Rosalegt minni

homer.jpgDavíð Oddsson segist vita af gommu af óbirtum skjölum um IceSafe, m.a. í Utanríkisráðuneytinu. Hann vill bara ekki segja í hvaða skúffum þau liggja. Ráðuneytið segist ekki hafa fundið nein slík skjöl. Nú vandast málið. Hver er að segja satt? Davíð man gjörla eftir samningaferlinu 1264 eða gamla sáttmála, sem hann segir að hafi verið snöggtum betri en IceSafe samningurinn. Maður með slíkt ofur minni hlýtur að njóta vafans. Bara að hann vildi nú ropa því út úr sér hvar pappírarnir eru staðsettir.
mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það má nú alveg líkja honum við Simson, eða hvað þetta viðrini heitir á myndinni aldrei þolað hann frekar en hinn til margra ára.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er Simpson sjálfur. Stærð heilans skýrir hegðunina.

Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í nóvember 2008 undirritaði Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri, sem fulltrúi Íslenskra stjórnvalda, samstarfyfirlýsingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að Ísland undirgangist ábyrgð sína á innistæðutryggingunum að fullu.

Þetta ásamt öðru hefur skolast eitthvað til í ofurminni Davíðs, sem lofaði bankana og stefnu þeirra opinberlega en segist nú hafa varað við og spyrnt við fótum. Svo kennir hann öðrum um, jafnvel þeim sem þó gagnrýndu stefnuna opinberlega. Davíð hefur aldrei verið jafn ódýr og núna.

Fylgjendur Davíðs halda svo ekki vatni af hrifningu og hrópa hallelúja lofaður sé Davíð (lesist Drottinn). Það hefur alltaf verið spursmál hvort sé meira fífl, fíflið eða þeir sem fylgja því í blindni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2009 kl. 15:20

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þegar Davíð stígur fram er hjörðinni sama hvað hann segir. Bara að hann segi eitthvað.

Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 16:00

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef ekkert annað dugar en "Davíð" gegn Icesave so be it

hættið svo þessu neikvæða Sjálfstæðistali strákar - það eru vandamál þar eins og td í Samfylkinunni en ég vona svo innilega að þar verði tekið til þe ef nokkrir einstaklingar þar innanborðs fari ekki sjálfviljugir svo umræðan geti farið í heiðarlegan, trúverðugan og réttlatan farveg sem fyrst

Jón Snæbjörnsson, 5.7.2009 kl. 16:42

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki er samúð eða stuðningur minn hjá Samfó, VG, Borgarahreyfingunni eða Framsókn. Er hálfgerður anarkisti í eðli mínu og hef trú á stjórnmálamönnum eða flokkum. En refsigleði mín er mikil og gildir einu hvaða flokksskírteini eru uppi.

Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 16:59

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

hef enga, að sjálfsögðu

Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 17:00

8 Smámynd: Offari

Það má ekki tala illa um Davíð vin minn. Ég hef aldrei skilið þetta hvernig þetta andstreymi gegn honum sem útrásarvíkingarnir komu á stað hefur komist inn á almenning.

Mér finnst ólíðandi að útnýða saklauan mann vegna pólitískrar skoðanar. Þó svo að Davíð hafi verið Seðlabankastjóri þegar hrunið átti sér stað þá held ég að engu máli hafi skipt hver hefði þar setið því ræningjarnir voru með launráð undir hverju rifi.

Offari, 8.7.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband