Á að kyssa fánann líka

Það fór um mig hrollur þegar ég las um tillögu Borgarahreyfingarinnar um að sverja hollustueið við hreyfinguna. Hvernig verður þessi serimónía, fáninn kysstur og handleggnum lyft ? Svo mikið er víst að ég mun aldrei ganga yfir þessa brú sem hreyfingin er með í smíðum.
mbl.is Tillaga þingmanna féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Heil Borger !"

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Neddi

Það á nú enn eftir að kjósa um breytingartillögur við þessar tillögur þannig að þetta er nú ekki enn komið inn í lög hreyfingarinnar.

Neddi, 12.9.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ja og í leðurstígvélin Axel

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 16:02

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Neddi: Það er bara orðalagið sem hljómar skuggalega. Ég vil nú ekki ætla mönnum neitt illt í þessum efnum en.....

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 16:04

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það er sitthvað sem þarf að breyta hér og nú er verið að því. bara í þessum skrifuðu orðum

Sævar Finnbogason, 12.9.2009 kl. 17:16

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er gott að heyra Sævar. Vonandi eru þetta vaxtarverkir.

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 17:19

7 identicon

Af hverju ekki bara að segja Heil McDonalds?

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:26

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þessi fyrrverandi hreyfing borgaranna er orðin andvana fæddur gamaldags stjórnmálaFLOKKUR með venjubundnum flokkadráttum, valdabaráttu, klíkuskap og almennum leiðindum. Til hamingju þið sem kusuð þessi leiðindi yfir ykkur. Núna eru einhver þúsund manns endanlega að missa trúna á mannkynið. Er fólk fífl?

Guðmundur St Ragnarsson, 12.9.2009 kl. 21:05

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðmundur: Að fæðast gamall er ekki gott. En mér sýnist þetta vera mega leiðindi frá upphafi til enda og það er frekar dapurlegt. Ég kaus ekki eitt eða neitt og mun ekki gera. Flokkar eru ekki neitt fyrir mig.

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 21:41

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Kannski ég verði alveg eins og þú núna. Kattavinur OG óflokksbundinn :)

Guðmundur St Ragnarsson, 12.9.2009 kl. 22:44

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Gefum þessu sjens. Það er kraftmikið hugsjónarfólk komið í stjórnina.

Fólk sem ekki mun kvika frá upphaflegri stefnu samtakanna.

hilmar jónsson, 12.9.2009 kl. 23:22

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér líður best sem ÓB kattavinur Guðmundur, ekkert vesen velkominn í klúbbinn. Hilmar: Er nú líka sammála að gefa þessu séns.

Finnur Bárðarson, 13.9.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband