta starf þá eru launin 1500000. á mánuði. Þú vinnur í þrjá mánuði og færð frí í þrjá mánuði. Frítt flugfar fram og til baka hvert sem þú ætlar í fríunum. Frítt húsnæði skólar heilsugæsla sími og internet. Ég veit ekki hvort mogginn fylgji líka frítt með.
Mig langar til að slá til. En hitinn þarna er 40° svo ég veit ekkh vort ég geti unnið þarna því mér finnst of heitt í mínu álveri þega hitin utandyra fer yfir 10°.
Offari, 25.9.2009 kl. 16:03
Hvers vegna ekki að kíla á þetta? Þetta er nú betra en að skríða endalaust í brunarústum. Flott þetta með fríið. Mér er sagt að fólk upplifi ekki þennan hita í samræmi við háar tölur.
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.