Þeir skulu borga

bankastjorar.jpgFyrrum eigendur og stjórnendur Landsbankans eiga að borga allt klabbið. Mér stendur algerlega á sama um hvort þetta er eitthvað skárri niðurstaða en menn bjuggust við. Þjóðin sem hvergi kom nærri þessu svívirðilega sukki á ekki að borga krónu. Þessir ásamt öðrum sem stofnuðu til þessa hryllings eiga að hreinsa upp eftir sig, Björgólfur Guðmundsson, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Það er þeirra skuld við þjóðina.
mbl.is Lægri vextir og lengri lánstími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það má lengja listann Stefán, að sjálfsögðu á bæta þessum við.

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo hjartanlega sammál.

Rut Sumarliðadóttir, 5.6.2009 kl. 15:05

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo gjörsamlega sammála ykkur - ég bara get ekki sætt mig við að borga þetta hvorki nú né eftir sjö ár

ansk djö pakk (veit ljótt að blóta bara verð)

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 15:20

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Jón, 7 ár, 10 ár, 20 ár, kemur ekki til greina

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 15:28

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

því er ekki International Criminal Police Organization (Interpol) ekki sent á þetta lið eða landrárafólk sem og eignir þess hvar í heiminum sem það er statt eða geymt í nafni Íslenska Lýðveldisins

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Einmitt Interpol er með stóra deild sem sér um svona mál. Við eru fullgildir meðlimir.

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 15:57

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við eigum ekki að gefa neitt eftir - verðum að keyra svona mál áfram í nafni fólksins, fyrir fólkið,  þá sem skulda og þá sem skulda minna, þessa þöglu sem sí og æ er valtað yfir því þeir borga hvort sem þeir geta eða ekki

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 16:08

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek algerlega undir með Stefáni. H

Þó að þessir þremenningar beri mikla ábyrgð, þá eru það auðvitað þeir Geir, Árni og Davíð sem bera höfuðábyrgð á því hvernig komið er.

Einkum þó Davíð.

hilmar jónsson, 5.6.2009 kl. 17:27

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég vil fá aurinn og eignirnar - tek á hina seinna

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 17:30

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek líka undir, að við hvorki eigum né getum borgað þessar skuldir.

Að punga út þessum upphæðum, jafnvel á 7 árum, það mun endanlega sliga þessa þjóð.

hilmar jónsson, 5.6.2009 kl. 20:10

11 Smámynd: Eygló

Eru yfirvöld hrædd við að styggja "vinaþjóðirnar"?   -  Ekki er nú allt vinalegt sem frá stjórnmálamönnum þessara landa kemur. Almenningur þessara landa er saklaus eins og við erum saklaus gagnvart þessum lánum og vanskilum.

Ef við neitum að borga, þá fer kannski allt til andskotans.

En ef við ætlum að reyna hið ómögulega, - að borga; Förum við líka til fjandans og hugsanlega heldur lengra.

Að semja um þetta nú virðist bara vera gálgafrestur.

Eygló, 6.6.2009 kl. 00:51

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hitt er svo að ríkið játi sig sigrað og farai í nauðasamninga, við höldum þá allavegana því sem við "viljum" ekki missa þe auðlindirnar ?

Jón Snæbjörnsson, 6.6.2009 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband