Hann á ekkert erindi í nefndina

skilanefnd_860331.jpg

Páll Hreinsson sem situr í RANNSÓKNARNEFND ALÞINGIS, vegna bankahrunsins hefur krafist þess að Sigríður Benediktsdóttir, sem einnig situr í nefndinni segi af sér. Ástæðan er að fyrrverandi forstjóri FME Jónas Fr. Jónsson, kvartaði yfir ummælum Sigríðar sem birtust í bandarísku stúdentablaði. Þetta sagði hún og full ástæða að hafa þetta feitletrað:

Mér finnst sem [hrunið] sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.
 
Er einhver vitiborinn maður sem getur ekki tekið undir þessi orð Sigríðar ? Og Páll á að rannsaka bankahrunið. Honum finnst hér ómaklega vegið að vini sínum Jónasi. Það er deginum ljósara að Páll, ef hann er ekki enn búinn að sjá þessar augljósu staðreyndir sem felast í orðum Sigríðar, á hann að segja af sér nú þegar. Hann á ekkert erindi í þessa nefnd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það getur verið varasamt, með tilliti til útkomunnar, að hafa einhvern í Rannsóknarnefndinni sem sér hlutina í réttu ljósi og hugsar í þeim anda sem nefndinni var ætlað að vinna.

Það má í það minnsta draga ályktun, hvert Páll Hreinsson telur sitt hlutverk vera í nefndinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þða er það sem ég óttast

Finnur Bárðarson, 9.6.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

A.m.k. ekki með Pál innanborðs Árni

Finnur Bárðarson, 9.6.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband