Agnes Bragadóttir skrifar ágæta grein í Morgunblaðið, þar sem hún gagnrýnir þá fásinnu að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða. Einnig fjallar hún um hvernig sjóðirnir gömbluðu með fé sjóðsfélaga. Í dag skrifar Vilhjálmur ásamt nokkrum úr sama ranni harðort mótmælabréf, þar sem hann krefst þess að Morgunblaðið biðji hann afsökunar eða blaðið dragi fréttina til baka. Það væri nær að stjórnendur lífeyrissjóðanna bæðu almenna sjóðsfélaga afsökunar á því hvernig þeir fóru með fjármuni þeirra, fjármuni sem þeir áttu ekkert í. Ég ætla bara að að vona að blaðamenn haldi áfram að ganrýna óréttlæti og spillingu. Tími óttans er liðinn og fulltrúar fortíðar eins og Vilhjálmur verða að átta sig á því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
mér hefur alltaf fundist Vilhjálmur þessi leiðinlegur, sífelt tuð og hártoganir, felur sig á bakvið pólitík eins og hún sé altari visku or hreinleika
Jón Snæbjörnsson, 8.6.2009 kl. 21:06
Gamall tuðari Jón
Finnur Bárðarson, 8.6.2009 kl. 21:22
Úr því þið eruð svona leiðinlegir þá er ég ekkert að greina frá frændsemi við Villa. (psst, annars er ég alveg sammála (for your eyes only))
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2009 kl. 01:16
Já Axel og ég er skyldur Davíð Oddssyni, sem er öllu verra. En annars er Vilhjálmur góður drengur, burt séð frá þessu.
Finnur Bárðarson, 9.6.2009 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.