Látum stjórnarandstöðuna semja

Ef samningurinn um IceSafe verður felldur, liggur beinast við að veita formönnum þeirra flokka sem mesta ábyrgð bera á sköpun og rekstri þessa hryllings, umboð til að semja upp á nýtt. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð eru sjálfkjörnir enda hafa þeir sagt að það sé leikur einn að ná betra samkomulagi. Þeir geta tekið með sér Birgittu Jónsdóttur frá Borgarahreyfingunni sem og vildarvini og sérfræðingana Björgólf Guðmundsson, Björgólf Thor, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

sendiboda_872683.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki gleyma Þór Saari, sem segir að aldraðir og öryrkjar muni deyja, fólk ganga um hungrað og ég ég veit ekki hvað og hvað.

En mér finnst þetta brilljant hugmynd, að láta þetta í hendur þeirra sem hrópa hæst.

Reyndar finnst mér hræðsluáróður á báða bóga vera að verða ansi þreytandi.

Takk fyrir færslurnar þínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: Offari

Ég tel Þjóðstjórn einu færu leiðina ef þjóðin á að sætta sig við gjörðir alþingis

Offari, 1.7.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir innlitið Jenný og og Offari. Ég vil fá þetta mál á hreint. En látum þessa belgi semja, væri gaman að sjá andlitin á viðsemjendum þegar brennuvargarnir birtast í eigin persónu og heimta góðan samning.

Veit ekki hverju ný stjórn breytir nema kanski utanþings ef út í það er farið Offari

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ertu ekki að grínast?

Ekki alveg sammála! Ég vil láta sérfræðinga semja en þetta lið sjá um að samningur verði uppfylltur og hvernig það verður gert.

Mér finnst stjórnarandstaðan ekkert vera neitt sérstök í þessu efni! Ekki nema ef þau geta náð að fá nógu marga í lið með sér til að fella þetta!

*

Þjóðstjórn er algjört glapræði! Því ef allir flokkar eiga að stjórna þá verður fljótt ljóst að engum málum verður komið í gegn og allt í háaloft! Enginn væri sammála um neitt!

Utanþingsstjórn er eina valið!

Guðni Karl Harðarson, 1.7.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mín hugmynd Guðni er þessi, láta þá sem bera höfuð ábyrgðina semja upp á nýtt eins og kemur fram í færslunni hér að ofan þeir hafa beinlínis sagt að það sé lítið mál. Látum þá reyna á það. Utanþingsstjórn hugnast mér hins vegar eins og þér.

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 15:00

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

og Guðni, grín eða ekki, það verða menn bara að meta.

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 15:02

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Málið er þetta. Þingheimur á að koma sér saman um málið. Punktur og pasta!

Þeir sem urðu þessu valdandi eru ekki færir um að semja fyrir okkar hönd. Einmitt af því að málið varð til undir þeirra umsjá og verkum. Einmitt að það er af þeirra verkum og undirlægju.

Þeir sem báru ábyrgðina eru ekki færir um að semja um þetta. Hinsvegar sé ég alveg þitt sjónarmið í þessu. Og væri þvi alveg fylgjandi að þeir sem komu okkur í vanda eigi að leysa úr honum.

Sérfræðingar er lausnin. En ég tel að ekkert kannski lyggi á að semja upp á nýtt. Látum þetta Breta og Hollendinga lið lifa í óvissunni!

Skrýtin eru stjórnmál á Íslandi þegar málin snúast í andhverfu sína.

Birgittu? Ertu ekki að grínast? Heldur þú að hún sé fær um það?

Það sem ég vil er þetta! Látum þjóðina sjálfa velja hverjir (sérfræðingar) semji fyrir hennar hönd. Afþví að þetta er þjóðarinnar vilji að þessir samingar sem búnir eru gangi ekki í gegn!

Guðni Karl Harðarson, 1.7.2009 kl. 15:31

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hinsvegar vil ég setja þessa gaura í skilduvinnu við að sjá um að samningar verði uppfylltir án þess að það komi við þjóðina, almenning í landinu!

Björgólf Guðmundsson, Björgólf Thor, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson

Guðni Karl Harðarson, 1.7.2009 kl. 15:33

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Get alveg tekið undir það sem þú ert að segja, auðvitað geta brennuvargar ekki endurbyggt hús sem þeir hafa brennt til grunna, og sérstaklega hugnast mér seinni athugasemdin. Það er bara þessi spurning: Er eitthvað betra í boði ekki veit ég. En Sigmundur, Birgitta og Sigmundur fullyrða það, svo þau hljóta að vita betur en ég.

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 15:40

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sérfræðingar,  sérfræðingar, sérfræðingar, ég  fæ grænar bólur þegar menn koma með þetta bevítans orð sem lausn allra mála. Voru það ekki þessir helv. "sérfræðingar" sem komu okkur í þetta bull?

Það voru allir sem unnu við tölvur og pappír, nema prentarar, orðnir sérfræðingar, ef ekki í þessu þá hinu. Menn sem komu rennblautir bak við eyrun úr einhverju fræðinganáminu, hófu störf í banka, seldu eitt verðbréf, urðu með það sama sérfræðingar í verðbréfaviðskiptum og þeim otað miskunnarlaust að viðskiptavinunum sem slíkum. Og hvernig fór?

Hafa menn hugleitt þessa utanþingsstjórnarbastarðsendaleysuþvæluhugmyndaróbermi til enda? Hvernig á slík stjórn að koma þeim erfiðu málum sem við stöndum frammi fyrir í gegn um þingið?

Þá fyrst verður fjandinn laus og á þingi verða 63 stjórnarandstöðuflokkar. Hvernig á að koma henni á? Er stjórnarkreppa? Er ekki starfandi meirihlutastjórn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2009 kl. 18:08

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Axel, þú ert einn af fáum sem fær mig til að hugsa skýrt, eða örlítið skýrar, ekki mikið pláss í sellunni minni. Nauðsynlegt fyrir mig eigi að síður :)

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 18:44

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Niðurstaðan: Sendum þetta lið sem ég nefndi í færslunni út til að semja... og vonandi koma þeir ekki til baka því Scotland Yard mun taka þá að sér

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 19:01

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessir höfðingjar sem þú nefnir Finnur, eru að sönnu snillingar. Snillingar einir gætu komið fram með jafn "tæra snilld" og Icesave var sögð vera.

Mesta snilldin var hinsvegar að stinga sparifé Breta og Hollendinga undan en senda Íslensku þjóðinni tómar sparibækurnar til útborgunar.

Kannski Bretar snari snillingunum í grjótið, ekki útlit fyrir að við gerum það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2009 kl. 19:31

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

The Tower of London hugnast mér meir og meir.

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 19:39

15 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég á mér drauma þjóðfélag laust við allt stjórnmálamannahyski!

Axel ég legg til að þú skoðir "Okkar Ísland" skjalið.  Það mætti byrja með utanþingsstjórn!

Síðan kæmi skiptingin mikla inn. Því þannig væri best að vinna. Valddreyfingin með fólkinu í landshlutunum.

Guðni Karl Harðarson, 1.7.2009 kl. 23:30

16 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já, já. Hvernig væri að við förum út með stórt herlið og hertökum Bretana óvænt Við unnum jú þá í Þorskastríði var það ekki? 

Við eigum alveg að geta unnið þá í svona stríði!

ÉG SEGI! Ef Bretar og Hollendingar semja ekki upp á nýtt og miklu betri samning fyrir okkur, þá hótum við þeim að fara með málið fyrir ALJÓÐADÓMSTÓL! Í alvöru talað.

Guðni Karl Harðarson, 1.7.2009 kl. 23:36

17 Smámynd: Eygló

Í þessu máli held ég að enginn geti samið um skárri kjör, JAFNVEL EKKI :)  BjaBen eða SigDav!! he he

Hitt væri reyndar fjandi gott á þá að leyfa þeim að prófa en eins og málin standa NÚ myndu nýjar samningaumleitanir sennilega bæta gráu ofan á svart. 

Gengjum við ekki að þessum samningi og byrjuðum á núlli, er ég sannfærð um að verri niðurstaða næðist.

Ætli Íslendingum þætti slíkt ekki forkastanlegt ef þeir væru hinum meginn við borðið?!?!

Þessar hótanir um að fella stjórnina; koma hinum og þessu á kné eru ógeðfelldar. Ætlum við að berja bumbur og reyna að losa okkur við ríkisstjórnir svo eftir því hvernig fólki líkar mál og mál (að vísu STÓRmál í þessu tilviki.

Eygló, 2.7.2009 kl. 00:45

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Auðvitað vil ég betri samninga eins og allir en hver hlustar á hótanir þjóðar sem er í raun ekki til .

Finnur Bárðarson, 2.7.2009 kl. 15:22

19 Smámynd: Eygló

Íslendingar verða þaðan í frá bara "Lendingar"

Eygló, 2.7.2009 kl. 20:59

20 Smámynd: Finnur Bárðarson

Snilldar orð, Maí

Finnur Bárðarson, 3.7.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband