Geggjunin nær áður óþekktum hæðum

krimm.jpgEr þessum manni ekki sjálfrátt, að dirfast að hrækja þessu fram í þjóðina. Hann heimtar 10,8 milljarða í bónusgreiðslur fyrir sig og félaga sína. Ég hélt að veruleikafyrringin gæti ekki komist á þetta stig. Þjóðin þarf ekki á þessum banka að halda, og allra síst forstjóranum. Þennan s.k. banka þarf að keyra í þrot.
mbl.is Stjórnendur vilja milljarða í bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hver er þessi Óttar Pálsson?  Þessar bónusgreiðslur þýða 41,5 - 166 milljónir að meðaltali á starfsmann yfir tímabilið.  Óttar sem forstjóri fær þá væntanlega 150-750 milljónir í sinn hlut í bónusgreiðslur.  Þetta er alveg út úr korti.

Guðmundur Pétursson, 18.8.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott að fá einhvern sem getur reiknað, mig svimar við lesturinn á athugasemd þinni. Hef aldrei heyrt minnst á gaurinn.

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mig langar að koma þessum mönnum í samfélagsvinnu við að moka skurði uppi á hálendinu.......... í vetur.

Heiða B. Heiðars, 18.8.2009 kl. 18:00

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

þegar hitastigið nálgast -20 gráður

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir gera ekki það sem þeir fá kaup fyrir að framkvæma nema fá stjarnfræðilega bónusa að auki! Hvar hafa þessir bjálfar verið að undanförnu? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.8.2009 kl. 18:05

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

og hvaða gaur er þessi Óttar? Er hann ný 2009 stjarna sem er að hefja sinn feril.

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 18:09

7 identicon

Hin svokallaða siðbót eða hin stórskemmtilega flétta "Millistjórnendum ýtt uppá við"

Guðmundur þú spyrð hver er þessi Óttar. Því er fljótsvarað, hann enn ein afurðin frá skrýmsladeild Logos.

Óttar Pálsson er lögfræðingur að mennt og leiddi áður lögfræðisvið Straums. Hann tók við forstjórastarfinu starfinu af William Fall sem lét af störfum þegar bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu.

Óttar var einn af "toppunum" hjá lögfræðistofunni Logos þar sem hann starfaði á árunum 2001 - 2006. Hann hafði m.a. Actavis og Icelandair á sinni könnu.

Arnar Steinþórsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:21

8 identicon

Sæll Finnur.

Þegar ég sá þetta áðan ,þá datt mér í hug:

Er búið að gefa út" nýtt grínblað."

Þetta eru Brjálæðingar.......eitt orð !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:24

9 identicon

Meira um Óttar Straum Pálsson:

Fjármálaeftirlitið sektaði Óttar vegna innherjaviðskifta 19. mars 2004 en á þeim tíma starfaði hann fyrir lögfræðistofuna Logos.

Sektin var upphaflega ákveðin 500.000 kr. en með ítrekuðum áfrýjunum tókst honum að pressa hana niður í 50.000 kr.

Lengi lifi siðbótin á Nýja Íslandi...

http://www.vidskiptaraduneyti.is/UrskVegnaFjarmala/nr/1788

Arnar Steinþórsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:37

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hélt fyrst að þetta væri djók Þórarinn eins og þú. Arnar: Þetta eru áhugaverðar upplýsingar. Takk fyrir það.

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 18:46

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Arnar: Greinilega ekki maður mér að skapi.

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 18:47

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er þvílík skömm að þessum mönnum að það ná engin orð yfir.  Burt með þá af landinu og helst út í hafsauga.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 18:59

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Upplýsingar um þetta báust með tölvupósti frá ónafngreindum innanbúðarmanni eftir því sem mér skilst.( Leiðréttið mig ef rangt er )..

Hve mörg sambærileg mál og þetta ætli séu í gangi án þess að við fáum vitneskju um ?

hilmar jónsson, 18.8.2009 kl. 19:48

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Ásdís. Hilmar erum við nokkuð innanbúðar ? :)

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 20:08

15 Smámynd: Offari

Ég hef ekkert á móti bónusum, svo framarlega að þeir séu ætlaðir mér

Offari, 18.8.2009 kl. 20:36

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Offari

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 20:39

17 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Maðurinn þ.e. þessi Óttar er greinilega veruleikafirrtur!!!!!   Hver hann er???  Enginn virðist vita það, hann er eflaust svona risaeðla frá 2007 :)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 18.8.2009 kl. 20:42

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Arnar er með góðar upplýsingar Katrín

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 21:05

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég þarf að gubba

Brjánn Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 22:49

20 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessir starfsmenn Straums eru þegar orðnir vanhæfir til starfans þarna. Ætla þeir að vinna lúshægt ef þeir fá ekki bónusgreiðslur? Það er nóg af fv. bankastarfsmönnum atvinnulausir núna og geta hæglega tekið við störfum þeirra - látum Straumsmennina bara fjúka!

Guðmundur Jónsson, 18.8.2009 kl. 23:40

21 identicon

Allt þetta lið þarf að setja í erfiðisvinnu... og LENGI.
Þeir bara verða að vita hvernig það er að þurfa að hafa fyrir hlutunum.. það er algert möst svo þeir eigi séns að ná sér út úr sjúkdómi sínum.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 08:01

22 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður punktur Guðmundur. Jón Frímann: Bara að detta það í hug að fara fram á bónus sýnir geggjunina. Doctor: Þín meðferð er við hæfi, en þetta verður að vera löng meðferð.

Finnur Bárðarson, 19.8.2009 kl. 12:09

23 Smámynd: ThoR-E

Þessir menn eru sturlaðir.

Algjörlega veruleikafirrtir og siðlausir.

ThoR-E, 19.8.2009 kl. 19:26

24 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta verður varla orðað betur AceR í fáum orðum.

Finnur Bárðarson, 20.8.2009 kl. 17:11

25 Smámynd: Sævar Einarsson

Íslendingar eru ofdekruð þjóð sem mótmælir með því að stofna til facebook mótmæla, safna undirskriftlistum, nöldra á kaffistofum um hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? jú fær sér meira kaffi og nöldrar meira... er fólk og upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? Það er búið að brjóta niður sjálfstraust íslendinga og við erum lifandi afturgöngur og það er hlegið að okkur erlendis. Fólk er tilbúið að skella sér á allskonar uppákomur, sem dæmi mættu 30.000 manns á Fiskidaginn á dalvík, 30.000 manns ! og það mættu hvorki meira né minna en 80.000 manns á Gay Pride og þetta getur fólk mætt á en þegar það er verið að biðja fólk um að mæta til að mótmæla þá mæta nokkur hundruð hræður, t.d. mættu tæplega 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave ... eru íslendingar með öll ljós kveikt og engan heima ? Um helgina er menningarnótt og má búast við 80.000 - 100.000 manns á þá menningarnótt, það er alveg kjörið að láta þetta verða stærstu mótmæli íslandssögunar og gera uppreisn "Power To The People" Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi eða gefa því viku til að hypja sig og kalla svo eftir aðstoð frá Interpol því hérna er verið að arðræna landið með aðstoð skilanefnda sem sendir almenningi reikninginn.

http://simnet.is/freebsd/facebook1.jpg

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:29

26 Smámynd: Finnur Bárðarson

Flott athugasemd Sævarinn

Finnur Bárðarson, 22.8.2009 kl. 18:24

27 Smámynd: ThoR-E

Get ekki annað en tekið undir með Sævari.

Nú er Menningarnótt um þessa helgi og búist er við 100.000 manns.

En þegar reynt er að mótmæla því að verið sé að dæma okkur og komandi kynslóðir í fátækt og að verið sé að skerða lífsskilyrði okkar gífurlega, allt til að borga skuldir útrásarvíkinga sem fengu banka upp í hendurnar af spilltum stjórnvöldum...að þá mæta nokkrar hræður.

Dapurlegt.

ThoR-E, 22.8.2009 kl. 18:35

28 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er íslenska víkingaeðlið í hnotskurn AceR

Finnur Bárðarson, 22.8.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband