Blindur bæjarstjóri

Þó hann sé blindur sjálfur, hefur almenningur ágætis sjón og sér kraumandi spillinguna. Það þarf að gefa manninum öflug gleraugu eða hvítan staf svo hann geti fundið útgöngudyrnar.
mbl.is Sé ekki hvað ég hef gert rangt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjalli Geir

Því miður hjálpa gleraugu siðblindum ekki til að sjá villur síns vegar.

Snjalli Geir, 9.6.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei það er rétt hjá þér Snjalli Geir, en það mætti prófa lyfjagjöf, t.d Trilafon, en trúlega virkar það ekki heldur. Þá eru það bara járnglófarnir eftir.

Finnur Bárðarson, 9.6.2009 kl. 17:07

3 identicon

Hann er sjálfstæðismaður ... það þarf ekkert að segja neitt meira ... enda ekki til stærra skammaryrði!

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 17:07

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Geri orð Björns. H að mínum..

hilmar jónsson, 9.6.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Og þeir virðast hafa slæma sjón

Finnur Bárðarson, 9.6.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur ég var að setja inn blogg með skýringarmynd hvernig má stýra því hvað menn sjá og sjá ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2009 kl. 21:13

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleymdi því... sjá hér

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2009 kl. 21:14

8 identicon

Sæll Finnur.

Þessi HEFÐ ráðamanna er gengin sér til húðar að þeir séu REDDARARNIR fyrir allt og alla. Fyrst fanilíuna og svo sjá til með hitt .

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:35

9 Smámynd: Offari

Þetta var bara allt orðið svo fullkomlega eðlilegt að hann sá ekkert athugavert við það. Vandamálið er að þjóðfélagið er orðið svo rotið að menn geta alltaf bent á hvern annan. Og sagt ekki ég.

Offari, 9.6.2009 kl. 22:58

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Láttu ekki svona Finnur. Þótt íslenskir dómstólar kunni e.t.v. að finna hátternið ólögmætt er það örugglega öfgafullt samsæri hæstaréttardómara gegn Gunnari. Og þótt alþjóðlegur gerðardómur myndi dæma gegn Gunnari er það örugglega af því að þeir þekkja Guðríði sem er í bæjarstjórn Kópavogs og er í Samfylkingunni. Og þótt Alheimsdómstóllinn sem staðsettur er á Júpiter teldi Gunnar sekan...

Guðmundur St Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 00:03

11 Smámynd: Eygló

Ég vildi að ég kynni að leita að myndskeiðinu þar sem GIB er í pontu (á fundi sjálfsmanna) og horfir mestallan tímann uppí loftið (a la Stevie Wonder) Ég gat ekki hlegið upphátt fyrr en daginn eftir þegar ég hitti konu sem hafði tekið eftir þessu sama. Ofsalega fyndnar, sögðumst hafa séð stafinn aftan við púltið og að hundurinn hefði farið á klóið... þess vegna væri hann varnarlaus við ræðupúltið; hér stend ég og get ekki annað.

Eygló, 10.6.2009 kl. 00:52

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er aldrei hægt að bjarga svona mönnum þeir eru og verða alltaf siðblindir og ekki er fólkið í kringum hann neinu betra að vera búin að kjósa þetta viðrini í öll þessi ár.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 08:40

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Myndin segir allt Axel. Þórarinn: Sumir lifa áfram í liðinni tíð, eða er hún kanski ekki liðin? Offari: Rotið það var akkúrat orðið. Þú þekkir gang mála Guðmundur, svo annað sólkerfi dugar ekki einu sinni til. Maíja mig rámar í þetta myndskeið. Milla: Hvað er að Kópavogsbúum, þurfa þeir ekki að fara í meðferð?

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 13:51

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tel það Finnur allavega sjálfstæðismennirnir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband