Alvöru glæpamenn munu sleppa
18.6.2009
Bankinn með vinalega nafnið, Frjálsi Fjárfestingarbankinn, ætlar að sækja hann til saka. Það verða 6 ár í fangelsi og milljónir í sekt. Það mun ekki taka nema einn eða tvo þrjá mánuði fyrir bankann að ná þessu fram með endanlegum dómi í Hæstarétti. Á meðan flissa hinir einu sönnu myrkrahöfingjar útrásarinnar, sem rústuðu heilli þjóð dátt, enda full samstaða innan stjórnkerfisins að þeir verði aldrei dregnir fyrir dóm. Skjaldborgin um þá er pottþétt.
![]() |
Biður nágranna afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott Kreppukall að þú stappir í mig stálinu, ég kem með þér að sækja hann :)
Finnur Bárðarson, 18.6.2009 kl. 18:48
Þó ég sé friðsemdarmaður tek ég undir orð kreppukarlsins. '' Skríllinn'' á að taka til sinna eigin ráða ef þessi maður verður dæmdur og settur í tukthús. Þá á að taka dómarana og snoða þá opinberlega.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2009 kl. 18:49
Gott Sigurður. Ég er stoltur af að tilheyra skrílnum þegar svona er komið
Finnur Bárðarson, 18.6.2009 kl. 19:11
Við megum ekki gefa bankanum fordæmið.
Offari, 18.6.2009 kl. 19:17
heyr!
Brjánn Guðjónsson, 18.6.2009 kl. 21:25
úr vöndu að ráða drengir, ég stend með ykkur
Jón Snæbjörnsson, 18.6.2009 kl. 21:26
Þá er að myndast byltingahópur strákar
Finnur Bárðarson, 18.6.2009 kl. 21:57
Hvað ætli auðrónarnir hafi rústað mörgum heimilum með áralöngum "aðgerðum" og "útflutningi" a la forsetaorðu?
Ef þessi maður sem rústaði "bara" einu verður settur inn, er ég sannfærð um að bylting gýs upp á örskömmum tíma.
Eygló, 19.6.2009 kl. 00:01
Það er aldeilis að menn eru að verða agresífir, og það réttilega.
Ég styð þetta og svo margt annað,.
Til dæmis að harðlega mótmæla þeirri skerðingu sem mun verða á þeim lægst launuðu, þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu, fjandinn hafi það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.